16.4.2011 | 23:29
Óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum.
Óvinveitt yfirtaka er þekkt í viðskiptaheiminum og þykir fremur ósmekklegt fyrirbrigði en óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum er heimskuleg. Virkni í frjálsum félögum er mismikil og yfirleitt eru tiltölulega litill hópur sem mætir á aðalfundi. Mikilvægt er að stjórn félags endurspegli vilja félaganna og samanstandi eða virði þau sjónarmið sem í félögunum eru. Ef félög hafa nefndir og ráð, er leitast við að virkja einstaklinga sem eru öflugir og eins túlki mismunandi sjónarmið. Óvinveitt yfirtaka á yfirleitt sér stað á þann hátt að á aðalfund sem tiltölulega lítill hluti félaganna mætir, smalar hópur saman félögum oft sem að öllu jöfnu eru lítið virkir og fella ríkjandi stjórn. Þetta er yfirleitt gert þannig að aðeins yfirtökuliðið veit af aðförinni. Vandamálið við slíka yfirtöku í frjálsum félögum að eftir yfirtökuna kemur nýr dagur og traust sem var milli manna er horfið.
Þessi vinnubrögð hafa verið þekkt í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna í áratugi og skilur eftir sig gjá milli manna oft ævilangt. Þegar þetta er gert af fullorðnu fólki er oft um að ræða félagslega vankunnáttu á háu stigi eða að yfirtökunni standa oft siðblindir einstaklingar, eða blanda af þessu tvennu. Vinnubrögðin er nánast undantekningarlaus þau sömu. Ný stjórn er eingöngu skipuð fólki þóknanlegt yfirtökuliðinu, aðrir eru felldir. Eftir yfirtökuna kemur nefnilega nýr dagur þar sem fólk þarf að vinna sama, en þá er traust ekki lengur á milli manna. Niðurstaðan virðist koma fólki alltaf jafn mikið á óvart. Nýr formaður hvort sem hann er í forystu fyrir byltingunni eða ekki, hættir mjög oft fljótlega. Hann getur einangrast og hverfur mjög oft út úr félaginu varanlega. Forsprakkarnir verða oft glaðhlakkalegir í upphafi, og gorta sig oft af vinnubrögðunum. Þeir bera sjálfa sig og hrökklast oft úr félögunum. Í framhaldinu kemur oft nýtt fólk til starfa í bland við fyrri kjarna.
Óvinveitt yfirtaka kallar oft á tímabundin óþægindi, en það jafnar sig furðu fljótt. Með aflúsun sem oftast kemur í kjölfarið verður oft til sterkari félög. Kjarninn í frjálsum félögum er að þekkja siðblinda einstaklinga innan þeirra. Siðblindir félagar hafa einmitt einstaklega gaman af alls kyns plotti og ósannindum, og skortir oft tilfinningu fyrir því þegar þeir skaða aðra félagsmenn með uppákomum sínum. Er í raun slétt sama.
Eins og fjölmörg dæmi sanna, er það nánast regla að óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum mistekst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2011 | 09:06
Nýju sendiherrarnir
Það hefur verið til siðs að tala niður sendiráð þegar spara þarf peninga. Það bendir til þess að í huga margra sé sukkað hvað varðar utanríkisþjónustuna. Þetta á eflaust við í einhverjum tilfellum, en eftir að hafa notið þjónustunnar í nokkrum tilfellum er mín reynsla að þar er unnið gott starf.
Við höfum hins vegar aðra aðila sem líka eru sendiherrar. Það eru listamenn eins og Björk, vísindamenn og fræðimenn. Jón Daníelsson prófessor í fjármálum við London School of Economics er einn af okkar sendiherrum. Í fjölmiðlum hefur komið fram að hann hefur verið í nokkrum viðtölum hjá BBC um Icesave þar sem hann hefur kokmið málstað okkar á framfæri. Hjá Jóni kom fram að Bretar eru nokkuð hissa á því að við höfum fellt Icesavesamninginn og spyrja hvort þetta hafai eitthvað með óvinsæla ríkisstjórn að gera. Segjum svo að menn fylgjast ekki með.
Hvort við samþykktum eða ekki, er það ekki mál dagsins í dag, heldur hvernig unnið er með það dæmi. Við þurfum á vönduðum sendiherrum að halda, þeim sem valda því að geta unnið að hag þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2011 | 16:51
Yfirgengileg frekja og yfirgangur
Venjulegt fólk á erfitt með að meðhöndla aðila sem sýnir landamæralausa frekju og yfirgang. Margir draga sig í hlé, eða fara af hólmi. Tiltölulega fáir ákveða að taka slaginn og veita yfirgengilegri frekju mótspyrnu. Á Alþingi þurfti Forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ítrekað að setja ofan í við samflokksmanneskju sína Ólínu Þorvardóttur sem virðist hafa afar takmarkaðan ramma um frekju sína og yfirgang. Það er illa gert af Vestfirðingum að senda þessa konu á Alþingi Íslendinga. Þjóðin á það ekki skilið. Það er skiljanlegt að þeir hafi losað sig við Ólínu sem skólameistara á Vestfjörðum, en þá er Alþingi ekki rétti staðurinn til þess að senda gripinn á.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20110415T110623
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2011 | 23:08
Inntakið í umræðunum.
Skot flugu á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Jóhönnu Sigurðardóttur úr ræðupúlti í dag. Sigmundur hefði getað verið hvassari, en ákvað sennilega að gera það ekki. Átök þeirra á milli og vantraust, má rekja til þess þegar Sigmundur, að margra áliti blautur á bak við eyrun, ákvað að verja minnihlutastjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms, með skilyrðum. Sigmundur fékk rýtinga í bakið frá bæði Steingrími og Jóhönnu og mörgum flokksmönnum þeirra hjúa var skemmt. Höggi var komið á nýjan formann Framsóknar og einnig flokkinn. Með þessum refshætti náðu þau síðan hreinum meirihluta og Sigmundur var síðan æði valtur hjá Framsókn. Sigmundur hefur síðan náð vopnum sínum, og naut sín til hins ýtrasta í nýliðnum Icesavekosningum.
Refsháttur þeirra Steingríms og Jóhönnu nær ekki bara til samskipta við Sigmund, heldur einnig til annarra stjórnarandstæðinga og síðan þeirra eigin þingmanna og ráðherra. Þingmenn hreyfingarinnar vildu því einhverjir fá þau hjú frá, en ekki endilega flokkana úr ríkisstjórn.
Frá og með kvöldinu í kvöld, verður Ásmundi Einari Daðasyni vart vært í þingflokki VG. Það eru stór tíðindi því Ásmundur er sannarlega eitt mesta efni sem fram hefur komið á vinstri væng stjórnmálanna. Nýliði sem hefur þorað að vera hann sjálfur á þingi og fylgt sannfæringu sinni i mörgum erfiðum málum. Ef hann hefði verið þægur þingmaður út kjörtímabilið hefði hann eflaust orðið ráðherraefni VG eftir næstu kosningar. Það segir mér þó svo hugur að hann muni leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi í næstu kosningum.
Það sama verður ekki sagt um Guðmund Steingrímsson fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur valdið mörgum vonbrigðum. Hvort sem hann verður í Framsókn eða Samfylkingunni, á ég von á að hans tími sé liðinn.
Siv Friðleifsdóttir gerði á afar skemmtilegan hátt upp daður við Þór Saari og sagði Hreyfinguna best setta í stjórnarandstöðu með Sjálfstæðisflokknum. Líklegt er talið að með þessu sé Siv að innsala sendiherrastöðu áður en kjörtímabilinu er lokið.
Niðurstaðan er krafa um að foringjaræðinu á Alþingi verði aflétt og Steingrímur og Jóhanna fái að setjast í helgan stein.
![]() |
Snögg sinnaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2011 | 22:39
Mætum á Austurvöll kl 16
Jóhanna var kampakát eftir Icesaveatkvæðagreiðsluna. Hún var harðánægð með ,,árangurinn" fyrstu tvö árin, og ríkisstjórnin væri rétt að byrja (óhæfuverkin).
,,Loksins, loksins" sagði hún um framkomna vantrausttillögu. Völdum Jóhönnu ekki vonbrigðum og mætum á Austurvöll kl. 16 á morgun og segjum henni skoðanir okkar á frammistöðu hennar og hennar liði. Jóhanna skrækur verður e.t.v. ekki svona borubrött á Alþingi.
Látum verkin tala!!!!
![]() |
Vantrauststillagan á dagskrá kl. 16 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2011 | 09:22
Inn vil ek
Varla hefur slappari ríkisstjórn setið á lýðveldistímanum, og það þegar við þurfum á öllum okkar styrk að halda. Einhverjir þingmenn eins og Siv, líta í spegil, og segja við sjálfa sig, ekki get ég verið verra en þetta. Aðrir viðbótarþingmenn við ríkisstjórnina gætu komið frá Hreyfingunni. Þór Saari hefur allur verið a iði að undanförnu, og gerir sér grein fyrir að Hreyfingin heyrir sögunni til strax eftir næstu kosningar. Hann hefur víst verið að reyna að innlima Siv i Hreyfinguna í einhvern tíma. Saman munu þau eflaust banka uppá og bjóða starfskrafta sína. Sé ekki að ástandið skáni við það.
![]() |
Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2011 | 10:52
Þríeikið Davíð, Jón Ásgeir og Gulli.
Frá því að Bjarni Benediktsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins hafa þrír menn verið friðlausir. Davíð Oddson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Davíð virðist sakna stöðu forstæðisráðherra, og fyrri valdastöðu sinnar. Frammistaða Davíðs var lengi vel einstök og verður hans án vafa getið sem eins merkasta stjórnmálamanns okkar á síðustu öld. Menn þurfa líka að kunna önnur hlutverk og hagsmunir einstaklinga eiga ekki að vega þyngra en hagsmunir flokka og heildarinnar.
Jón Ásgeir Jóhannesson var valdamikill á Íslandi fyrir hrun og beitti viðskiptaveldi sínu og fjölmiðlum til hins ýtrasta. Fjölskylda hans heldur enn völdum í fjölmiðlunum og þar eru skósveinar hans duglegir að viðhalda stefnu hans. Ein af þeim leiðum sem Jón Ásgeir notaði til þess að ná völdum, var að hafa áhrif í gegnum skósveina sína innan flokkana. Jón Ásgeir er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar.
Í Sjálfstæðisflokknum fann Jón Ásgeir fljótt sinn mann, Guðlaug Þór Þórðarson. Sá átti að verða formaður, en hann var peningalítill og úr því gat Jón Ásgeir bætt. Eftir hrun vildu menn ekki Guðlaug Þór, en hann vildi samt verða formaður og spilaði biðleik til þess að fá Kristján Júlíusson til þess að bjóða sig fram sem formann Sjálfstæðisflokksins. Það gekk ekki en Gulla og Baugsgengið töldu sig hafa verið sigurvegara með því að koma fram með mótframboð. Næst dró þetta lið Pétur Blöndal fram, en það gekk enn síður.
Nú að loknu Icesave má velta fyrir sér hvort þetta þríeyki Davíð, Jón Ásgeir og Gulli taki sig saman og reyni aftur. Það verða þó vart þessir þrír sem koma til greina í formanninn. Þeir gætu hins vegar notað fjölmiðlana til þess að taka Bjarna niður, og reynt að koma aðila sér handgengnum að.
Sjálfsagt vilja einhverjir að Reynir Traustason væri í þessum hópi, en ég flokka hann undir Jóni Ásgeiri.
![]() |
Fylgdu ekki Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 10:21
Einstakur fjölmiðlaþáttur á sunnudögum
Sú var tíðin að ég stillti á Sprengisand á sunnudagsmorgun og Silfur Egils eftir hádegi. Sprengisandurinn sullaði með heimilisverkunum og það komu áhugaverðir aðilar oft á tíðum í Silfrið. Nú nenni ég ekki að hlusta á þessa þætti, en Landið sem ríks á Rás 1 er afar áheyrilegur og vandaður þáttur. Hann er kl. 9. Hafði farið inn á þennan þátt á netinu undir Rás 1 og var mjög ánægður.
Nú eru þeir Egill Helgason og Sigurjón Egilsson svekktir. Þeir líta ekki á það sem hlutverk sitt að færa okkur fréttir, eða fjalla um mál á hlutlausan hátt, heldur að fjalla um skoðanir sínar settar fram af skoðanabræðrum sínum á mismunandi hátt. Sauðsvartur almenningur á síðan að vera þakklátir og hlusta á þessa fíra af aðdáun. Það er ekki gert á mínu heimili. Nú verða dregnir fram einhverjir delar innanlands og erlendis sem fá okkur til þess að endurskoða ákvörðun þjóðarinnar í Icesave og koma ESB aftur upp á borðið. ESB umsóknin fauk endanlega með úrslitununum í Icesave.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2011 | 09:18
Eiginkonan lamin!
,,Hún fékk mig til þess" sagði hann.
,,Hvernig?" spurði ég.
,, Hún mótmælir mér, gerir athugasemdir það sem ég segi eða geri og er að rifja upp það sem ég hef gert áður" sagði hann.
.. "og fyrri sambýliskonur þínar?" spurði ég
,,Þær líka" sagði hann
,,..og þú lamdir þær líka?" spurði ég
,,Þær fengu mig til þess" sagði hann.
Mér fannst þessi kunningi minn sjá örlítið eftir þessu, smá stund. Rifjaði upp sem polli, þegar ég kom heim til hans einn morguninn til þess að fá hann til þess að spila fótbolta. Mamma hans var með það stærsta glóðarauga sem ég hafði séð. Hafði reyndar aldrei áður séð konu með glóðarauga. Sé það í öðru ljósi núna. Sonur sem elst upp við ofbeldi hefur tilhneigingu til þess að ganga í skrokk á væntanlegri eiginkonu.
Það óhugnanlegast við þetta ástand er að margir vinir og ættingjar slíkra fjölskylduna gerir ekkert í málinu þrátt fyrir að vita um ofbeldið. Reyna meira að segja að þagga það niður. Þetta sé einkamál fólks, sem það er ekki. Þetta er spurningin um börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Glóðarauga er ekki ættgengt, en samskiptamynstur með hótunum og ofbeldi færist oft milli kynslóða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2011 | 15:04
Betri og þéttari byggð
Fyrir 2007 var allt hægt, peningar skiptu ekki máli. Hagræði skipti ekki máli. Á sama tíma og aðrar þjóðir voru að þétta bygg átti fólk sem vildi það andstæða greiðan aðgang að fjölmiðlum. Það vildi ekki þéttingu byggðar nærri sér. Rökin fyrir þéttingu byggðar eru m.a. auðveldari og ódýrari almenningssamgöngur, minni mengun, ódýrara fyrir sveitarfélögin og betri þjónusta fyrir íbúana. Þrátt fyrir augljóst hagræði, koma fram mótmæli við þéttingu byggðar hvar sem er.
Eitt af þeim svæðum þar sem til stóð að þétta byggð var á Kársnesi. Mótmælin þar voru óvenju mikil. Eflaust mátti gagnrýna þær hugmyndir sem fram höfðu komið, t.d. um hafsækna starfsemi, en í megingrunninn var um eðlilega þéttingu byggðar að ræða. Öfgarnar voru mögulegar 2007 en ekki lengur. Einn af forsprökkum mótmælenda á Kársnesinu, undir heitinu Betri byggð, Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA, hefur nú verið dæmdur fyrir meinyrði. Það er tími fyrir málefnalegri yfirferð um málið. Þéttari og betri byggð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10