Tvíbjörn bendir á þríbjörn

Skrítnir þessir jafnaðarmenn í Bretlandi. Alltaf þegar þarf að bera ábyrgð þá hlaupast þeir á brott og benda á aðra. Þetta er rétt eins og að sitja í ríkisstjórn þegar illa fer og þykjast síðan ekki borðið ábyrgð á neinu, eða ekki hafa skilið nokkurn skapaðan hlut. Svona mundu jafnaðarmenn aldrei gera á Íslandi, eða .......
mbl.is Brown vísar á Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúnaðarbrot?

Var ekki talað um að hafa allt upp á borðum. Mér skildist að aðeins þreifingar hafi átt sér stað síðustu vikuna. Nú segir Alester Darling:

 ,,Við lögðum fram nýtt tilboð í síðustu viku. Þeir sögðu að þeir yrðu að bíða þar til eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna,"  síðan hvenær kom þetta tilboð, og hver vissi af því?

Ríkisstjórnin? Stjórnarandstaðan? Almenningur? Var svo ekki verið að tala um heilindi í samstarfi?


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt aðrar aðstæður nú!

Stuttu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði synjað að staðfesta lög um ríkisábyrgð á Icesavesamningunum, hófst mikill áróður í Baugsmiðlunum. Við fengjum hvergi lán. Lánshæfismat myndi hrynja. Kostaður við það að semja ekki yrði þjóðinni ofviða. Allar þjóðir áttu að snúast gegn okkur. Sjónvarpið hafði samband við ,,sérfræðinga" sína sem sögðu okkur að lang mestar líkur væri  að þjóðin myndi samþykkja þessi lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrsta skoðanakönnun benti til þess að áróður spunameistarana skilaði árangri. Til þess að ljá þessum áróðri virkt var lagt fyrir þjóðina að þetta yrði ekki spurning um Icesave heldur um líf ríkisstjórnarinnar. Þórunn var aðeins ein af þeim sem var með þennan málflutning.

Þegar líða tók að kosningum var öllum ljóst að þjóðin myndi kolfella þennan samning. Þá voru þau Jóhanna og Steingrímur kölluð á fund spunameistarana. Þau fóru í brosæfingar eins og Halldór Ásgrímsson var settur í fyrir löngu síðan. Útspilið var Jóhanna og Steingrímur áttu ekki að mæta til þess að kjósa. Einhverjir úr innsta kjarna vöruðu við þessu og sögðu að þetta virkaði nú ekki vel upp á verðandi lýðræðisumræðu. Spunaneistarnir tóku völdin. Þórunn hefur skoðanir á grundvallarmálum í janúar í mars gildir allt annað. Hún er umhverfissinni í janúar, en í mars er hún harðasti álverssinni á Íslandi.


mbl.is Staðan breytt frá því í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun til skemmdarverka bar ekki árangur

Það athæfi að sitjandi forsætisráðherra í lýðræðisríki, vogi sér að segja þjóðinni að hún ætli ekki að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni er tilraun til skemmdarverks. Öll þjóðin veit að tími Jóhönnu er liðinn. Hún skaðar sig, þjóðina, alþingi og sinn eigin flokk með því að segja ekki strax af sér. Framganga Jóhönnu varðandi þessa þjóðaratkvæðagreiðslu er aumkunarverð.
mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimasetuliðið

Kjósendur hafa tvo valkosti.

 1. Nú þegar hefur náðst ásættanlegur samningur í Icesavedeilunni með samningum, Alþingi hefur þegar samþykkt þennan samning, en Forseti Íslands taldi að ekki færi saman þjóðarvilji og vilji meirialhluta Alþingis. Þeir sem vilja staðfesta þennan samning segja

2. Þeir samningar sem  ekki telja að samningar séu ásættanlegir, að hægt sé að ná umtalsvert betri árangir, eins og neindar hefur þegar Bretar og Hollendingar hafa boðið segja NEI

3. Þeir sem finnst þetta mál orðið mjög vandræðalegt, skammast sín fyrir ríkisstjórnina eða sjálfa sig. Vilja helst ganga með hauspoka. Þeir ganga í Heimavarnarliðið, kjósa  ekki og láta sem minnst fyrir sér fara.


Er þjóðaratkvæðagreiðslan markleysa?

Jóhanna Sigurðardóttir segir að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa. Við skulum skoða það aðeins nánar. Ef þjóðin segir já í þessari atkvæðagreiðslu þá tekur í gildi ábyrgð á Icesave sem samþykkt voru á Alþingi. Samning sem Samfylkingin stóð einhuga um að samþykkja, með stuðningi með harðlínuliðinu úr VG. Nú þegar hefur verið sýnt fram á að hægt er að gera miklu betur. 

Ef þjóðin fellir samninginn er það mjög skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins, um að íslenska þjóðin lætur ekki troða á sér. Á þau skilaboð verður hlustað og að mun styrkja málstað okkar. 

jóhanna sig

 Af hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir þá að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa. Af því að vanhæfur forsætisráðherra er í engum tengslum við þjóð sína.  Hún skaðar málstað okkar.


Þið eruð ekki þjóðin!

Svarið hennar Ingibjargar í Háskólabíói eru fleyg. Seinna sagði hún að þau hafi verið sögð í miklu ójafnvægi og hún hafi séð eftir að hafa látið þau falla. Að hluta til voru þau hins vegar alveg hárrétt. Mótmælendur halda oft að þeir hafi einir sannleikann, en svo einfalt er dæmið ekki.

Í þættinum í bítið í morgun reyndi Þráinn Bertelsson að rökstyðja listamannalaun. Þegar kom að því að lýsa mikilvægi lista fyrir gott þjóðlíf og fjölbreytt atvinnulíf kom Þráinn með mjög áhugaverð rök, en þegar hann fór að útskýra að peningarnir sem veittir væru til listamannanna hefðu svo jákvæð áhrif á efnahagskerfið því að þeir færu aftur í umferð, kom hann þeim skilaboðum vel á framfærði að efnahagsmál eru ekki hans sterka hlið.  Svo sló hann fram að þeir sem ekki styddu listamannalaun væru fábjánar. Þetta var auðvitað afar ósmekklegt af þingmanninum. Þeir sem ekki hafa sömu þekkingu og hann eru fábjánar. Er Þráinn þá fábjáni þegar hann kemur upp um sig að hafa afar litla þekkingu á efnahagsmálum? Hvað þá með smíðar, eða bifvélavirkjun? Það hefði verið hugsanlegt hjá Þráni að kalla þetta heimsku, sem hefði einnig verið gróft, eða að hluta þekkingarleysi sem hefði verið meira við hæfi. 

Afglöp Þráins í þessum morgunþætti eiga sjálfsagt eftir að vera honum dýrkeyptari en mistök Ingibjargar. Það er miður því Þráinn getur verið afskaplega skemmtilegur maður. Sjálfsagt eigum við ekki að kjósa þá félaga úr Spaugstofunni á þing. Þráinn gerði alvarleg mistök,  tími er að öllum líkindum  liðinn. 


Eitrað peð

Bæði Samfylkingin og VG hafa gefið út að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuð andstæðingur í pólitíkinni. Þetta er fjarri sanni. Ingibjörg Sólrún átti sína erfiðustu stundir í pólitíkinni þegar VG mældist með meira fylgi en Samfylkingin í skoðanakönnunum. Þess vegna var það henni létt verk að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Það var líka Ingibjörg Sólrún sem hafnaði því alfarið að taka VG inn í ríkisstjórnina eftir hrun, þrátt fyrir sterkan vilja innan Sjálfstæðisflokksins. Það var ekki fyrr en vinstri öflin tóku yfir í Samfylkingunni að möguleiki skapaðist að mynda vinstri stjórn Samfylkingar og VG.

Eftir kosningar var eins og Samfylkingin hafi náð öllu sínu fram í stjórnarmyndunarviðræðunum. Samfylkingin fékk forsætisráðuneytið, og utanríkisráðuneytið og höfuðmálið aðildarumsókn að ESB. Þetta var flokksforystu VG mjög erfitt, sem fengu fjármálaráðuneytið auk ábyrgðarinnar að semja um Icesave. Jóhanna var vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, naut traust og virðingar. Fyrsti kvenmaður í stóli forsætisráðherra. Var öld Samfylkingarinnar runnin upp. Með inngöngu í ESB hafði Samfylkingin náð endanlegum sigri á VG sem forystuafl á vinstri og miðju íslenskra stjórnmála. 

Á sama tíma og Jóhanna stjórnaði sínu liði með harðri hendi hóf hluti þingmanna VG sjálfstæða baráttu. Vinsældir Jóhönnu dvínuðu á sama tíma og Steingrímur stóð í ístöðin og virtist á tíma vera eini flokksformaðurinn sem hafði þroska til þess að vera í forystu. Enginn man lengur hverjir eru í þingliði Samfylkingarinnar, einungis dúkkur sem greiða atkvæði af hlýðni. Engin sjálfstæð skoðun. Vinsældir Jóhönnu eiga bara eftir að dvína og ekkert tekur við. Þingmenn Samfylkingarinnar eru eins og flugur fastar í kóngulóavef. Áður en ríkisstjórnin leggur upp laupana munu einhverjir þingmenn VG leggja fram þingsályktun þar sem fram kemur að aðildarumsókn að ESB verði dregin til baka. Það verður samþykkt. Þá verður niðurlæging Samfylkingarinnar algjör.  Á þeim tímapunkti hefur VG tryggt sér varanlega forystu á vinstri væng íslenskra stjórnmála. 


mbl.is VG stærra en Samfylkingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagurinn

Formaður VG var sigri hrósandi eftir síðustu kosningar. Kosningabaráttan hafði ekki snúist um endurreisn Íslands eftir hrun, heldur um greiðslur í kosningasjóði. Hver fréttatíminn fjallaði um framlag fyrirtækja í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins. Þessar greiðslur voru ekki ólöglegar en þjóðin var viðkvæm fyrir siðferði. Þegar í lok kosningabaráttunnar í ljós kom að einstaklingar höfðu einnig fengið rausnarlegar greiðslur, þá komust þeir upp með að segja að þeir vildu ekki ræða þær greiðslur fyrr en eftir kosningar. Auðvitað var málið ekki tekið upp í fjölmiðlum eftir kosningar, því að þetta skipti ekki svo miklu máli, þegar upp var staðið. Bara pólitískur leðjuslagur.

Eftir kosningar er síðan mynduð fyrsta vinstri stjórn á Íslandi. Já alvöru vinstri stjórn, því að í henni sameinuðust til valda þeir sem ekki vildu sameiningu á vinstri vægnum í Samfylkingu úr Alþýðubandalaginu, og þeir úr Alþýðubandalaginu sem fóru í Samfylkinguna. Svona stjórn mun aldrei aftur verða mynduð á þessari öld, eða þeim næstu. Steingrímur hélt slagnum áfram með því að segja að hann tæki það verkefni að sér að semja um Icesave í boði Sjálfstæðisflokksins. Mörgum kom þessi slagsmálafræði á óvart, en þeir sem vissu um skoðanakönnun sem sýndi að margir töldu Sjálfstæðisflokknum bera mestu ábyrgðina. Slagurinn snérist því um að hitta veiku blettina.

Nú mörgum mánuðum síðar nefnir Steingrímur ekki meir að honum hafi verið falið það erfiða hlutverk að sendinefnd til að semja um Icesave, og það er ekki í boði eins eða neins. Hann nefnir ekki lengur að það sé von á glæsilegri niðurstöðu. Í byrjun slagsins var VG eini flokkurinn sem ekki var tættur. Í raun hefði það verið eðlilegast að Steingrímur hefði orðið forsætisráðherra, en á það gat Samfylkingin ekki fallist, því þeir voru stærstir. Samfylkingin hafði bara engan leiðtoga á lausu.

Bjarni Benediktsson var gagnrýndur fyrir að sýna linkind í slagsmálunum. Hluti VG ákvað að berjast á annan hátt en hefðbundinn stjórnmálaslagsmál gerðu. Það gerði Borgarahreyfingin líka, en innbyrðis átök í baklandinu tók slagkraftinn úr þeim. Framsókn hélt áfram að spila út óvenjulegum spilum, mörgum áhugaverðum en  Sigmundur Davíð átti til að beyta gömlu fangbrögðunum.

Nú er slagurinn á enda kominn. Úrslitin eru ljós. Það er sennilega kominn tími fyrir aðra íþróttagrein. Fréttablaðið búið að skipta um fréttaritara.  Það gætu verið að renna upp nýir tímar í íslenskri pólitík.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband