29.9.2009 | 20:21
Hverja grunaði þetta hrun?
Þeir sáu ekki síðast hrun
Sherlock Holmes og Watson
því enginn hafði grænan grun
nema Guð og Davíð Oddsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2009 | 20:26
Nokkuð fyrirsjáanlegt
Það þurfti engan stórsnilling til þess að finna út að Kristján Guðmundsson yrði ekki áfram þjálfari Keflavíkurliðsins. Kristján tók óvænt við sem aðalþjálfari hjá Keflavík 2005 þegar Guðjón Þórðarson yfirgaf liðið. Undir stjórn Kristjáns náði liðið mjög athyglisverðum árangri og 2008 var liðið komið með aðra höndina á Íslandsmeistarabikarinn, en tókst með ólíkindum að klúðra dæminu á lokasprettinum. Gengið í ár hefur verið langt undir væntingum, með góðan mannskap. Það liggur einhvernvegin beinast við að Willum Þórsson taki við. Leikstíll Willums ætti að henta vel í Keflavík og það kæmi manni ekki á óvart að Keflavík landaði einhverjum bikar á næsta ári.
Kristján hefur sannað sig sem þjálfari og kæmi ekki á óvart að hann endaði á Selfossi á komandi tímabili.
![]() |
Kristján ekki áfram með Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2009 | 22:36
Eru þetta skilaboð?
Össur gagnrýnir Breta og Hollendinga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á sama tíma segir Jóhanna okkur að Icesave málið sé erfitt. Þýðir það að fyrirvörum Alþingis hafi verið hafnað? Hvað stöndum við þá?
Það er kominn vetur og erfiðleikarnir hafa tekið á stjórnarflokkana. Þeir hafa reyndar gert sér þetta erfiðara en ég átti von á með því að leggja áherslu ESB og síðan að gera afleitan Icesave samning. Þá er að taka á þeim erfiðleikum sem við er að etja. Niðurskurðurinn er ekki hafinn. Erfiðleikarnir rétt að byrja. Var einn af þeim sem taldi að eina von okkar væri þjóðstjórn, eða utanþingstjórn, ekki vegna þess að ég skildi vel VG og Samfylkingu að þau vildu láta reyna á vinstristjórn fyrst að þingmeirihluti var fyrir henni. Verkefnið var bara svo stórt, að það þurfti meira til.
Nú er bara spurningin, hver mun leiða þjóðstjórnina?
![]() |
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2009 | 07:14
Sama tilfinning
Fóstur sem tilheyrði öðrum foreldrum, komið fyrir í legi konu vegna rangrar ákvörðunartöku. Við sem þjóð erum með svipaða tilfinningu, sótt var um aðild að ESB og stór hluti af orku stjórnkerfisins er að vinna að því, þrátt fyrir að nánast tvöfalt fleiri séu inngöngu en þeir sem eru henni meðfylgjandi. Nú er stjórnkerfið á fullu að svara 2600 spurningum frá ESB bákninu og margir gera lítið annað. Næsta stig er víst miklu skemmtilegra því þá verða sendar hingað 1500 litabækur. Svo setur ESB fyrir verkefni reglulega næstu tvo árin. Allt til þess eins að við segjum að lokum, ,,nei takk ómögulega, sama og þegið". E.t.v. getum við gefið þennan undirbúning til einhverrar þjóðar sem vill fara inn. Bjölluat, var að mörgu leiti góð samlíking, nema nú höfum við verið nöppuð og erum látin vinna í garði nágrannans sem refsing. Vond tilfinning.
![]() |
Rangt fóstur í glasafrjóvgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.9.2009 | 19:44
Von er á glæsilegri niðurstöðu
![]() |
Fjármálaráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 07:55
Hagamiðlarnir umturnast
Nú velta menn sér fyrir hver verður ritstjóri Morgunblaðsins. Hagamiðlarnir (áður Baugsmiðlarnir) hafa farið hamförum yfir þeim hugmyndum að Davíð Oddson gæti orðið næsti ritstjóri. Hagamiðlarnir hafa sannarlega haft áhrif á íslenskt þjóðfélag, en það verður að segja eins og er, að áhöld eru um hvort þau áhrif hafa verið að öllu leiti jákvæð. Eftir hrunið ákváðu eigendur miðlanna að tryggja eignarhlut sinn. Var verið að verja fjárhagslegan ávinning eða einhverja aðra hagsmuni .....og hverja þá?
Það er annar hópur sem fer hamförum vegna þessara hugmynda um ráðningu í ritstjórastólinn og það eru hörðustu stuðningsmenn Samfylkingarinnar hér á netinu. Merkilegt nokk, en þessir sömu menn virðast af einhverjum ástæðum ekki gera neinar athugasemdir við að einn aðal útrásarvíkingurinn skuli enn eiga meira en helming af öllum fjölmiðlum landsins.
Ég á ekki von á því að Hagamiðlarnir fái að ráða ritstjóra Morgunblaðsins, það hljóta eigendur Morgunblaðsins að gera. Þegar ég velti fyrir mér hver hver tæki við sem ritstjóri komu þrjú nöfn í hugann Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason. Allir þessir menn eru vel ritfærir, og eru líklegir til þess að örva umræður á Íslandi. Það er bara gott. Sjálfsagt eru fleiri menn sem gætu sinnt þessu verkefni vel. Hver sem ráðinn verður, er það óskandi að Morgunblaðið muni efla lýðræðislega umræðu.
![]() |
Söluverð til kaupa bréfa af eigendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2009 | 07:26
Gagnrýnin umfjöllun óskast
Af einhverjum ástæðum virðist sem umfjöllun um íslenska fasteignamarkaðinn sé æði oft mjög yfirborðskennd. Oftar en ekki kemur Ingibjörg Þórðardóttir formaður fasteignasala fram í fjölmiðlum, og mat hennar virðist oft þjóna þeim tilgangi einum að reyna að örva sölu. Þegar fólk er að kaupa eða selja eignir er oftast verið að sýsla með aleigu fólks og því mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um þennan málaflokk af árbyrgð. Það verður að gera á annan hátt en að endursegja gagnrýnislaust boðskap formanns fasteingasala.
![]() |
Fasteignamarkaðurinn loksins að taka við sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Efnahasmál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.9.2009 | 21:42
Voða hissa?
Stjörnunni var spáð niður á þessu ári. Það er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem nýliðar koma á óvart í úrvalsdeildinni. Nægir að minna á gengi Fjölnismanna á síðasta ári. Sem gömlum félaga fagnaði ég gengi liðsins framan af, en óttaðist einnig að spilamennskan gæti orðið brothætt þegar líða tók á. Það varð og raunin. Liðið spilaði frekar aftarlega á vellinum, en tók síðan hraðar sóknir fram og þá oft með löngum sendingum. Lið sem þekkja svona spilamennsku, eiga að geta varist henni tiltölulega auðveldlega. Í 10 leikjum í seinni umferð hefur Stjarnan náð einum sigri og tveimur jafnteflum. Það getur nú varla talist ásættanleg niðurstaða. Í fyrri umferðinni sáust oft skemmtileg tilþrif hjá liðinu, en þeim hefur fækkað umtalsvert í þeirri seinni. Í tveimur leikjum sumarsins hefur liðið fengið á sig 7 mörk, sem er nægjanlegt til þess að skoða málið mjög vel fyrir næsta tímabil.
KR liðið hefur hins vegar verið á uppleið og getur verið ánægt með þetta sumar.
![]() |
Logi Ólafsson: Góður sóknarleikur skilaði sjö mörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009 | 23:59
Samskipti við erlenda fjölmiðla
Það er hægt að gagnrýna margar ákvarðanir Geirs Haarde, en það hlýtur að hafa verið erfitt að vera í hans stöðu eftir hrunið að halda sjó. Reglulegir blaðamannafundir voru til góðs og Björgvin Sigurðsson stóð sig vel við hlið hans í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem Geir Haarde fékk hrós fyrir var góð framkoma hans í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Hann hefði átt að nýta sér þennan styrkleika enn frekar. Þegar kom fram á þetta ár minnkaði upplýsingaflæðið til almennings og það varð ríkisstjórninni að falli. Við tók ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Ný ríkisstjórn hefði átt að læra af mistökum fyrri ríkisstjórnar, það hefur hún ekki gert.
Það er sjálfsagt hægt að gagnrýna framgöngu Geirs Haarde í þessu viðtali og í öðrum viðtölum við erlenda fjölmiðla. Við getum borið þessi viðtöl saman við þau viðtöl sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur átt við erlenda fjölmiðla á undanförnum mánuðum.
![]() |
Hefðu átt að minnka umsvifin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2009 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2009 | 15:46
Rúinn inn að skinni.
Maðurinn fór í ráðgjöf á föstudaginn, skítblankur. Ríkisstjórnin búin að rýa (rúa) manninn inn að skinni, með skattaálögum. Enginn matur til lengur. Ráðgjöfin, það er til nóg. Tíndu sveppi og maðurinn hlýddi. Lífið vissulega bærilega og ókeypis gisting fylgdi í framhaldinu, og morgunverður.
![]() |
Nakinn og til vandræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10