Allt verður andstæðingum VG að vopni.

Það er ekki einleikið hvað VG er óheppið þessa daganna. Þeir sem vilja fara eftir stefnu flokksins í ESB málinu, verða stöðugt órólegri. Það léttist því á þeim brúnin þegar Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir komu fram og stöðu að nú þyrfti að endurskoða aðildarumsóknina í ESB. Á kaffistofum útlistuðu stuðningsmenn VG fyrir okkur hinum, að VG væri nú aftur orðin gegn ESB, flokkurinn ætlaði  standa í lappirnar og segja ESB liðinu til syndanna. Svo kom í ljós að Steingrímur hafði farið til útlanda og sennilega dottið í það, og hringt í stelpurnar sem fóru strax með nýju stefnuna í fjölmiðla. Formaðurinn var með hausverk daginn eftir og svaraði ekki fjölmiðlum. Þegar heim var formaðurinn hins vegar edrú, og VG ætlar að halda ESB vegferðinni áfram. Við þessa uppákomu fækkaði stuðningsmönnum VG umtalsvert.

Annað sem hrjáir VG er Björn Valur Gíslason. Í hvert skipti sem Björn kemur í  fjölmiðla fækkar atkvæðunum. 

Það nýjasta er aukið fylgi Hægri Grænna, HG. Ljóst er að margir umhverfissinnar gætu hugsað sér að yfirgefa hinn ESB sinnaða VG.  Sennilega verða þetta tveir umhverfisörflokkar á Þingi með 3-4 þingmenn, svona eins og Hreyfingin er núna. 


Verður lögð drög að skjaldborg fyrir kosningar?

Eitt af því sem forsætisráðherra okkar Jóhanna Sigurðardóttir var að slegið verði upp skjaldborg um heimilin í landinu. Eitthvað hefur þessi skjaldborg dregist, enda tíminn farið í ýmiss gæluverkefni eins og aðildarumsókn um ESB. Ekki  ætla ég forsætisráðherra að vera ósannindamanneskju, og því á ég von að a.m.k. dörg að slíkri skjaldborg verði lögð fram nú á haustþinginu. Er sannfærður um að heimilin í landinu setja þessar áherslur ofar flestu eða öllu öðru. Það er í raun stórfurðulegt að fjölmiðlar skuli ekki fá  skýr svör um hvenær skjaldborgin verði lögð fram og leitast að fá innihald hennar.

Það er sannarlega jákvætt að Ágúst Þór Árnason og Skúli  Magnússon skuli leggja fram tillögu um stjórnarskrá. Þeir félagar eru annars vegar deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri og  dósent við lagadeild Háskóla Íslands og hafa örugglega kynnt sér málið vel. Allt innlegg í umræðuna er gott, ákvarðanir ber síðan að taka á réttum vettvangi. 


mbl.is Leggja fram tillögu um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að skemma útsæðið í íslenskri knattspyrnu?

Nýlega birti Fotbolti.net yfirlit fyrir notkun félaga á uppöldum leikmönnum bæði í 1 og 2 deild. Nokkur félög hafa verið að fá talsverða peninga fyrir leikmenn sem hafa farið í atvinnumennsku, en talsverðar líkur eru á að þær tekjur muni lækka á næstu árum. Í stað þess að nota leikmenn sem eru að koma úr yngri flokkum félaganna, virðist þróunin vara sú að kaupa erlenda leikmenn, eða fá  leikmenn úr neðri deildum. Uppaldir leikmenn sem komast í drengja og unglingalandslið virðast oft ekki fá tækifæri og ná því aldrei að springa út. Þetta er vond stefna, sem jafnframt mun skaða íslenska knattspyrnu til lengri tíma.

Helsta ástæðan er sennilega eru veikar stjórnir í félgunum sem ekki hafa skýra stefnumörkun. Skammtímahagsmunir þjálfara sem verða að sýna árangur, er stórskaðleg. Fyrir örfáum árum tók stjórn félags í 1 deild ákvörðun um að byggt yrði á eigin leikmönnum. Auðvitað var  þjálfarinn óhress, en liðið fór upp úr 1 deildinni, og vann síðar úrvalsdeild og bikar. 

Þessi vanhugsaða þróun, mun síðan koma niður á íslenska landsliðinu. 


mbl.is Lagerbäck: Ekki rétt að velja Eið að þessu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í felulitum

Stundum eru orð sett saman til þess að koma á framfæri merkingu, en stundum bara til þess að fela. Oft eru þau bara orð, án innihalds.

VG var með flokksráðsfund á Hólum, og ESB málin eru rædd, og samþykkt að rætt verði við Samfylkinguna um málið. Orðum verði kastað á milli. Það hefur sennilega ekki  oft  verið gert.  Kannski aldrei. Hvað ef Samfylkingin segir nei? Þá þurfa þau í VG að funda aftur, væntanlega á Höfn, eða í Skálholti og þar verður þá sennilega samþykkt að aftur verði rætt við Samfylkinguna. Svo koma kosningar og VG hefur gert sitt besta til þess að koma þjóðinni í ESB. Þar með verða VG stærstu taparar næstu kosninga. 

 Samfylkingin hélt líka flokksráðsfund. Tók ekkert sérstaklega eftir hvar. Kannski í Reykjanessbæ. Þá hefur verið væntanlega jafnframt verið fundað með heimamönnum, þar sem þeim er lofað fleiri hundruð stöfrum. Mikið átak, mörg loforð, bara  til að svíkja. 

Þeir sem áttu von á að Jóhanna tilkynnti að hún ætlaði að draga sig í hlé, urðu fyrir vonbrigðum. Andrési Jónssyni almannatengli hefur sennilega ekki verið boðið á fundinn, því hann lýsti nýlega fyrir þjóðinni ófagurri lýsingu á ástandinu í flokknum og óvinsældum Jóhönnu. Nokkuð sem okkur hinum kom nú ekkert sérlega á óvart. Jóhanna hefur jú farið úr 65% fylgi og nú um 15%. Skýrara verður það nú ekki. 

Ólína gaf út að Jóhanna eigi að vera áfram. Auðvitað veit Ólína að slíkt sé firra, en Ólína veit líka að hún sjálf verður ekki á Alþingi eftir næstu kosningar. Ólína er bara að snapa sér einhverja stöðu. Hundahreinsunarkona á Vestfjöðum ef allt annað bregst. 

Katrín Júlíusdóttir sagði að Jóhanna verði bara áfram, í geðshræringu yfir að Jóhanna hafði valið hana sjálfa sem fjármálaráðherra. Þar með er Jóhanna að gera Katrínu að sínum kandidat. Katrín veit sem er að tími Jóhönnu er löngu liðinn. Þá er í lægi að segja eitthvað fallegt, svona í lokin.

Árni Páll fer í drottningarviðtal hjá DV. Þrátt fyrir að vera fulltrúi blaðsins í formannsbaráttuna. Árni segir sannarlega þörf á breytingum í Samfylkingunni enda er hann með skófar Jóhönnu á afturendanum. Það er erfið staða fyrir mann sem langar í formann. 

Þó Guðbjartur Hannesson hafi verið nefndur sem kandidat fyrir löngu er eins og jörðin hafi gleypt hann. Nokkra athygli vekur að Dagur Eggertsson varaformaður og Össur eru ekki lengur nefndir á nafn í formannsumræðunni.

Loks er það Stefán Ólafsson.  Stefán hefur vakið  talsverða athygli, með daglegu lofgjörðarbloggi sínu  á Eyjunni til dýrðar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Egill Helga taldi að Stéfán væri að vekja athygli á sér sem formannsefni  en það spratt fram  engin eftirspurn, þannig að Stefán tilkynnti um  seint og síðir að hann væri ekki á leið í baráttuna. Engin eftirspurn og ekkert framboð. Nú er helst talið að um einhverskonar félagsfræðilega tilraun sé að ræða. Er hægt að skrifa upp óvinsælusta forsætisráðherra allra tíma? Svo verður þess að geta að Stefán fengið mörg vellaunuð verkefni frá þessari ríkisstjón og hugsanlega er Stefán bara uppfullur af þakklæti.  

Allir orðaleikir í kringum  þessa pólitísku fundi um helgina, þýða ekkert eða allt annað en en orðanna hljóðan. Þannig verður ja, að nei og öfugt. Allt í felulitunum. 

Það er að koma haust, þá koma einstaklega fallegir litir í nátúruna. Þeir eru sannir, ólíkt litum helgarinnar og orðum hennar. 


mbl.is Samstarf kallar á málamiðlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ, hó á Hólum!

Það var mikill kraftur og samhugur í VG liðum á Hólum. Samt voru hreinskiptar umræður t.d. um ESB, en  engar ályktanir um málið, sem þýðri bara áfamhaldandi stefnu. Að VG vill ekki sjá að ganga í ESB, en forystunni falið að þrýsta á að aðildarviðræðum ljúki fyrir kosningar og aðild samþykkt. Sá hluti sem var mest gegn ESB var settur  í sérstaka nefnd, sem fundaði niður í kjallara. Þegar nefndin hafði lokið fundarhöldum kom í ljós að einhver hafði lokað dyrunum að utanverðu og Steina sem átti að skila af sér niðurstöðu nefndarinnar festist í kjallaraglugganum og var ekki bjargað fyrr en eftir að fundinum var slitið. Ályktunin náði því ekki fram í tíma, og verður tekin fyrir á næsta flokksráðsfundi VG, eftir næstu Alþingiskosningar.
mbl.is Áfram samstarf vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld eða lákúra

Ungt fólk sleppir fram af sér beislinu, hvort sem það er af konungafólki eða sauðsvartum almúganum. Fer án klæða í sund, eða pott. Mbl.is setur niður þegar það ákveður  aðsetja slíkar féttir á forsíðu. Passar DV ekki Mbl.is. Ef unga sumarleyfisfólkið á fjölmiðlinum heldur að þetta sé það sem við viljum fer það villu vegar.

Á sama tíma eru snillingarnir í Uriah Heep að snillast með Eiríki Haukssyni. Miklu áhugaverðara efni.


mbl.is Fer saman að vera partíljón og prins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í herferð gegn atvinnuuppbyggingu

Eitt af því sem vakið hefur athygli eftir hrun, er hvað allar nýjar fjárfestingar eiga erfitt uppdráttar. Í gær bloggar Stefán Ólafsson einn helsti  talsmaður ríkisstjórnarinnar um fjárfesta:

,,Fjárfestar eru vandamálið – ekki lausnin"

stefan_olafsson.jpg
Stefán sem segist vera óflokksbundinn og óháður öllum samtökum, hefur farið hamförum á bloggi sínu undanfarnar vikur, og er sterklega orðaður við formannsstólinn í Samfylkingunni. Prófessorinn virðist vera með stjórnmálaskoðanir vinstra megin við Jóhönnu Sigurðardóttur og VG, en smellpassar við fjármálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, eða Austur Þýska menntagengið svokalllaða. Það er hreint út sagt ótrúlegt að svona skrif geti birst  árið 2012.

sjá 

Stefán bloggar þétt þessa daganna og allt snýst um það að réttlæta hærri skatta og meira ríkisbákn. Auðvitað eru fjárfestar þyrnir í augum prófessorsins, þeir passa eflaust ekki í heimsmyndina.

Guðmundur Rúnar til Malaví, Ingibjörg Sólrún til Kabúl og .....

Nú þegar Guðmundur Rúnar Árnason fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði er sendur til Malaví, Ingibjörg Sólrún áður send til Kabúl þá verður áhguavert hvert þau verða send Jóhanna og Steingrímur. Það verða eflaust margir sem eru tilbúnir að koma með tillögur. Annars er ég alveg fullviss að Guðmundur Rúnar eigi eftir að standa sig vel í þessu starfi. Reynsla og þekking hér í litlu landi gagnast vel, sérstaklega ef hún er vel nýtt. Óska honum velfarnaðar.
mbl.is Guðmundur Rúnar til Malaví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslakur leikur!

Það var ekki burðug frammistaða sem íslenska landsliðið í knattspyrnu bauð upp á í kvöld. Í raun og veru hefðu Færeyingar átt möguleika bæði að jafna og að vinna. Miðað við þá leikmenn sem í hópnum var þetta afarslök frammistaða. Hreyfingin í liðinu var lítil, aðstoðin afar slök, kjarkurinn og karakerinn víðsfjærri.

Leikhraðinn í liðinu var ekki mikið meiri en hjá  Færeyjarliðinu, og hefði sómt sér vel í 3 deildinni í Svíþjóð. Lars Lagerbäck ætti að mæta á næsta leik í búningi Línu Langsokks, því ef hann getur ekki stýrt liðinu til þess að spila almenningslegan fótbolta, gæti hann skemmt áhorfendum með fíflalátum eftir leik eða í hálfleik. 

Auðvitað voru  ljósir punktar í leiknum. Kolbeinn Sigþórsson  var góður að vanda og Gunnleifur stóð sig vel, svo og Eiður Smári og Grétar Rafn Steinsson stóðu sig þær örfáu mínútur sem þeir spiluðu. Ég hefði viljað sjá Alfreð Finnbogason fá að spreyta sig, svo og Guðjón Árna Antoníusson sem ekki var í hópnum, en hann hefði sýnt okkur hvaða þýðingu það er að hafa karaktera í liðinu.

Styrlkeiki liðs er oft metin á því hvernig því tekst að nýta sér styrleikamuninn. Ef mismunur liða er þrjú mörk, þarf að ná þeirri niðurstöðu. 1-0 er í raun ósigur. Við erum með stróran hóp úr 21 árs liðinu sem fór í úrslit Evrópukeppninnar og þrátt fyrir að Færeyjingar hafi veri með afar vel spilandi lið, ætti að vera eins klassa mismunur á þessum liðu. Þegar íslenska liðið fór að dala strax í byrjun seinni hálfleiks, þá átti að skipta strax út. Það var í hönum þjálfaranna og niðurstaðan því á þeirra ábyrgð.. 

Árangur landsliðslins á móti Svíum og Frökkum var mjög athyglisverður, þrátt fyri naumt tap. Allir aðilar þurfa að bæta vel  í ef ætlunin er að færa Ísland upp um styrkleikahóp. 

Færeyingar eiga hrós skilið fyrir góðan leik og áttu meiri uppskeru skilið. 


mbl.is Kolbeinn skoraði tvö í fyrsta sigri Lagerbäcks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er komið að leiðarlokum?

Í upphafi þessa stjórnarsamstarfs var greiningin sú að ESB myndi rústa annað hvort VG eða Samfylkingunni. Áður hafði engir kærleikar ríkt á milli þessarra flokka, og þegar Geir Haarde lagði til að VG yrði tekið inn í ríkisstjórnina var það Samfylkingin sem hafnaði. Það skyldi aldrei verða. Flokkarnir tveir kepptu um  forystuna á vinstri vængnum.

Nú þegar líða tekur á kosningar, kemur fram að verði VG sem myndi gjalda ESB vegferðarinnar. Skoðanakannanir benda til fylgishruns VG. Þar sem öllum má vera ljóst að aðildarumsóknin verður ekki afgreidd fyrir kosningar, mun ESB verða eitt af aðalkosningamálunum. Samfylkingin mun verðja á þau 30% sem vilja í ESB, en VG hefur enga stöðu. Í málinu hefur flokkurinn misst trúverðugleika. Nokkrir þingmenn VG átta sig á því að þeir eru að fara af þingi og þeir sem eftir sitja, munu vera í örflokki, sem alltaf eiga erfitt uppdráttar. VG verður í besta falli eins og varta á Samfylkingunni, nokkuð sem kjarni flokksins hefur engan áhuga á. 

Útspil síðustu daga var  yfirlýsing ráðherrarnir Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir  að nú sé tímabært til þess að endurskoða aðildarumsóknin. Tímasetningin er engin tilviljun. Steingrímur Sigfússon er erlendis, þar sem fjölmiðlar ná honum ekki. Ráðherrarnir tveir þær Katrín og Svanhvít eru í þungavikt í íslenskri pólitík. Ólíkar en gera báðar tilkall sem arftakar Steingríms í formanninn. 

 Auðvitað kemur útspilið fram með fullri vitund Seingríms. Á sama tíma fara fram á völlinn, hans langsterkustu fulltrúar. Ef Steingrímur stæði frammi fyrir því að, standa með þeim Katrínu og Svandísi eða að standa með Jóhönnu væri valið auðvelt. Málið er þegar afgreitt og ef þingmenn flokksins leggja ekki strax til fram tillögu á Alþingi um að fresta aðildarviðræðum eða hætta þeim, mun stjórnarandstaðan gera það. VG hefur engan áhuga á að afhenda stjórnarandstöðunni frumkvæðið í málinu.

Því er líklegt að næstu Alþingiskosningar verði í október eða í byrjun nóvember. Með því fer Samfylkingin löskuð til kosninga og með formann sem er búin að tapa tiltrú þjóðarinnar og líka mjög margra sem áður studdu Samfylkinguna. Alþýðuflokksarmurinn og kvennalistaarmurinn hafa engan málsvara.  VG mun því ná að reita fylgi af Samfylkingunni og henda aðildarumsókninni út af borðinu. Forysta VG er búin að átta sig á því að þetta snýst ekki um  báða flokkana. Það verður annar þeirra sem bíður afhroð, og VG sættir sig frekar við þá niðurstöðu að það verði hlutverk Samfylkingarinnar. 


mbl.is „Þetta rífur allt samfélagið á hol“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Ágúst 2012
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband