15.5.2010 | 22:56
Stórkostlegur árángur
![]() |
Mikill samdráttur í verslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 22:00
Þessi Eldjárn
Draumurinn var að verða rithöfundur. Lesblindan var til trafala en ég tók ástfóstri við verk nokkra höfunda. Aðrir voru á listanum yfir þá sem ég ætlaði að lesa, en komst ekki yfir eða trassaði. Einn þeirra var Þórarinn Eldjárn. Hef reyndar aðeins farið á stað eftir hvatningu frá eiginkonu eins vinar míns, hún er jú einnig orðinn góður vinur.
í kvöldheimsókn var ekki horft á sjónvarp, og ekki hlustað á tónlist. Frúin las upp meistaraverkin af mikilli fagmennsku. Þórarinn Eldjárn kunni sannarlega til verka. Svo fór hún að tengja saman visku Þórarins Eldjárns við, snilli ríkisstjórnarflokkana og vinstri áherslum í pólitík. Þá varð ég næstum fráhverfur skáldskap Þórarins. Reyndi að útskýra að þetta tvennt þyrfti ekki að tengjast. Frúin var sannfærð Eldjárnanir voru gáfumenni og þeir aðhylltust vinstri pólitík, og því væri slík stefna nátengd djúpri visku.
Í vikunni kom ég í heimsókn. Frúin var óvenju dauf. Eiginmaðurinn útskýrði að hún hafi fengið áfall síðastliðinn sunnudag. Þá hafði sonur Þórarins Eldjárns komið í viðtal til Egils Helgasonar. Hann hafði víst sagt að þessi vinstri stjórn hefði einungis komið með lausnir vegna greiðsluerfiðleika sem hentuðu fyrir ríka fólkið, en ekki þá sem minna máttu sín. Goðin hennar á pólitíska sviðinu þau Árni Páll, Jóhanna og Steingrímur höfðu logið að þjóðinni. Voru ómerkilegir loddarar, eða var það þessi Eldjárn. ,,Nei" sagði hún, Eldjárnanir eru sannir listamenn sem ekki ljúga. ,,Já" sögðum við, ,,þetta eru ómerkilegir lygalaupar. Hvar er skjaldborgin um heimilin"?
Bróðir hennar var úr námi frá Norðurlöndum og var sokkinn í skuldafen. ,,Þeir voga sér að kalla sig norræna velferðarstjórn", sagði hann. Það var ekki lesið upp úr Eldjárn þetta kvöldið. Heimsmyndin hafði tekið stökkbreytingum, og það tekur tíma að skapa nýja. Eldjárn verður í þeirri mynd, en sennilega hvorki þau Jóhana, Árni Páll eða Steingrímur. Sennilega fær þessi vinstri hugmyndafræði að flúga líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2010 | 06:56
Fellur þá flóttavörnin ?
![]() |
Eignir frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2010 | 13:55
Kjörorð Grínflokksins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2010 | 12:14
Mömmudagur í Kópavogi
Það er mæðradagur í Kópavogi í dag, og hefur verið haldið upp á hann svo lengi sem ég man. Svo virðist sem önnur bæjarfélög hafi tekið þennan sið upp eftir okkur því nú er haldið upp á daginn um allt land.
Grínflokkurinn sem ákvað að bjóða fram í Kópavogi varð slík hvatning til annarra sem höfðu hugsað sér til hreyfings, að þegar við ætluðum að koma til þess að skila inn framboðslistum þá var þarna komin múgur og margmenni. Við nenntum ekki að bíða í biðröðinni og skelltum okkur því bara niður í muffinskaffi í Hamraborginni. Það var heljar fjör. Við ætlum hins vegar að veita þessum krökkum sem fram fara gott aðhald.
Eitt af því sem við vorum með á stefnuskránni var jafnrétti, og þá erum við ekki að tala um svona jafnrétti sem Samfylkingin berst fyrir, þ.e. að sumir séu jafnari en aðrir. Nei, hjá okkur eiga allir að sitja við sama borð. Við fórum yfir það sem rausnarlegast var gert í Kópavogi fyrir mæður á kjörtímabilinu. Jú, það var sannarlega þegar Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs lét rífa niður hús nágranna móður Ómars, svo mamma hans hefði betri útsýni þegar hún situr við og prjónar. Það sem merkilegast var við þetta framlag, að Ómar lét Kópavogsbæ borga. Aðeins er á reiki hvað góðverkið kostaði en við áætlum það 50-70 milljónir.
Það eru 10.956 konur í Kópavogi eldri en 20 ára. Ef við reiknum með því að 85% þeirra séu mæður og að hver móðir fái 50 milljónir að gjöf á mæðradaginn frá Kópavogsbæ, þá sýnist mér þetta gera 465 milljarða og 630 milljónir. Fyrir þá sem halda að þetta sé erfitt verk, þá köllum við bara til verksins frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi sem ætla að kaupa öll ókláruð hús í Kópavogi og útvega til þess ódýrt fjármagn, þessir smáaurar munu ekki þvælast fyrir þeim. Munum að þetta er fyrir allar mömmur í Kópavogi.
Konur geta allt og gera það vel. Læt fylgja með söng frá einni mömmunni í tilefni dagsins.
Við elskum mömmur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2010 | 07:15
Grínflokkurinn býður fram í Kópavogi
Á fjölmennum fundi í Kópavogi í gærkvöldi var ákveðið að Grínflokkurinn myndi bjóða fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor. Fundurinn var einn stór brandari, enda vart hægt að ætlast til annars þegar húmoristar koma saman.
Helsta útspil flokksins í kosningunum er Nýr Kópavogsvegur í samgöngu og atvinnumálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10