Ósannindastyrkir teknir upp í Kópavogi?

Sumt fólk á afskaplega erfitt með að halda sér á línu sannleikans. Hitt er þeim miklu auðveldara að ljúga. Vankantarnir við að velja ósannindaleiðina, að hún getur stangast á við landslög. Nú hefur það gerst að þremur  bæjarfulltrúum í Kópavogi hefur verið stefnt fyrir Hæstarétt, þar sem ummæli þeirra eru talin ósönn og skaðandi.   Meintir lygalaupar eru þau Guðríður Arnardóttir  og Hafsteinn Karlsson frá Samfylkingu og Ólafur Gunnarsson frá VG. Þetta lið gerist nú svo óforskömmuð að  að bærinn borgi fyrir sig málskostnað í þessu einkamáli þeirra. Engin fordæmi er um slíka ósvífni í sögu íslenskra sveitarfélaga eftir þeim heimildum sem ég hef aflað mér. Þetta gæti leitt til þess að kostnaður vegna allra einkamála einstaklinga í Kópavogi verði greiddur úr bænum. Fólk taki sig að ljúga um allt og alla og bærinn borgar.

Ástæða þess að þau skötuhjúin er stefnt fyrir Hæstarétt, er að þau sögðu útgáfufyrirtæki í Kópavogi hafa ekki skilað verkum sem fyrirtækið fékk borgað fyrir og að verk hafi verið óeðlilega dýr. Hvort tveggja eru talin  ósannindi. Það verður að teljast  líklegt að bæjarfulltrúarnir verði dæmdir í Hæstarétti og ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. Reyndar hafa lögfræðingar þremenningana að öllum líkindum gert þeim grein fyrir að þau verði dæmd, því að nú kemur fram tillaga fyrir Bæjarstjórn Kópavogs sem gerir ráð fyrir því að þrátt fyrir að þau verði dæmd fyrir meinyrði, eigi Kópavogsbær samt að borga. Aðeins hegningarlagabrot fyrri bæinn ábyrgð. 

Framlag bæjarins nú  verða því ósannindastyrkir. Í komandi  fjárhagsáætlunum Kópavogs verður því að vera sér kostnaðarliður sem heitir ósannindastyrkur. 


mbl.is Bæjarsjóður greiði málskostað í meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auka þarf fjárfestingu .... en....

Nú hefur einhver sérfræðingurinn sagt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að til þess að koma okkur upp úr þessum öldudal þurfi að auka fjárfestingu. Það er bara ekki nóg að fá fjárfestingu, það þarf fjárfestingu sem skilar arði. Ríkisstjórnin er að átta sig á að til þess að reka þjóðfélag þarf samstarf við verkalýðinn, við stjórnkerfið og við atvinnurekendur og milli þessara aðila þarf að ríkja traust. Svo er ekki  í dag. Þau öfl  sem eru við völd hafa lifað í einhvers konar kommúnískri hugmyndafræði, þar sem atvinnurekendur eru óvinir þeirra. Jóhanna elst upp í verkalýðshreyfingunni, og hún er nú að upplifa að hennar viðhorf og vinnubrögð eru að setja stóran hluta fólks í fátæktargildru. Tíminn er kominn til þess að standa upp Jóhanna og þakka fyrir sig. Þetta er verkefni fyrir annað fólk.
mbl.is Fjárfesting fari í 18-20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan, Árni og efnahagstjórnin

Formaður Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir kyrrstöðu í atvinnulífi og kallar eftir bættum rekstrarskilyrðum fyrirtækja. Hún er ekki ein um það, efnahagsstefnan er eins og hryðjuverk.

Árni Páll Árnason sagði hins vegar."Við gleymum því stundum að það eru ekki laun þeirra sem hafa tvöfaldast heldur laun okkar hinna sem hafa lækkað um helming. Það er nú allur hinn margrómaði ávinningur íslensks samfélags af hinni íslensku krónu,“

 Það er rétt hjá Árna að þegar rætt er um laun þá hafa laun þeirra sem hafa hækkað um helming ekki hækkað, miðað við laun í nágrannalöndum okkar heldur hafa laun landsmanna lækkað um 50% undir stjórn Árna Páls Árnasonar. Hann kennir nú krónunni um, en allir aðrir kenna ríkisstjórninni um. Krónan hefur bara ekkert með þetta mál að gera. Það sem verra er að það eru engar líkur á að laun hækki á meðan þetta lið situr við völd. 


Finnast alvöru fjölmiðlamenn?

Það sem einkenndi útrásartímann var egóismi þeirra sem leiddu. Þeir settu sinn hag ofar hag þjóðfélagsins. Þeir voru ósvífnir, voru tilbúnir að stela öllu steini léttari,  inn úr fyrirtækjum, sjóðum, stofnunum, tilbúnir að taka sparnað eldra fólks, eigur millistéttarinnar og framtíð unga fólksins, bara fyrir smá fyllerí eða naserí. Þetta voru stórlygarar með athyglissýki og höfðu einstakan láhuga að búa til fléttur fyrir sig. Það var hægt að kaupa allt fyrir peninga. Svo var þetta lið yfirleitt með brókarsótt og sýniþörf á því sviði.  Öll einkenni siðblindu voru til staðar.

Hvað þá með fjölmiðlamennina. Jú, þessir útrásarvíkingar áttu meginþorra fjölmiðlanna.  Helstu einkenni margra sem þangað voru valdir, voru að fjölmiðlamennirnir höfðu einstakan áhuga á að þjóna eigendunum og hagsmunum þeirra eða þeir höfðu öll einkenni eigendanna þ.e. siðblinduna. Góður vinur minn í fjölmiðlastétt lýsti þessu ágætlega. ,,Þau óska sér að fá Heklugos, vegna þess að það fer svo vel í bakgrunni í mynd af þeim sjálfum.

Vel á minnst, þetta lið er í starfi enn í dag. Gjörsamlega ófært að greina aðstæður eða færa okkur hlutlausa umfjöllun um nokkurn skapaðan hlut. Það finnast alvöru fjölmiðlamenn, en til þess að finna þá þarf að leita vel. Það er líka til fjölmiðlamenn sem eru að byggjast upp, því að það þarf þroska til. Hins vegar eru útrásarfjölmiðlamennirnir, sem eiga eftir að biðja þjóðina afsökunar á þátttöku sinni í hruninu. Við getum verið viss um að þetta lið gerir það aldrei. Það sér ekki sök. Það gera siðblindir. ekki.  


Hérna rétt sunnan við hálsinn er ......

Rétt enn einu sinni boðar Jóhanna Sigurðardóttir mikil tíðindi. Nú 2000 störf, bara rétt sunnan við hálsinn. Þar sem frúin er ekki að koma í fyrsta skipti og segja að eitthvað mjög merkilegt sé alveg að fara að gerast. Þetta er kallað,,rétt eftir helgi" loforðin, þar sem efndirnar eru engar. Þjóðarvagninn er kominn á eitt hjól, og þjóðin þarf bráðlega að fara út  til þess að ýta druslunni uppúr ánni. Í framsætinu situr frúin með skeifuna, stjörf af hræðslu. Hún er í fínu kápunni sinni sem hún gat keypt sér fyrir peningana, sem hún fékk fyrir að leysa forsetann af. Réttara sagt þann hluta launanna sem hún vissi ekki að hún hefði átti að skila aftur. 

,,Ýtið" kallar hún út um gluggann, ,,eftir helgi kemur betri tíð".

,,Ýtið, því hérna rétt sunnan við hálsinn er sæluhús".

Hún virðir fyrir sér þetta  vesalings fólk sem ýtir vagninum. Það er klætt í tötra, fátækt fólk. Þetta er þjóðin hennar. Öreigarnir. 


Hvað finnst Jóni Ásgeiri, Björgólfi Thor og Sigurði Einarssyni um Icesave?

Það er alveg ljóst að Jóni Ásgeiri, Björgúlfi Thor og Sigurði Einarssyni ásamt mörgum öðrum hafa sínar skoðanir um Icesave. Hvort þær skoðanir eru með Icesave eða ekki, þá eru það skoðanir sem ættu að fara hægt og hljótt. Meginþorri landsmanna lítur þessa menn ásamt fleiri útrásarvíkinga sem þjóðníðinga og láir þeim hver sem vill. Flestar fjölskyldur í landinu búa við verri kjör, margir hafa tapað öllu sínu, lífeyrir skertur og spariféð uppurið. Allt vegna siðblindu nokkurra einstaklinga. Það er því með ólíkindum að einn þessara manna skuli voga sér að standa að útgáfu meginþorra fjölmiðla á Íslandi og komast upp með það. Þessum aðilum er mismunað. Björgúlfur Thor ætlaði að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Gott og vel, virðingarvert. Þingmenn Samfylkingar og VG komu í veg fyrir eignarhlut Björgúlfs,af siðferðisástæðum!!! Jón Ásgeir og fjölskylda reka Stöð 2, Fréttablaðið og fleiri snepla. Það er ekki tiltölumál fyrir VG og Samfylkinguna. Það eignarhald er þeim að skapi, af einhverjum ástæðum. Hvar er siðferðiskenndin nú?

Dekur við útrástarvíkingana er í boði Samfylkingarinnar og VG. 


Bjarni Ben og ESB.

Í febrúar 2008 skrifuðu Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson fræga grein í Fréttablaðið um stjórn efnahagsmála. Greinin hvar hörð ádeila á efnahagstjórn  þáverandi ríkisstjórnar Geirs Haarde. Síðar komu þeir með útspil, þar sem þeir sögðu það eðlilegt að farið væri í aðildarviðræður við ESB. Á þessum tíma fór ég á fund með Bjarna Benediktssyni, þar sem hann fór yfir þetta mál. Hann sagði þá að í ljósi þess að yfir 70% þjóðarinnar vildu viðræður við ESB, væri eðlilegt að verða við þeirri ósk. Hann sagði hins vegar að eðlilegt væri að samningsmarkmið væru alveg ljós frá upphafi, og hann væri sannfærður um að ásættanlegur árangur myndi ekki nást, miðað við núverandi stefnu ESB, og fyrri samninga.

Síðan er runnið mikið vatn til sjávar. Stuðningurinn við aðildarviðræður við ESB hefur hrunið. Baugsmiðlarnir undir stjórn Jóns Ásgeirs útrásarsérfræðings hefur hamrað á því að Bjarni hafi verið stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB. Bjarni hefur mótmælt þessu en þá hann sagður hafa skipt um skoðun. Ef Jón Ásgeir hefði verið andstæðingur ríkisstjórnarinnar og beitt sér gegn ríkisstjórninni þá hefði verið sett fjölmiðlalög á níðinginn umsvifalaust. Leppsnepilinn DV hefði fylgt með. Þar sem fjölmiðlablokkin hjálpar ríkistjórninni að lafa örlítið lengur, er engin ástæða til þess að setja fjölmiðlalög. 

Bjarni Benediktsson styður ekki aðild að ESB nú 2011 og það gerði hann heldur ekki 2008. Hann telur hins vegar að þar sem meirihluti þjóðarinnar styður ekki inngöngu í ESB nú, sé ástæðulaust að eyða tíma í aðildarviðærður. 


Vinkona til útláns!

Fyrir áratugum síðan stóð ég að því að skipuleggja böll og tónlistarviðburði. Á einni uppákomunni, sá hljómsveitin sjálf um rekstur á ballinu, en fékk okkur félaganna til þess að selja miða og sjá um dyravörslu. Ein ung stúlka sem við flokkuðum til ,,grúppís" vantaði miða og talaði við eitt goðið sitt. Hann gerði það skilyrði að stúlkan útvegaði honum vinkonu sína. Sú virtist ekki vita hvað stóð til, en var ,,étinn" á staðnum. Síðar grétu þær vinkonurnar saman, önnur þó sennilega af gleði því hún fékk miða á ballið. Hún fagnaði í lokin með því að lyfta báðum höndum, eins og sigurvegari. 

Þetta rifjast upp vegna uppákomu á dansleik fyrir ekki alls lögnu. Ein kona tók að sér að útvega átrúnaðragoði sínu vinkonu sína, til framhjáhalds á ballinu sjálfu. Þessu fylgdi eins og forðum, mikill grátur og gnístan tanna. Einhver handalögmál, því nú voru makar og vinir komnir í spilið. Allt var þetta þó hluti af spili, og eins og forðum fékk miðlarinn sitt. Hún gat ekki leynt gleði sinni. Hún sko, massaði þetta. 

Sigrarnir geta þó orðið misbeiskir. 

 


Verður Jón Ásgeir næsti forseti?

Þrátt fyrir að rannsóknarskýrsla Alþingis hafi sagt að útrásarvíkingarnir beri höfuðáherslu á hruninu, hafa þeir að hluta verið varðir af íslenskum stjórnvöldum. Baugsfeðgarnir áttu áfram að halda Bónus og Högum,  þrátt fyrir óhugnanlegar skuldir og hafa valdið samfélaginu óheyranlegu tjóni. Enn þann dag í dag, eru stærstu fjölmiðlar landsins í eigu þessarar fjölskyldu. Hvar í veröldinni skyldi slíkt viðgangast. Hefur Jón Ásgeir tök á einhverjum stjórnálamönnum? Vitað var að Samfylkingin var skuldum vafin, en skyndilega hreinsuðust skuldir hennar upp. Kostaði það eitthvað? Jóhanna ræðst ekki gegn Jóni Ásgeiri, hún ræðst að forsetanum. Henni finnst sennilega allt í lagi að Jón Ásgeir hljóti vernd. Kannski tekur Jón Ásgeir við af Ólafi Ragnari. Fréttablaðinu og Stöð 2 þættu það ekki ósanngjörn krafa hjá Jóni. Þessir fjölmiðlar beina kastljosinu að vondu mönnunum í Kaupþingi. 
                                             
mbl.is Jóhanna biður um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing bankanna.

Það var full ástæða til þess að gagnrýna fyrstu einkavæðingu bankanna. Sá eini sem þá stóð í lappirnar var Steingrímur Ari Arason núverandi framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga Íslands. Steingrímur Sigfússon gagnrýndi þessa einkavæðingu harðlega, og það gerði hann einnig m.a. í viðtalsþætti hjá INNTV. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, fyrr en hann tilkynnti einkavæðingu bankanna að nýju. Þá ráðstöfun gagnrýndi ég harðlega hér á blogginu, enda fáránleg ráðstöfun út frá hagsmunum heimilanna. Þá hagsmuni óttast Steingrímur mest. Ballið er byrjað aftur. Ofurlaun og hagsmunir bankanna settir ofar hagsmunum almennings. Í stað þess að afskrifa hja almenningi, er sýndur ofurhagnaður og greidd ofurlaun. Þetta ástand er í boði Steinms Sigfússonar og VG.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband