28.2.2010 | 13:31
Veik lýðræðishefð Íslendinga
Nú er verið að kjósa í prófkjörum víða um land. Víða fóru rekstur sveitarfélaganna úr böndunum á þenslutímanum og reksturinn mótaðist oft af því viðhorfi að nóg væri af fjármagni. Farið var í gæluverkefni, starfsfólk ráðið og farið í fjárfestingar sem stundum engin glóra var í. Vegna þenslunnar var meira til af fjármagni en áður hafði þekkst. Aðhald sveitarstjórnarmanna var með rekstri sveitarfélaganna var oft mjög ábótavant, aðhald fjölmiðla ómarkvisst og aðhald íbúanna nánast í mýflugumynd.
Við treystum oft kjörnum fulltrúum okkar til þess að ,,sjá um málið". Það viðhorf ber vott afar veikt lýðræði. Þegar undir teppið er skoðað hjá bæjarfulltrúunum þá kemur oft annað fram en þeir vilja halda að okkur kjósendum. Margir sveitarstjórnarmenn eru orðnir svo óvanir eðlilegri aðhaldi frá almenningi að þegar þeir fá gagnrýni, þá bregðast þeir oft illa við og mörg dæmi þess að þeir leita leiða til þess að ,,hefna sín" á viðkomandi kjósendum.
Eðlilegt væri að fjölmiðlar tækju þátt í eðlilegri gagnrýni á stjórnmálamenn, en við núverandi aðstæður er slíkt nánast ógjörlegt. Oftar en ekki er á bak við hverja gagnrýni, aðrar ástæður ráðandi en að veita aðhald.
Gagnrýni gæti einnig komið á milli flokka. Milli minnihluta og meirihluta. Rekstareiningar sveitarfélaganna ættu síðan að fá aðhald frá sveitarstjórnarmönnum. Það er víða pottur brotinn hvað þetta varðar. Tökum dæmi um mitt sveitarfélag Kópavog. Þar þekkist það að í 5 manna bæjarráði hafa verið 4 af yfirmönnum bæjarins. Sjá menn ekki fyrir sér fund þar sem í hverju málinu á eftir öðru, að bæjarfulltrúi stendur upp og segir ,,strákar nú fer ég út á meðan þið takið fyrir mál mitt, síðan kem ég inn þegar ykkar mál er tekið fyrir".
Einn nemandi sem er að skrifa doktorsritgerð í hagfræði, með áherslu á þriðja heiminn lét þau orð falla, að siðferðiskröfurnar hjá mínu bæjarfélagi væru sambærilegar og þær sem þekktist í þriðja heiminum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2010 | 14:32
Jóhanna segi af sér umsvifalaust!!
Það er með ólíkindum hvernig núverandi ríkisstjórn hefur haldið á Icesavemálinu. Steingrímur sagði að honum hafi verið falið það vandasama verkefni að semja um málið, og það gerði hann með því að draga fram tvo afdankaða kommúnista úr holum sínum og senda þá til Bretlands. Þar vissu þeir hvorki í þennan heim né annan og komu heim með öngulinn í rassinum. Þingmenn áttu síðan að samþykkja herlegheitin óséð. Í stað þess að viðurkenna þessi mistök hefur Steingrímur verið í feluleik, sem passar ágætlega því að Jóhanna hefur verið varla sést opinberlega síðan hún tók að sér verkefni forstæðisráðherra.
Ríkisstjórninni hefur verið fyrirmunað að kynna málstað Íslands erlendis. Þau sem hafa staðið sig í stykkinu eru Ólafur Ragnar Grímsson, sem er hataður af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar fyrir vikið, Eva Joly sem m.a. fékk ákúrur frá fjölmiðlafullra forsætisráðherra fyrir vikið og Icesave hópurinn sem ríkisstjórnin lítur á sem óvin. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar Anne Sibert og Þórólfur Matthíasson gera hvað þau geta til þess að skaða málstað Íslands.
Nú kemur Jóhanna Sigurðardóttir fram úr fylgsni sínu, og þá til þess að tjá sig við Times þar sem fram kemur að hætta sé á að Ísland einangrist. Þá segir Jóhanna verðandi þjóðaratkvæðagreiðslu vera geta orðið markleysu þar sem betra tilboð liggi fyrir. Það að forsæisráðherra Íslands vogi sér að tala gegn málstað Íslands erlendis er næg ástæða fyrir umsvifalausri afsögn, en þegar hún síðan vogar sér að draga úr áhrifum á væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu hefur hún sýnt að það er brýnasta verkefni Íslendinga í dag að losna við hana úr stóli forsætisráðherra. Sjá
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2010 | 09:55
Er von á aðstoð frá Íslandi við málstað Breta og Hollendinga
![]() |
Times: Hætta á einangrun Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 23:05
Veronika, alveg frábær!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 06:33
Næsti leikur, forsetaafbrigðið
Það kæmi ekki á óvart að Hollendingar og Bretar með eitthvað útspil sem þeir myndu kalla, allra, allra síðasta tilboð okkar. Þetta er þekkt í viðskiptum, þegar ekki tekst aðkoma einhverju út. Þjóðin vill kjósa, síðan eigum við að nýta okkur Ólaf Ragnar Grímsson til þess að kynna okkar málstað. Ef stjórnmálamenn okkar halda að þetta snúist um eitthvað stolt þeirra þá eru þeir á villigötum. Með því að fella samninginn erum við einnig að gefa fjórflokkunum skilaboð. Nú sé tími til þess að setja hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti.
![]() |
Fullreynt að ná samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2010 | 21:02
Sama og síðast?
![]() |
Icesave fundur á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2010 | 13:20
Í hátíðarstúku
Okkur hafur verið tekið afskaplega vel af ESB. Fengið fréttir af því reglulega að að öllum líkindum fengjum við sérstaka flýtimeðferð við inngöngubeiðni okkar. Okkur hefur verið sýndur alveg sérstakur sómi, með því að fá að svara 8500 spurningum frá ESB, og stór hluti af stjórnkerfi landsins hefur verið upptekið við þetta dæmi. Á sama tíma er þessi vanþakkláti almenningur bara fúll og meginþorri þjóðarinnar vill hvorki vita né sjá um þessa aðildarumsókn. Eitt aðildarlanda ESB sýndi Íslandi þann sérstaka sóma að setja okkur á lista yfir ofurduglegar þjóðir eða samtök, þótt sumir Íslendingar kunni ekki að meta hverjir eru á þeim lista með okkur.
Nú verður okkur sagt að það að umsókn okkar að ESB sé sérstakt fagnaðarefni, og við förum niður á Austurvöll með íslenska fána og fögnum ríkisstjórninni. Jóhanna kemur út á svalirnar og veifar til mannfjöldans og Steingrímur veifar líka, en lítur flóttalegur í kringum sig, þar sem einhverjir óþægir VG aðilar hafa mótmælt aðildarumsókninni. Öll þjóðin er eins og í hátíðarstúku, stolt yfir því að ríkisstjórnin hafi náð þessum merka árangri. Þakka þér Jóhanna og þakka þér Steingrímur.
![]() |
Ísland fær ekki flýtimeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2010 | 22:57
Óþægilegt minnisblað
Nú kemur fram mjög óþægilegt minnisblað vegna viðræðna við fulltrúa Bandaríkjanna. Helsta markmið með þeim viðræðum var víst að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavesamninginn. Össur Skarphéðinsson útskýrir fyrir RÚV að þetta hafi fyrst og fremst verið gert til þess að auka lýðræði á Íslandi, auk þess sem að óþægileg minnisblöð hafi í hans umdæmi verið kallaðir sneplar og bæri ekki að taka mark á.
Það er ekki nema von á að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilji ekki þennan málflutning. Það gerðu heldur ekki neinn á fréttadeild RÚV nema Samfylkingarsnúðaliðið, sem fannst þetta auðvitað vera eina réttmæta skýringin, og ástæðulaust að efast um eðlilegar skýringar.
Rifja ég upp þegar Össur var ritstjóri á mjög óþægilegu minnisblaði sem hét Þjóðviljinn. Á þeim tíma leigði ég íbúð með bróður mínum, og hann var á þeim tíma afar hallur undir Alþýðubandalagið sáluga. Kaup á Þjóðviljanum var skylda. Eitt skipti tók Össur upp á því að gerast ofur lýðræðissinnaður og sendi bréf þar sem lesendur voru spurði hvað betur mætti fara í blaðaútgáfunni. Eitthvað dróst það hjá bróður mínum að svara fyrirspurninni, en ekki vantaði þó áhugann. Á síðasta degi frestsins sem gefinn var til lýðræðiskönnunarinnar, lá bréfið góða enn á borðinu ásamt umslagi sem setja mátti ófrímerkt í póst. Þar sem bróður minn var að verða of seinn á stefnumót, og átti eftir að fara í sturtu, notaði ég tækifærið og spurði hvort ég mætti ekki svara fyrir hann. Hann játti því. Ég gerði þau alvarlegu mistök að loka ekki umslaginu,og áður en bróðir minn rauk út úr dyrunum hafði hann lesið svar mitt. ,,Blaðið mætti vera prentað úr mýkri pappír". Umslagið var aldrei sent.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2010 | 21:56
Samfylkingarsnúður.
Þegar búið verður að ganga frá þessu Icesavemáli með sigri okkar Íslendinga, kæmi mér ekki á óvart að Þórólfur færi niður á Austurvöll til þess að mótmæla samkomulaginu. Fáir Íslendingar hafa leitast við að skaða málstað Íslands jafn mikið að undanförnu og Þórólfur. Ef hann hefði verið uppi á þeim tíma sem þjóðin barðist fyrir 200 mílna landhelginni, þykist ég vita hver málflutningur hans hefði verið.
Til þess að skaða málstað okkar sem mest reynir hann að koma ,, skrifum sínum" sem víðast. Stundum held ég að hann sé eini fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Það er því aumkunarverð hlið sem fæst af íslenskum málstað.
![]() |
Þórólfur ekki ósáttur við Icesave-tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.2.2010 | 08:25
Við viljum kjósa!
![]() |
Vilja 2,75% álag á vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10