Var hann ekki útbrunninn?

Þær sögur fóru af Guðjóni á síðasta ári að hann væri útbrunninn. Það efast enginn um hæfileika Guðjóns, en rétt eins og leikmennirnir þá verður hann að vera í formi. Sé ekki betur en sá ,,gamli" sé í fantaformi núna, og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Rétt eins og pólitíkusarnir þá verður að fara saman sjálfstraust, vinna og auðmýkt. Með þetta í fartaskinu er fátt sem stöðvar Guðjón Þórðarson.
mbl.is Góður sigur hjá Guðjóni og lærisveinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkukona

Hræddur er ég um að róðurinn verði Frjálslyndaflokknum erfiður í þessum kosningum. Kolbrún var nærri komin á þing í síðustu kosningum sem uppbótarþingmaður. Að mínu mati yfirburðarframbjóðandi flokksins. Hvort það dugar henni nú, verður að koma í ljós.

 


mbl.is Kolbrún leiðir Frjálslynda í kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi skoðanakönnun

Það er algjörlega óviðeigandi að spyrja Sjálfstæðismenn, Vinstri Græna, Framsóknarmenn og þá sem eftir eru í Frjálslyndaflokknum um hvort þeirra Ingibjörgu eða Jón Baldvin fólk vildi sem formann Samfylkingarinnar. Margir þeirra hafa ekki mikið álit á þessum stjórnmálaleiðtogum. Það kemur nú ekki á óvart að ef spurt er milli þeirra meðal Samfylkingarmanna að Ingibjörg fengi yfirburðarstuðning. Hins vegar hefði líka verið áhugavert ef spurt hefði verið um stuðning við Jóhönnu, Dag eða Össur.
mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrðina

Hér á Íslandi erum við enn að greina ástæður fyrir efnahagshruninu. Sumir segja að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgðina, aðrir að Framsóknarflokkurinn geri það og Jón Baldvin telur að Ingibjörg Sólrún sé aðalsökudólgurinn. Gordon Brown virðist ekki hafa áttað sig á þessum söguskýringum okkar hér á Íslandi og sakar bankakerfið að hafa farið offari.  Það skyldi þó aldrei vera að ástæðurnar séu sambland af mörgum þáttum, innanlands og utan. Sá hópur sem mér finnst hvað hróðugastur þessa daganna er þeir sem eru lengst til vinstri. Þeir kenna markaðskerfinu um hrunið. Þeir koma að vísu ekki fram og segjast vilja gamla kerfið úr Austurblokkinni, ekki enn.
mbl.is Brown neitar að hann beri ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband