Samfylkingin fyrirleit og hafnaði Steingrími og gerir enn!

Við hrunið taldi Geir Haarde að réttast væri að mynda þjóðstjórn og fá inn í hana VG og Steingrím og Framsóknarflokkinn. Nú skyldu hagsmunir þjóðarinnar vega þygra en hagsmunir flokkana. Ef nokkru sinni væri tími til samstöðu væri það nú.

Nei sagði Ingibjörg Sórún, nei sagði Jóhanna, nei sagði Össur og nei sagði Björgvin Sigurðsson, frekar fer íslenska þjóðin endanlega á hausinn, en að taka ófétið hann Steingrím Sigfússon í ríkissjórn. 

Síðar skipulagði VG uppreisn, og þá sá Jóhanna sér leik á borði, ef Steingrímur gerði allt sem henni þóknaðis fengi hann að sofa hjá Jóhönnu...... til fóta.

Steingrímur var fjótur til svars:  ,, Ef við fáum að koma uppí, gerum við allt. Sækjum um aðild að ESB og hvað sem þú óskar þér"

,,Gott", svaraði Jóhanna

,, og enga ketti" 

,, Kettir verða gerðir útlægir" svaraði Steingrímur. 

,, Þú hefur örugglega engin lík í lestinni Jóhanna" spurði Steingrímur

 ,, Alls engin, ég sá ekkert, heyrði ekkert og skildi ekkert" svaraði Jóhanna

,, Gott" svaraði Steingrímur 

,, Þá erum við eins hvað þetta varðar , og verðum það"


mbl.is Davíð átti að vara okkur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi minn, gleymdir þú ekki einhverju?

Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptadeild HÍ fer mikinn þegar hann kemur fram í fjölmiðla í dag. Hann segir Seðlabankann hafa ákveðið að lána Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisforða þjóðarinnar.  Gylfi segir það eðlilegt sé að draga einhvern til ábyrgðar, ábyrgðin liggi hjá Seðlabanka og þáverandi ríkisstjórn. Nú er bara eðlilegt að skoða þennan þátt. Eflaust hafa verið teknar einhverjar rangar ákvarðanir á hrundögunm sjálfum.

Gylfi geymir hins vegar alveg öðrum gjörningi. Samningunum um Icesave. Þá var Gylfi Magnússon efnahags og viðskiptaráðherra. Þá sagði Gylfi að þjóðin réði vel við þann suldabagga sem hann og ríkisstjórnin ætluðu af ástæðulausu að setja á þjóðina. Byrði sem hefur verið reiknuð á yfir 500 milljarða. Mér dettur ekki í hug að Gylfi Magnússon sé pólitískur loddari. Hann mun alveg örugglega á allra næstu dögum leggja til formega kröfu um réttmæta  rannsókn á Icesavemálinu. Ef niðurstaðan er jafn slæm og margir ætla, að leggja til að hann sjálfur fái refsingu, og þeir ráðherrar sem að málinu komu fari fyrir  Landsdóm. 


Helsta vandamál nýrra flokka.

Reynsla af nýjum flokkum er ekki sérlega góð á Íslandi. Þeir sem sem hafa staðið af sér nýabrumið hafa flokkast undir fjórflokkinn. Vandamálið hefur ekki verið snilli þeirra gömlu, heldur þekkingarskortur, agaleysi  og reynsluleysi í félagsmálum, þeira sem standa að nýju flokkunum. 

Frjálslyndi flokkurinn er gott dæmi. Byggður um óánægju með að Sverrir Hermannsson var settur á kaldan klaka. Átti sér fylgi meðal annars meðal þeirra sem óánægðir voru með kvótakerfið. Hefðu getað þróað sig  en sitjandi formaður þekkti ekki sinn vitjunartíma, á viðkæmum tíma í sögu flokksins. 

Borgarahreyfingin er annað afl, sem náði 4 þingmönnum á þing í síðustu kosningum. Þessir fjórir vöktu athygli hér innanlands þegar þeir  héldu því fram að þeir einir væru fulltrúar þjóðarinnar á  þingi, hinir 59 þingmennirnir væru fullrúar hagsmunaafla. Þó þetta viðhorf væri nýtt hérlendis, er þetta þekkt í stjórnmálasögu annarra ríkja. Um miðjan fjórðaáratug tuttugustu aldar, kom fram flokkur í Þýskalandi sem hélt þessu fram, og reyndar samskonar flokkar  hjá  öðrum þjóðum. Það hefur e.t.v. ekki þótt tilhlýðilegt að upplýsa íslensku þjóðina um fyrirmyndina. Þessir fjórir gátu aðsjálfsögðu ekki starfað innan Borgarahreyfingarinnar, enda þar ekki næg félagsmálaþekking til staðar og Hreyfingin stofnuð. Sennilega er þetta nafn fundið, vegna þess að þessir þingmenn hafa verið á allmikilli ,,hreyfingu" á kjörtímabilinu. Einn þingmannana sendi tölfupóst þar sem efast er  um geðheilsu eins  úr hópnum, sem fyrir vikið yfirgaf samkomuna og fór í VG. Þegar skoðanakannanir eru nú gerðar, er rétt eins og ekki sé spurt um Hreyfinguna, því hún mælist ekki. 

Nú kemur Samstaða fram og mælist með yfir 20% fylgi. Þá kemur enn einn tölvupósturinn, nú frá  Lilju Mósesdóttur. Það kæmi mér ekki á óvart að Samstaða mældist með um 5% fylgi í næstu skoðanakönnun.

Auk flokksfélaga með litla félagsmálaþekkingu og reynslu, verða þessir flokkar oft fyrir því að á flokkana sækja hverúlantar og siðblindir einstaklingar, sem hvergi annars staðar þrífast. Þegar þessir aðilar fá ekki öllum óskum sínum uppfyllt, eru þeir komnir í fjölmiðla og hafa lljótar sögur að segja. 

Ég sé ekki miklar líkur á að nýjir flokkar nái miklu fylgi í næstu kosningum, sem er slæmt því að það verða allmargir þingmenn sem fá að taka pokann sinn eftir næstu kosningar. 


mbl.is Hún á að pakka saman og hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin slær skjaldborg um útrásarvíkingana.

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallað um ástandið i FME á afar áhugaverðan og skýran hátt í þættinum Í bítið í morgun. Á uppgangs og þennslutímum er mikilvægum eftirlitsstofnunum eins og Fjármálaeftirlitinu hættulegast að boðið er í ákveðna starfsmenn, og þá geta aðrir starfsmenn fengið tilboð ef þeir ,,standa sig". 

Í samdráttar og uppgjörstímunum er hættan hvað mest að ráðist sé á yfirmanninn, og hann laskaður til þess að stofnunin verði veikari til þess að taka á þeim málum sem taka þarf á. Þessu ferli hefur Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir áður líst á afar skilmerkilegan hátt.  

Það sem þjóðin bíður eftir er uppgjörið við útrásarvíkinganna.  Þá er virðist skipulaga vegið að forstjóra FME. Af einhverjum ástæðum beinist grunurinn strax að Steingrími Sigfússyni. Sá gaur þóttist ekkert við dæmið kannast og nefndi hvenær hann fyrst kom að dæminu, sem síðar reyndist auðvelt að sína fram á að voru ósannindi. 

Þessi sami Steingrímur var fjármálaráðherra, þegar ríkisbankinn Landsbankinn ákvað að selja Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða konu hans, 365 miðla. Þannig gæti Jón Ásgeir notað miðlana til þess að verja sig í fallinu. 

Aftur og aftur, kemur Steingrímur og ríkisstjórnin að borðnu. Sett eru lög í kjölfar dóms um gengislánin. Þá kemur ríkisstjórnin með bráðabirgðalög sem gera neytendum á Íslandi gert að greiða vexti sem stangast á við stjórnarskrá.  Almenningur skaðast, erlendir útrásarvíkingar, vogunarsjóðir hagnast. 

Allt sem ríkisstjórnin tekur sér fyrir hendur virðist stefna í eina átt. Slá skjaldborg um útrásarvíkingana og  níðast á almenningi. 


mbl.is Hefur aldrei séð gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2012
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband