8.3.2011 | 07:12
Hlunnindi stjórnmálamannanna og vina þeirra!
Unga fólkið fær okkur með spurningum sínum, til þess að ,,taka upp" mál sem við löngu erum búin að sætta okkur við í rekstri sveitarfélaganna.
Er leitast við að velja ,,besta" fólkið í sveitarstjórn?
Víða í minni sveitarfélögum er verið að leita að öflugu fólki, og þá gefur gott fólk oft kost á sér af samfélagslegri skyldurækni. Þannig hef ég kynnst afburða fólki, sem síðan hefur áhrif á aðra í sveitarstjórn. Þegar þessir aðilar hætta, gefa þeir stundum kost á sér í ráðgjafastörf eða í nefndir til þess að magna þekkingu innan sveitarstjórnanna.
Dæmi um hið gagnstæða er líka algengt. Fólk gefur kost á sér af metnaðinum einum saman, eða það lítur á sveitarstjórnarstörf sem leið til þess að komast í launað starf.
Víða líta stjórnmálamenn á nefndarsetu sem hlunnindamál. Vinir og vandamenn eru settir í nefndir án allar þekkingar á því málefni sem nefndirnar snúast um. Oftast eru einhver þóknun fyrir nefndarstörf, og þó litlar séu er þetta eini möguleikinn til þess að ná sér í viðbótar tekjur. Fyrir þessa hæfileika eru þessir smáaurar, auðæfi.
þegar svara þarf fyrir nefndarsetu hvers og eins, verða svörin oft mjög slæm fyrir stjórnmálin. Þessi var nú alltaf svo duglegur í prófkjörunum. Annar hefur alltaf verið í þessari nefnd og sá þriðji er ,,mín hægri hönd". Oft á tíðum með enga þekkingu á viðkomandi málefni. Þetta eru hlunnindamolar stjórnmálamannanna.
Í mínu sveitarfélagi ræddi ég við nefndarmann í íþrótta og tómstundanefnd, sem ég taldi vera að gera góða hluti. Viðkomandi tengdist íþróttum af því að nefndarmaðurinn átti son í íþróttum, 11 ára, sem að vísu var ,,ekkert góður". Ég spurði um stefnumótun, sem að sjálfsögðu var til að sögn nefndarmannsins, sem síðar kom í ljós að hafði ekki grænan grun um hvað stefnumótun var. Annar í sömu nefnd hafði verið þar lengi. Sá hefði mikla reynslu að sjá um búninga meistaraflokks í einni íþróttagrein, jú og rista brauð fyrir leiki. Þar með var það upptalið.
Ein nefndin er þó í sérfokki. Hún er kölluð ráð. Þá er sennilega hægt að borga meira fyrir hana. Framkvæmdaráð. Um þetta fyrirbrigði hef ég áður bloggað. Ráðið er verkefnalaust, og virðist hafa þann eina tilgang að auka tekjur ráðsmanna. Í ráðinu eru bæjarstjórnarmennirnir Guðríður Arnardóttir, Ármann Ólafsson og Guðný Dóra Gestdóttir. Skattastefna ríkistjórnarinnar hefur leikið þetta fólk grátt og því verða þau að koma sér upp bitlingum. Þeir sem eru aflögu færir, ættu að taka sig til og færa þessu fólki mat. Ekki geta þau farið í röðina hjá Fjölskylduhjálpinni. Sjómenn gætu komið með fisk. Þeir sem tengjast landbúnaðinum kjöt, egg og mjólk. Allt telur. Meira að segja restin af hafragrautnum á morgnana, gæti verið efni í velling fyrir ráðsmennina okkar, ef einhver kemur með skyr.
Það er full ástæða til þess að láta taka þetta fyrirkomulag út hjá mörgum sveitarfélaganna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2011 | 22:53
Hlustað á reynsluna
Fyrir hrun voru um 70% Íslendinga því meðfylgjandi að fara í aðildarviðræður við ESB. Ef spurt hefði verið að sækja formlega um aðild þá hefði niðurstaðan eflaust orðið nokkuð önnur, og ef þjóðin hefði verið spurð hvort við vildum fara í aðlögunarferli vegna ESB er ég nokkuð sannfærður um að fyrir slíku var ekki meirihluti.
Eftir hrun er afstaða landsmanna allt önnur, nú er um 70% á móti aðild að ESB. Egill Helgason ræddi við Uffe Elleman Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmörku. Hann ítrekar það sem hann áður hefur sagt, við förum ekki inn í ESB, vegna efnahagslegs ávinnings. Heldur af pólitískum ástæðum.
Hann telur að það sé betra að bíða með inngöngu ef Íslendingar en að við förum inn á röngum forsendum. Við eigum að hlusta á þennan reynslubolta. Fyrir okkur skiptir sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn miklu máli. Við núverandi stöðu í ESB ætti mönnum að vera ljóst að ásættanleg niðurstaða mun ekki nást. Þess vegna er umsóknin nú tímaskekkja og flótti frá þeim verkefnum sem leysa þarf.
Uffe Elleman Jensen er jafnaðarmaður, og skilgreinir sig sem frjálslyndan. Egill þekkti ekki slíka á Íslandi. Það stafar af því að hann hefur hann tekur nánast eingöngu þá í viðtal við sig sem flokkuðust undir harða vinstri sinna. Egill hefur eflaust heyrt vel að Uffe Elleman Jensen látið, en hann skilur hvorki fyrir eða eftir viðtalið hvers vegna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2011 | 15:18
Hvað telst framhjáhald og hefur staðsetningin áhrif á alvarleikann?
Fór í ræktina í fyrir nokkru, sem ekki er í frásögur færandi. Í upphitunni hlustaði ég á Dr. Phil, ræða við hjón um samskipti, m.a. framhjáhald. Eiginmaðurinn hafði verið staðinn að því vera hálfliggjandi i faðmlögum með kvenmanni í sófa á skemmtistað, í sjóðheitum kossaleik. Eiginmaðurinn taldi þetta ekki hafa verið framhjáhald, því þau hefðu ekki haft samfarir, að þessu sinni. Ég viðurkenni að ég hafði ekki velt því fyrir mér áður hvað nákvæmlega telst til framhjáhals, hvar mörkin eru. Er ,,saklaust" daður t.d. framhjáhald? Eru þessi mörk mismunandi milli landa?
Var eitt sinn á framhaldsfundi um mál. Ungur maður, sem hafði verið á fundum deginum áður var nú ekki mættur. Fundarstjórinn sagði okkur að ungi maðurinn, sem var giftur, hefði verið rekinn fyrir að vera með kynferðislega áreitni á skemmtistað kvöldið áður. Það skipti engu máli, þó að áreitnin væri með samþykki konunnar, og að atvikið átti sér stað utan vinnutíma. Slík framkoma stangaðist á við stefnumótun fyrirtækisins. Þar var einnig sagt t.d. að kaup á vændi væri brottrekstarsök.
Eru slíkar reglur æskilegar í fyrirtækjum hérlendis, eins og t.d. fyrir starfsmenn fjölmiðla og hvað með fólk í ábyrgðarstöðum stjórnmálaflokkanna?
Bloggar | Breytt 6.3.2011 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.3.2011 | 11:13
Þöggunin!
Þöggunin var eitt af einkennum 2007 ástandsins. Ástæðan var sú að siðleysi einkenndi forsprakkana og aðgerðir þoldu ekki lýðræðislega umræðu eða dagsljósið. Fjölmiðlarnir voru ósparn notaðir, enda í eigu þessa liðs, til þess að dásama sukkið. Lýðræðislegar venjur og hefðir t.d. varðandi stjórnarstörf eða fundarsköp voru þverbrotnar eftir hentugleikum. Þeir sem halda að slík siðblinda eins og var 2007 sé liðin tíð, eru á villigötum.
Í bönkunum, í stjórnkerfinu, í fjölmiðlum í mörgum félögum, er sama siðblindan ráðandi rétt eins og á árunum fyrir hrun. Við virðumst ekkert hafa lært. Sömu sýktu einstaklingarnir við völd.
Við í Kópavoginum áttum mann á lista yfir þá stjórnmálamenn sem höfðu fengið hvað mest lánað frá bankakerfinu, Ármann Ólafsson. Allri gagnrýni tók Ármann afar illa upp og skýringar hans á þessari fyrirgreiðslu þóttu mörgum mjög léttar undir tönn, en þungmeltar. Dæmi er um að Ármann hafi tekið gagnrýni með hrottafengnum níðingskap. Ármann komst í forystusætið í Kópavogi, með umdeildum aðferðum, sem þó þekkjast í pólitík. Eftir döpur kosningaúrslit hefði það átt að vera hlutverk forystumannsins að leiða teymið saman og sætta fylkingar, en til þess hefur Ármann enga kunnáttu eða getu. Þöggunin er eina þekkta leið hans. Uppgjörið er eftir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.3.2011 | 07:20
Uppgjör þjóðarinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2011 | 17:16
Þau bíða með hjartað í buxunum!
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon bíða sjálfandi á beinunum eftir niðurstöðu Landsdóms. Verði Geir dæmdur verða þau örugglega dæmd. Verði mál Geirs látið niður falla, eru einhverjar líkur til þess að mál gegn þeim hjúum verði fellt niður. Þó alls ekki öruggt.
Svavar Gestsson kúrir nú undir rúmi í Dalabyggð. Í margra augum er hann landráðamaður. Svavarssamningurinn mun hanga um háls hans um ókomna tíð. Annar sem hefur alla virðingu misst er Þórólfur Matthíasson.
Verði Geir dæmdur, er ekki ólíklegt að þau hjúin verði sótt inn á Alþingi og rassskellt opinberlega.
![]() |
Tekur afstöðu til málsaðildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10