Nú ekki hættur?

Þegar Benedikt lauk sundi sínu yfir Ermarsund stóðu ísenskir fjölmiðlamenn á bakkanum og tóku viðtal við Benedikt. Þeir spurðu ekki "how do you like Iceland" heldur "stefnir þú ekki að öðru svona sundi"?. Úrvinda af þreytu, sagði Benedikt, " þetta geri ég aldrei aftur" eða eitthvað í þá áttina. Í þessi ummæli voru síðan fyrirsagnir fjölmiðlanna smíðaðar. Sem reynslubolti úr íþróttunum, glotti ég. Auðvitað ekki hættur, gaf honum einn mánuð til að ákveða næsta sund. Nú liggur það fyrir. Þetta er afreksíþróttamaður.
mbl.is Benedikt Lafleur stefnir á Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt

Í því samdráttarskeiði sem nú er hafið er eðlilegt að fólk skili inn lóðum. Í uppsveiflunni hækkaði lóðaverð, gerð voru ströng skilyrði sem húsbyggendur mættu m.a. með stækkun húsa. Nú verða sveitarfélögin að sýna sveigjanleika. Samþykkja að breyta einbýlishúsum í parhús og lækka lóðaverð. Óttast að samdráttarskeiðið muni vara í einhvern tíma.


mbl.is Mikið um lóðaskil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest og best.

Nafngiftin ein passaði mér ekki í byrjun. Það var eitthvað í yfirstjórninni sem ég kunni ekki við í þessu fyrirtæki. Innan Mest voru hins vegar margir góðir starfsmenn, sem vonandi halda starfi sínu í nýju fyrirtæki.
mbl.is Mest gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt val

Breiðablik missti nýlega Grétu Mjöll Samúelsdóttur út úr liði sínu, og Sara Björk Gunnarsdóttir passar vel inn í það skarð. Það hefði verið erfitt að komast í Valsliðið og það er eitthvað að hjá KR, sem ég veit ekki hvað er. A.m.k. er þjálfarinn góður. Einhverjir prímadonnustælar, sem hafa t.d. hjálpað til að KR tapaði síðasta leik. Sara Björk Gunnarsdóttir er einn skemmtilegasti leikmaður í kvennaboltanum sem ég hef séð lengi.
mbl.is Sara valdi Breiðablik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið á fótboltaleik Stjarnan - IBV

Fer ekki skipulega á fótboltaleiki. Þannig er nokkur tími síðan ég fór á landsleik, og truflar það mig afar lítið. Hef séð kvennalandsliðið í fótbolta sem gefur mér mjög mikið. Hef séð yngri flokkaleiki, kvenna og karla sem næra hjarta mitt. Þó hef ég séð þrjá síðustu leiki hjá mínu gamla félagi Stjörnunni. Fyrst tap á móti Haukum og síðan jafntefli á móti Njarðvík. Í báðum leikjum fór ég reiður heim. Fyrst og fremst af því að félagið mitt bauð upp á svo lélegan fótbolta. Hélt að "kick and run" fótbolti fyndist ekki lengur. Vonandi leggur Bjarni Jóhannsson þessi ósköp ekki upp, það væri móðgun við áhorendur. Hét mér því að fara ekki á næstu leiki Stjörnunnar. Arfaslakt. Það vesta við þessi ósköp var að í liðinu var einn lélegasti erlendi leikmaður sem ég hef séð í íslenskum fótbolta, Zoran Stojanovic. Ef ég tæki að mér þjálfun í old boys myndi þessi leikmaður ekki komast í liðið.

Ákvað að fara á old boys æfingu í Garðabænum í stað þess að fara á leikinn. Þá tóku sig upp gömul meiðsli, þannig að ég ákvað að líta aðeins á leik Stjörnunnar og IBV, en Eyjamenn eiga alltaf hluta af knattspyrnuhjarta mínu. Leikurinn var um stundarfjórðungsgamall þegar ég leit við, en hafði áður séð nokkra punkta úr leiknum. Fyrri hálfleikur var nánast eign Stjörnunnar, sem nú gerðu tilraun til þess að spila boltanum. Létu boltann ganga, og sýndu að þeir geta spilað fótbolta.  Vestmanneyjingar mættu ekki til leiks, nema að nafninu til. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og um miðbik seinni hálfleiks komu IBV sterkir inn í leikinn, með Atla Heimisson sem yfirburðarmann. 25 mínútna kafli var alfarið eign IBV. Síðan kom Stjarnan sterk inn með  nýliðann Birgi Hrafn Birgisson,  sem besta mann. Björn Pálsson skoraði sigurmarkið á 86 mínútu, og vann Stjarnan sanngjarnan sigur.

Ef ég rifja upp þá virðist oft kominn upp Þjóðhátíðarfiðringur í leikmenn IBV síðasta leik fyrir Þjóðhátíð svo var einnig nú. Þeir voru arfaslakir. Á tímabili hélt ég að ég væri ekki að horfa á knattspyrnulið IBV, heldur leikara úr Leikfélagi Vestmannaeyja, þeir hentust niður emjandi og vælandi við minnsta tilefni. Passar ekki þeirri karlmennsku sem einkennt hefur leikmenn IBV í gegnum árin.   Þegar Zoran Stojanovic kom inná fyrir Stjörnuna langaði mig að fara heim. Mér hefur verið sagt að þessi leikmaður hafi getað spilað fótbolta á síðustu öld, en það hefur þá verið um miðbik aldarinnar. Gjörsamlega getulaus. Eitt sér maður þó að hann kunni það er að skýla bolta, og þá brjóta mótherjar á honum og hann fiskar fríspark, annars getur hann ekkert hvorki í sókn eða vörn. Mestu vonbrigði mín í þessum leik var að sjá lélegan leik hjá Bjarna Hólm Aðalsteinssyni sem að mínu mati er gott atvinnumannaefni, en staðnaður í Eyjum. Hjá Stjörnunni voru þeir Daníel Laxdal, Ellert Hreinsson, Grétar Grétarsson, Bjarni Þór Halldórsson að spila fínan leik. 3-1 hefði gefið betri mynd af leiknum.

 Dómari leiksins Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson setti svartan blett á þennan leik. Skagamenn hafa í gegnum tíðina átt marga stórkostlega góða  knattspyrnumenn, öfluga félagsmálamenn, og frábæra þjálfara. Man ekki eftir í fljótu bragði eftir að frá Akranesi hafi komið frambærilegur dómari. Mér skilst að þessi Valgeir hafi verið færður upp í A flokk. Hér áður fyrr áttum við tiltölulega fáa afbragðsdómara. Man eftir Hannesi Þ. Sigurðssyni úr Fram, Guðmundi Haraldssyni úr KR og Gylfa Orrasyni úr Fram.  Nú eigum við marga frammúrskarandi dómara, og margir þeirra standast fyllilega getu kollega sína á meginlandi Evrópu. Þess vegna er það dapurt að sjá jafn lélega frammistöðu og Valgeir sýndi í kvöld. Það er afsökunarvert að sýna lélegan leik, en það var ekki það sem ég upplifði, heldur fannst mér hann beinlínis vera hlutdrægur. Sá upptökuaðila á þessum leik og ætti dómaranefnd KSÍ að leitast við að fá upptöku af þessum ósköpum. Starfað með dómurum sem ég upplifi sem vitsvitandi hlutdræga, þeir ná aldrei neinum klassa. Þeir eru undantekningar sem skaða jafn frábæra íþrótt og knattspyrnan er.


mbl.is Björn tryggði Stjörnunni sigur gegn ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhyggjan

Mér fannst alveg furðulegt hvað Agnes Bragadóttir var slöpp í Kastljósinu hjá honum Sigmari um daginn. Var Agnes ekki búinn að koma sér í gírinn eftir sumarleyfið? Er starfsandinn á Mogganum eitthvað á niðurleið? Var háraukningarmáttur tölvukerfis Morgunblaðsins eitthvað að angra Agnesi, eða átti hún leyndarmál sem hún gat ekki komið á framfæri.

Nú er skúbbið komið. Agnes vildi ekki að Ólafur Ragnar og Þorgerður Katrín færu til Kína, vegna mengunarinnar. Dulin ást og umhyggja fyrir þessum fyrirmönnum. Þakka þér fyrir Agnes, þú ert frábær Wink 


mbl.is Mengun í Peking yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti dugað

HK er með marga stórefnilega leikmenn. Gunnleifur markmaður er í sérklassa, en annars finnst mér tilfinnanlega vanta þroska í þetta lið. Hafði á tilfinningunni að liðið héldi að þeir gætu tekið þetta með annarri eftir frábæran árangur í fyrra. Vonandi er sú firra komin út af borðinu. Rúnar Sigmundsson þjálfari, er "vel upp alinn" sem leikmaður og gæti komið sínum mönnum á skrið. Hef meiri trú á HK en Skaganum nú. Mikilvægt er að þeir leikmenn sem til staðar eru leggi allt í leikinn á móti Fram, og bæti síðan þessum leikmönnum við. Það vesta væri að á leiknum í kvöld settust menn á bekkinn í biðstofunni, eftir að þessir tveir kæmu og björguðu dæminu. Þessu dæmi verða allir að taka á, útlendingarnir tveir eiga bara að vera viðbót í hópinn.  
mbl.is HK fær tvo varnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott eða slæmt

Samanburðurinn milli ársfjórðunga er nú varla samanburðarhæfir. En þar sem þetta eru nú 365 hf, þarf þá nokkuð að vera skýra málið nánar í Morgunblaðinu.
mbl.is Tap hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 ára samningur

KR ingar hafa tekið upp að reyna að gera langa samninga við leikmenn. Hvað þýðir það? Jú, leikmennirnir eru lengur bundnir. Yfirráð félagsins er meiri yfir leikmanninum. Af hverju ekki 10 ára samningur, eða 20 ára. Verða allir leikmannasamningar 5 ára í framtíðinni, eða verða sett mörk á þessa samninga. Get ímyndað mér að mörgum Skagamanninum sárni þessi langi samningur. Varla hefur það verið markmiðið hjá KR.
mbl.is Bjarni genginn í raðir KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskir dagar

Fáskrúðsfirðingar eiga möguleika á að gera ótrúlega hluti með þessa frönsku daga. Því miður hafa sumum þessara "þjóðardaga" endað með allsherjar fylleríi. Er það miður. Hlaup frá franska spítalanum er frábært innlegg og gaman að sjá hversu margir hafa hlaupið. Þetta getur orðið verulega fjölmennt hlaup í framtíðinni.  


mbl.is Hlaupið á Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband