12.5.2024 | 10:14
Lækka stýrivextirnir?
Það má reikna með að stýrivextirnir fari að lækka fljótlega. Það eru þó því miður nokkur ljón í veginum. Stærsta hindrunin er að opinberir starfsmenn eiga eftir að semja og þar hafa komið fram hótanir. Samningarnir fela í sér kjarabót fyrir alla, en þá koma fram fulltrúar úr opinbera geiranum og vilja fá meira. Þeir sem fyrst og fremst þyrftu að fá meira er unga fólkið okkar, öryrkjar og eldri borgarar, ásamt hópum meðal bænda og listageiranum. Fulltrúar frá opinbera geiranum hafa sýnt tennurnar, og þar eru fulltrúar úr órólegu deild Samfylkingarinnar. Á meðan ekki er búið að semja eykst þrýstingurinn á áhyggjur um launaskrið og þar með aukna verðbólgu. Önnur hættumerki er hækkandi lóðaverð hjá sveitarfélögunum. Það er bara ávísun á hækkun á húsnæðisverði, og var ekki á bætandi. Lykilatriði er að stærsta sveitarfélagið Reykjavík fari að sýna ábyrgð með að bjóða upp á aðrar lausnir en þéttingu byggðar, og bjóða upp á ódýrari lóðir á nýju landi. Sértaklega höfða til yngra fólks, þeim sem minna mega sín og eldri borgara. Það er ánægjulegt að lífeyrissjóðirnir ætla að koma inn á leigumarkaðinn en stjórnvöld, þ.e. bæði ríki og sveitarfélög, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnr þurfa að vinna saman að gjörbreyta núverandi markaði. Það er vel hægt. Nýlega gagnrýndi Fjármálaráð ríkisstjórnina fyrir skort á aðhaldi í ríkisfjármálunum. Taka verður þessa gagnýni alvarlega en ríkissjóður er annar hluti opibera kerfisins, hinn hlutinn eru svietarfélögin þar verður líka að koma til aukið aðhald ef árangur í baráttunni við verðbólgunni á að nást.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2024 | 17:57
Viðreisn og Samfylking sameinast um að hafna stefnu ESB
Það kom einhverjum á óvart, ekki síst þeim sem voru í innsta kjarna Samfylkingarinnar að innganga í ESB yrði ekki lengur á forgangslista Samfylkingarinnar. Nýi formaðurinn hafði talað og tilkynnti flokksmönnum þessa nýju ákvörðun sína. Formaðurinn hafði talað. Lengi hafði verið ákveðnar efasemdir innan Samfylkingarinnar hvort stefnan væri rétt og þegar Uffe Elleman Jenssen aðal stuðningsmaður Norðurlanda fyrir inngöngu Íslendinga í ESB, sagði ESB stuðningsmenn á Íslandi væru eintómir rugludallar, og þeir vissu ekkert um hvað þeir væru að tala um, fengu margir eldri flokksmenn Samfylkingarinnar kaldar fætur. Það var auðvelt fyrir Katrínu Frostadóttur að sannfæra Þorgerði Katrínu að koma uppí vagninn og hafna ESB. Ef Viðreisn lifði af næstu kosningar myndi Kristrún bjóða Viðreisn í viðræður um samstarf. Þorgerður var alveg til. Þegar ESB sameinaðist í afstöðu Kanadamanna í málefnum Ísraels og Hamas og sitja hjá við seinni afgreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum, til þess að mótmæla framgöngu nokkurra múslimaríkja. Ákváðu þær Kristrún og Þorgerður að nota málið til að sparka í Bjarna Benediktsson. Stefna ESB skipti þær engu. Kristrún er sigri hrósandi, hún veit að Viðreisn er á siglingu niður, og mun að öllum líkindum ekki ná manni á þingi í næstu kosningum. Eina mál Viðreisnar, innganga í ESB er farin og þá er ekkert eftir.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2024 | 22:15
Mun Svandís sprengja ríkisstjórnina?
Talsverð umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að Katrín Jakobsdóttir yfirgaf ríkisstjórnina til þess að fara í forsetaframboð, hvort Svandís Svavarsdóttir myndi sprengja ríkisstjórnina. Greinarar fóru fljótt í það að finna út hverjir stæðu á bak við þessa tilgátu. Jú, þeir sem í alllangan tíma hafa gert aðför að Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Aðförin kemur fyrst og fremst úr Samfylkingu og það sem kemur mörgum á óvart, og úr Viðreisn.Það þarf ekki mikla spekinga til þess að átta sig á að ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst byggst á persónulegu trausti Katrínar og Bjarna. Þegar Katrín fer, leiðir Svandís Svarsdóttir VG hver sem svo er varaformaður VG. Við þessar breytingar í ríkisstjórn, var talsvert fylgi innan Sjálfstæðisflokksins að skipta út VG og fá Viðreisn í stjórnina. Bjarni Benediktsson var því alfarið mótfallinn og taldi samstarf við VG farsælasta kostinn. Þetta kemur mörgum á óvart því að Svandís Svafarsdóttir gerði alvarleg mistök í hvalveiðimálinu, en framgagna Guðmundar Inga Guðbrandssonar var oft á tíðaum afar umdeild. Niðurstaða Bjarna byggði fyrst og fremst á virðingu hans fyrir hæfileikum Svandísar Svavarsdóttur og henni sem manneskju og heilindum hennar. Val hans á milli Svandísar og Þorgerðar Katrínar Gunnardóttur var tiltölulega auðvelt og þekkir hann jú báðar mjög vel. Síðast þegar stjórnarlokkur sprengi ríkisstjórn, var þegar Björt framtíð sprengdi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Fáir muna Bjarta framtíð og enn síður fyrir hvað þau stóðu. Samkvæmt skoðanakönnunum er VG í erfiðri stöðu, en Svandís Svavarsdóttir tekur við því ráðuneyti sem hvað veikast hefur verið í ríkisstjórninni. Málefni húsnæðismála og samgöngumála. Svandís á alla möguleika á að gera góða hluti næsta eina og hálfa árið og rífa upp fylgi VG. Líklegt er að VG muni taka fylgi frá Samfylkingu, Flokki fólksins, Pirötum og Viðreisn. Þeir sem efast um styrk Svandísar ættu að hlusta á dóttur hennar Unu Torfadóttur. Hæfileikabúnt. Eplið fellur oft ekki langt frá eikinni! UNA TORFA : Fyrrverandi (youtube.com)
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.5.2024 kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10