28.2.2011 | 12:08
Icesave þarf að afgreiða með rökum!
Einföld mál eins og að kaupa mjólk, kaffi eða brauð, er hrein afgreiðsla og þarf skjótra ákvörðunar. Flókin mál eins og Icesavesamnigurinn þarfnast að fá sem flesta fleti málsins á borðið og síðan taka vandlega íhugaða ákvörðun.
Því miður er flokkur skjóthuganna kominn fram og hefur hátt. Bæði með og á móti Icesave. Hundarnir í Samfylkingunni eru eins og alltaf sammála, samþykkja Icesave. Það gerðu þeir líka við mat á Svavarssamningum og því væri heppilegast að þetta lið hefði sig hægt. Hinn hópurinn er sá sem segir ,,við borgum ekki skuldir óreiðumanna" og síðan enginn rökstuðningur.
Í gær fór ég á elliheimili og hitti þjá vistmenn. Þeir voru allir á móti Icesave. Við viljum ekki borga, ekki láta þennan bagga á börnin og barnabörnin okkar. Ég spurði hvort þau hefðu skoðað málið, en svo var ekki.
Við þurfum að fá sem besta kynningu á Icesave. Hvort sem við samþykkjum eða höfnum hefur það í för með sér áhættu. Í því ljósi þarf að skoða málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2011 | 00:41
Lýsing flytur viðskiptavini sína bankaflutningi.
Í síðustu viku fengu viðskiptavinir Lýsingar sem gert höfðu upp gengislán sín bréf þar sem þeim var tilkynnt að bankinn hefði stofnað bankareikning í KB banka í nafni viðskiptavinarins og inn á hann yrði greiðslan send. Einn úr fjölskyldu minni var ósáttur við að stofnaður yrði reikningur í KB banka og óskaði eftir því að fá greiðsluna senda inn á hlaupareikning sinn í sínum banka en fékk synjun. Ég fékk erindið inn á mitt borð og hringdi í Lýsingu. Fékk umsjónarkonu þessara endurgreiðslna í símann. Jú, þau höfðu ákveðið þessa tilhögun til þess að spara tíma og vinnu.
Ég benti starfstúlkunni á að það að stofna bankareikning væri samningur milli tveggja lögaðila og þriðji aðili hefði ekkert um það að segja. Þetta virtist ekki hreyfa henni hið minnsta. Hún sagði mér að ef reikningseigandinn væri óánægður, þá gæti hann tekið út af reikningnum og eyðilagt reikninginn. Þá spurði ég starfstúlkuna um nafn, sem ég fékk. Sagði henni að ég ætti frænda sem væri ógiftur og ég hygðist nú fara til sýslumanns og fá þau gefin saman. Ef hún yrði óánægð með hjónabandið, gætu þau bara skilið! Það var aðeins vandræðaleg viðbrögð í framhaldinu, en hún ætlaði að skoða málið. Auk þess hefði KB banki sagt að þetta væri í lagi, þeir hlytu að vita þetta.
Sjálfsagt hef ég verið þreytandi, því hún sagðist ætla að skoða málið. Rétt áður en við kvöddumst, sagði hún mér að flestir viðskiptavinr tækju þessu vel, aðeins örfáir væru með ,,vesen".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2011 | 14:00
Þöggun aflétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2011 | 22:15
Icesave á vogarskálarnar
Fyrir mér er Icesaveákvörðun ekkert sjálfgefin.
Ég get tekið undir með þeim sem segja að þeir vilji ekki taka á sig, skuldir óreiðumanna. Að okkur beri ekki lagaleg skylda til þess að greiða. Að við eigum að standa fast á rétti okkar. Ég veit hins vegar að þessari ákvörðun fylgir áhætta.
Við ákváðum strax árið 2008 að fara samningaleiðina. Síðan kom Svavarssamningurinn, og það var sannarlega ekki það sem við vorum að biðja um. Svo komu fyrirvarar okkar og loks núverandi Icesavesamningur. Honum fylgir líka áhætta.
Þessa tvo þætti þarf að meta og setja á vogarskálarnar. Í Kastljósi í kvöld lýstu hæstaréttardómararnir Ragnar Hall og Reimar Pétursson viðhorfum sínum hvað gerðist ef við samþykktum ekki Icesave. Að mínu mati komu aðeins nokkrar af mörgum röksemdum með og á móti nýja Icesavesamningum fram, en að mínu mati hallaðist ég að málflutningi Ragnars Hall.
Ég er svona 60% meðfylgjandi því að samþykkja samninginn, en 40% á móti. Mér skilst að það sé nálægt því sem skoðanakannanir sýni viðhorf þjóðarinnar. Ég er e.t.v. þegar öllu á botninn er hvolft, sjálf þjóðin. Við erum eitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.2.2011 | 19:21
Er gagnrýni leyfð?
Nú á tímum niðurskurðar hélt maður að allt yrði skoðað, því niðurskurður er nauðsyn. Nei, grunnskólakennarar vilja ekki að kjör þeirra eða framlag sé skoðað. Nú vill svo til að ég er í heildina afar ánægður með þá grunnskóla sem ég þekki. Hef á tilfinningunni að aukin menntun kennara hafi skilað sér í góðu faglegu starfi. Viðkvæmni fyrir gagnrýni er svartur blettur innan grunnskólana. Það er fyllilega eðlilegt að við berum okkur við nágranalönd okkar, hvað varðar vinnuskyldu, laun og aðbúnað. Við þurfum líka að skoða fjölda aðstoðarfólks, og yfirmanna. Það er frábært að Halldór Halldórsson láti sér málið varða. Þar er góður maður á ferð.
Ég vil að grunnskólakennarar njóti sambærilegra kjara og eru í nágrannalöndum okkar. Við þurfum að standa vörð um það góða starf sem þar er unnið. Hins vegar er fyllilega eðlilegt að jafnframt séu gerðar kröfur.
![]() |
Kennarar ósáttir við Halldór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2011 | 00:04
Lýðræðismælikvarðinn.
Það er með ólíkindum að Jóhanna og Steingrímur hafi raunverulega talið að Ólafur Ragnar myndi staðfesta ákvörðun Alþingis um Icesave. Hlaup þeirra undan þjóðinni til forsetans með plöggin voru aumkunarverð. Þeir sem hlustuðu á rökstuðning Ólafs Ragnars við síðustu Icesaveafgreiðslu, áttu að vera viss um að þjóðaratkvæðagreiðslan var það eina í stöðunni. Jóhanna og Steingrímur, sjá ekki, heyra ekki og skilja ekki. Rétt eins og aparnir þrír.
Á Bessastöðum var boðið upp á hina mestu skemmtun. Ólafur var öryggið uppmálað og það var hrein unun að sjá hvernig Ólafur rúllaði samfylkingarsnúðunum Jóhanni Haukssyni og Ómari Valdimarssyni upp. Hann gerði úr þeim apa, eða þeir voru a.m.k. eins og apar í lokin.
Dagurinn er sigur fyrir lýðæðið. Þjóðinni er treystandi til að taka ákvörðun. Það kom í ljós hverjir treysta almenningi og hverjir ekki. Hverjir trúa á opna og lýðræðislega umræðu og hverjir ekki. Hverjir styðja lýðræðið og hverjir ekki. Það eru ekki Jóhanna og Steingrímur. Það er ekki Samfylkingin. Það er heldur ekki hundadeildin í VG. Við hin erum sigurvegarar dagsins.
![]() |
Vonsvikinn og undrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2011 | 16:20
Uss.....ss....ss.. þögn!
Landsmenn og þeir fjölmiðar sem styðja ríkisstjórnina eru beðnir um að tjá sig ekki um Icesave. Málið er of flókið fyrir almenning. Það er bara ofurfólkið í Samfylkingunni sem hefur þekkinguna um Icesave. Reyndar svo að stór hluti þeirra vill enn að gömlu Icesavesamnignarnir verði teknir upp aftur og samþykktir. Varakrafa þeirra er að við samþykkjum núverandi Icesavesamning. Þetta er nýtt form af opinni og lýðræðislegri umræðu.
Eyjan varð strax við þessari beiðni og lokaði umræðuhluta á vefnum. Sambaugsmiðlarnir hafa dregið úr allri umfjöllun. Jóhanna Sigurðardóttir er komin í þagnarbindindi þar til Ólafur Ragnar skrifar undir. Nú ef ekki, þá vill hún breyta stjórnarskránni og setja Ólaf af. Þá flokkast hann meðal kattanna. Þar sem hann er karlkyns, yrði Ólafur vanaður ef hann kæmi í Kópavoginn. Samfylkingin í Kópavogi vill láta vana alla fressketti. Ekki af ástæðulausu.
![]() |
Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2011 | 23:36
Ákvörðun Ólafs varðandi Icesave
Ég var sannfærður um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, að hann mun vísa málinu til þjóðarinnar. Fyrir því eru margar ástæður.
1. Ólafur er þá sjálfum sér samkvæmur varðandi það að ef um stórmál sé að ræða, og einhverjar líkur eru á að almenningur sé á annarri skoðun en Alþingismenn. Þá fari málið til þjóðarinnar.
2. Í fjölmiðlum erlendis hefur Ólafur lýst því yfir að í stórum málum, fái almenningur að tjá sig með atkvæðagreiðslu.
3. Í skoððanakönnunum hefur komið fram að meirihluti þjóðarinnar að þjóðin vill að þetta mál fari í þjóðaratkvæði.
4. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla varð til þess að Ólafur náði vopnum sínum að nýju, það að þjóðin fengi ekki að kjósa væri stílbrot.
5. Þrátt fyrir að meiri líkur séu á að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu séu að þjóðin vilji að samningurinn verði samþykktur, gefur það lýðræðisímynd Íslands aukinn styrk.
6. Ólafur mun auka vinsældir sínar með því að vísa málinu fyrir þjóðaratkvæði, flestir munu sættast á þá lausn.
Fram hefur komið hjá nokkrum þingmönnum að mál eins og Icesave sé alls ekki gott fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðasta afgreiðsla sýndi hins vegar að afgreiðsla á Icesave var of stórt mál fyrir Alþingi, en þjóðin afgreiddi það af fagmennsku. Vanmáttarkennd Alþingismanna og politísk hrossakaup hefur enga getu, í samanburði við skynsamt mat þjóðarinnar.
Bloggar | Breytt 17.2.2011 kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2011 | 09:11
Sameiginleg afmælisveisla?
Kim Jong II er 69 ára í dag. Við förum ekki í afmælisveisluna. Einverju liði verður safnað saman á torginu þeirra, og skólakrakkar með fána verða viðstaddir. Í Norður Kóreu er auðvelt að sjá hvernig kommúnisminn býr til fátækt, kúgun og ástand niðurlægingar fyrir þjóð. Samanburður við Suður Kóreu er skerandi. Von Norður Kóreu er að Kim Jong fari sem fyrst frá og breyttir stjórnarhættir breyti kjörum fólksins í landinu.
Hér á Íslandi er jafnaldra Kim Jong, Jóhanna Sigurðardóttir við völd, en hún verður 69 ára í október. Þá má reikna með að flokksmenn hennar safnist fyrir utan hús hennar og fagni, rétt eins og hjá Kim Jong úti í Norður Kóreu. Síðan kemur einhver samflokkssystir Jóhönnu úr leiksklóastjórastétt með hóp barna sem veifar litlum fánum. Jóhanna hefur farið í hugmyndafræði Kim Jongs. Gætu verið tvíbuarar a.m.k. í hugmyndafræðinni.
Á afmælismyndunum er foringjunum fagnað. Ungir sem gamlir, mættir afskyldurækni eða tilneyddir. Í bakgrunni myndanna má sjá fólk, sem þarf að betla sér mat. Þetta eru löndin með skjaldborgina. Ísland og Norður Kórea.
Þau Kim Jong og Jóhanna hafa að sögn, tekið ákvörðun að halda sameiginlega afmælisveislu, enda eins og/eða sama fólkið sem mætir.
![]() |
Kim Jong-Il fagnar afmæli sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2011 | 19:51
Spilin á borðið!
![]() |
Kosið verði um ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10