14.12.2012 | 06:58
Þrjú hjól undir bílnum
Þessi ríkisstjórn fékk sannarlega stuðning í byrjun tímabilsins, enda ekki vanþörf á. Hennar beið mikil og erfið verkefni. Á slíkum tímum blómstara miklir leiðtogar. Margt féll með ríkisstjórninni, hátt fisverð, makríllinn, stækkun á álverinu í Straumsvík og stóraukinn ferðamannastraumur. Það var bara leiðtogastjórnunina sem vantaði. Ef frá er talinn vel heppnaður þjóðfundur þá hefur æði margt klúðrast. Uppgjör með Landsdómi, var eitthvað sem heiðvirkt fólk skammast sín fyrir. Icesavesamningarnir urðu eitt allsherjar klúður, svo og stjórnarskrármálið. Já svo er það ESB. Ríkisstjórnin fundaði með heimamönnum, á Suðurnesjum, fyrir austan, norðan vestan og sunnan. Alls staðar var lofað þúsundum starfa. Svo kemur Hagstofan og segir að það hafa bara alls ekki komið nein störf, heldur hafi störum fækkað.
Þá fara að koma brestir í krukkuna. Hjólabúnaðurinn á skrjóðnum fer að gefa sig. Úr stjórnarliðinu kvarnast þar til kemur að því að óánægðir stjórnarliðar geta stoppað öll mál. Heilbrigðisráðherra ætlar að lauma launahækkun til forstjóra Landspítalans upp á 500 þúsund á mánuði á sama tíma og allir aðrir þurfa að herða sultarólina. Þar er allt sprungið. Verkföll og uppsagnir framundan. ASÍ gefst upp. Ekkert traust lengur og háskólasamfélagið hafnar stjórnarskrárfrumvarpinu.
Skrjóðurinn er fastur, eitt hjólið er farið og hin eri á sömu leið.
![]() |
Ekkert til okkar að sækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2012 | 19:56
Bankamál
Aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingabanka er löngu tímabær aðgerð. Hún er reyndar hluti af þeirri hugmyndalegu breytingu sem þarf að fara fram á bankakerfi, landa og heimsins. Í þeim efnum höfum við einfaldlega tínt áttum. Við erum alin upp við þá ímynd banka, að banki sé traustur, hann á að vera andstæða, áhættu og áhættusækni. Til að hnykkja á þessari ímynd eru bankar, traustar byggingar með stórum geymsluhvelfingum. Okkur voru sýndar stórar og þungar hurðir, sem lokuð þessum hvelfingum, og geymdu peningana okkar og verðmæti. Bankamenn voru traustvekjandi vel klætt fólk, fólk sem bauð af sér trúnað og traust. Þannig vildum við hafa umgerðina um peningana okkar. Þú lagðir peningana þína í bankann, hann sá um allar greiðslur, þú gast fengið lán þegar þú þurftir. Þú byggðir upp þitt traust í bankanum, sem allir liti á sem verðmæti, bankinn treysti þér og þú treystir bankanum. Bankinn sá einnig um fyrirtækin, fyrirtækið sem þú vannst hjá. Hvenær breyttist þetta allt saman er stóra spurningin?
Það er erfitt að nefna dagsetningu, en eitthvað mikið gerðist á tímabilinu 1995-2000. Banki var ekki lengur banki, upp risu verðbréfafyrirtæki og til varð hugtakið fjármálastofnun. Peningar urðu vara, fjárfálastofnanir buðu nú allskonar fjármálaafurðir. Sá sem var frjóastur í slíkri framleiðslu græddi mest, kúnnarnir streymdu að, með peninga eða til að taka lán. Nýju fjármálastofnanirnar, bjuggu til flókna fjármálagerninga og voru jafnvel með þér í business.
Það er óþarfi að rekja þessa sögu en 2008-2009 hrundi þetta kerfi. Hreinsunarstafi er ekki lokið, það er lagt í land. Hreinsunarstafið er bæði huglægt og kerfislegt. Erfiðasti þátturinn er sá huglægi. Sú uppstokkun sem þarf að fara fram er nefnilega svo umfangsmikil að hana verður að taka í skrefum. Enginn veit hvað er fyrsta eða besta skrefið. Skrefin verða þó að vera í rétta átt.
Einn miklivægt skref er að aðskilja viðskiptabanka og fjáfestingabanka. Hætta að fela áhættuna inni í einni stofnun, hún þarf að vera sýnileg og öllum ljós.
Úrtöluraddir segja þetta er ekki fyrsta skrefið, þetta skapar dýrara kerfi og óhagræði. Hlustum ekki á þetta, þetta er skref í rétta átt, það er nóg fyrir mig !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2012 | 12:27
Vafningsmálið
Vafningsmálið hefur nú verið til meðferðar hjá dómstólum. Mál þetta hefur m.a. vakið athygli fyrir þá sök að formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson hefur verið kallaður sem vitni í málinu.
Bjarni gerði í réttinum grein fyrir sinni aðkomu að þessu máli. Í stuttu máli var hún, að hann skrifaði undir skjöl í Glitni banka, samkvæmt umboði. Efnislega aðkoma hans að málinu var engin.
Aðkoma Bjarna hefur nú verið staðfest fyrir rétti. Hann svarar þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar og í réttarhaldinu er þáttur hans í málinu alveg skýr. Ekki verður þar séð að nokkuð það sem hann gerði sé saknæmt.
Í réttinum eru skrif og ávirðingar í DV um Bjarna og aðkomu hans að málinu, gerð ómerk og rakalaus. Spuni blaðsins og æsifréttamennska um málið, fellur með braki og brestum. Sé einhver ærleg taug til í forráðamönnum blaðsins ættu þeir að biðja Bjarna og fjölskyldu hans afsökunar á skrifum sínum. Miklar efasemdir eru að slík taug sé til.
Það er einnig mikilvægt að borgarar þessa lands, láti ekki áróður og illmælgi, villa sér sýn. Þó forystumenn stjórnmálaflokkanna verði að þola gagnrýni, verður sú gagnrýni heiðarleg, þeir eiga einnig börn og skyldmenni sem umræðan bitnar á.
Sigurður Guðjónsson hæstaréttarlögmaður sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku um grein á forsíðu DV:
Ég hef nú séð margar grófar aðdróttanir í gegnum tíðina af hálfu blaðamanna á Íslandi, en ég hef aldrei séð að maður hafi verið borinn jafn alvarlegum sökum lengi og þessi fyrirsögn gefur til kynna,"
Í máli Sigurðar G. Guðjónssonar kom fram að það sem skipti öllu máli sé það að efni allra skjalanna sé rétt og undirritun Bjarna er rétt. Þá skiptir það ekki sköpum fyrir skjalið hvort undirskriftin sé áttundi eða ellefti,"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2012 | 05:59
Stjórnviska Guðbjartar.
Guðbjartur Hannesson er frambjóðandi til formanns í Samfylkingarinnar Hann gæti hafa fengið eftirfarandi símtal sem heilbrigðisráðherra:
,,Þetta er Björn Zoega forstjóri LHS. Mér hefur verið boðið starf erlendis, sem fyrir mig er mjög spennandi. t.d. miklu betri laun".
GH segir: ,,Þetta eru slæmar féttir fyrir okkur, þú hefur staðið þig alveg frábærlega. Hvað þarf til að þú haldir áfram "?
BZ, ég verð að fá hærri laun, það er nokkuð ljóst.
GH ég skal skoða þetta og tala við þig.
Daginn eftir tala GH við BZ, ef ég hækka laun þín um kr. 500.000, - á mánuði ertu þá sáttur. Já done deal segir BZ. Þegar GH kynnir þessa lausn verður allt brjálað, enda hugmyndin arfavitlaus.
Næsta samtal GH við BZ er, ég kem þessu ekki í gagn, við verðum að draga þetta til baka. Sorry.
Þetta klúður GH og skortur á stjórnvisku, hefur eyðilagt BZ. Hann átti einn að fá launahækkun af því að hann var svo góður stjórnandi, engir peningar fyrir hjúkrunarfræðinga. BZ er svikari við sitt fólk, hann átti að fá, en það ekki. Hann deilir ekki lengur kjörum með þeim og vinnuálagi, hann hugsar bara um sinn rass, er myndin sem dregin er upp.
Þessi frábæri stjórnandi hefur verið eyðilagður. Fyrir hann er best að hætta strax. Hann getur þakkað HG fyrir hans brilljant lausn, klúður á sínum málum. Erfitt er að sjá að forstjóri Landspítalans geti fengið starfsmenn Landspítalans til að sætta sig við lág laun. Hjúkrunarfræðingar hafa hafið baráttuna og aðrar stéttir spítalans munu sigla í kjölfarið.
Stórlega má efast um stjórnvisku Guðbjartar. Verði hann formaður Samfylkingar, þurfa aðrir ekki að óttast þennan flokk, nema þá að einhver vildi vinna með þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2012 | 12:55
Spennandi þrír nýjir þingmenn úr Reykjavík
Því miður eru fáir spennandi einstaklingar að koma fram sem kandídatar í komandi kosningum. Síðast komu einstaklingar eins og Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Aðeins Ásmundur fer nú fram en nú fyrir Framsókn. Feiknarefnilegur þingmaður, sjálfum sér samkvæmur og berst fyrir sínum málefnum. Hin þrjú fengu ekki rými í sínum flokki, þrátt fyrir að vera í meirihluta.
Mest spennandi þingmannsefnin nú eru Brynjar Níelsson sem mun lyfta sér upp fyrir flokkspólitíska sérhagsmuni. Það er mikill fengur af slíkum kalíber á þing. Hanna Birna hefur talsverða reynslu úr Borginni, og hefur leitast við að koma með ný vinnubrögð sem þjóðin þarf sannarlega á að halda. Mjög öflug. Frosti Sigurjónsson sem mörgum á óvart bauð sig fram fyrir Framsókn, en myndi ná örugglega ná árangri í hvaða flokki sem er. Frosti leiddi baráttu gegn samþykkt Icesave, á einstaklega faglegan hátt. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og frjór.
Það einkennir þau Brynjar, Hönnu Birnu og Frosta að styrkja Alþingi umtalsvert. Við þurfum meiri samvinnu milli þingmanna mismunandi flokka. Hlusta á góðar hugmyndir hvar sem þær koma. Þingmenn þurfa að lyfta sér upp fyrir það plan sem pólitíkin hefur verið á. Það tekur hins vegar tíma að aðlagast nýjum vinnustað.
![]() |
Listarnir samþykktir hjá framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2012 | 23:52
RÚV blandar sér í viðkvæm dómsmál!
Það er varla hlutverk fréttastofu, eða starfsmanna RÚV að blanda sér í viðkvæm dómsmál, enda þarf að huga að hlutleysisreglum RÚV. Það gerist ekki oft að manni sýnist þessar reglur eru brotnar, en starfsmenn stofnunarinnar eiga það þá til að bregaðst við af miklum hroka. Það sést t.d. á því að RÚV ætlar að borga kostnað sem féll á starfsmann eftir að hann tapaði dómsmáli.
Í kvöld fjallar Helgi Seljan um svokallað Vatnsendamál. Málatilbúnaðurinn er með ólýkindum. Ef ég þekki rétt eru þegar fallnir 3 hæstaréttardómar í erfðamálinu og Vatnsendabóndinn unnið þá alla. Nú ber svo við að dómari í Hérðaðsdómi Reykjaness, dæmir að Vatnendajörðin sé í búi sem ekki hafi verið skipt. Þar með kemst dómarinn að annarri niðurstöðu en Hæstiréttur hefur gert áður, sennilega til þess að snupra Hæstarétt.
Afi Þorsteins Hjaltested erfir jörðina með þremur skilyrðum.
1. Erfingi þarf að hafa bú á jörðinni.
2. Ekki má veðsetja jörðina, (nema að mjög takmörkuðu leiti)
3. Ekki má selja land úr jörðinni
Svo er til þess getið að jörðin skuli erfist til elsta barns í karllegg.
Nú bý ég ekki langt frá Vatnsenda og hef kynnt mér forsendur allvel. Veit ekki til þess að nokkur þessara skilyrða hafi verið brotin.
Rætt var við tvo föðurbræður Vatnsendabóndns og þeir lýsa því hvernig móðir þeirra var borin út af Vatnsenda á sínum tíma. Miðað við fyrirliggjandi ákvæði úr erfðaskrá, er hins vegar vandséð hvernig ganga á gegn ákvæðum erfðaskrárinnar, þrátt fyrir að strákarnir væru bara 5 og 6 ára.
Sá leikþáttur sem áhorfendum var boðið upp á í Kastljósi, er mjög ámælisverður. Þrátt fyrir að annar aðili í dómsmáli vilji ekki tjá sig um mál í sjónvarpi, áður en dómur fellur í Hæstarétti, ber RÚV að gæta hlutleysis. Er þetta e.t.v. það sem við megum búast við hvað varðar dómsmál í framtíðinni?
Bloggar | Breytt 27.11.2012 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2012 | 23:06
Er tími prófkjöranna liðinn?
Prófkjörin að undanförnu kalla á margar spurningar. Er tími þeirra liðinn , eða a.m.k. í núverandi mynd?
Þegar prófkjör Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var í Kraganum, var áhugavert að sjá hvernig niðurstaða þeirra var túlkuð. 35% þáttaka af svokallaðri kjörksrá þótti afar slæm þáttaka hjá Sjálfstæðisflokki. Hins vegar þótti 37% þáttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar ekkert tiltökumál.
Málið er að fjöldi félaga í stjórnmálaflokkunum er stórlega oftalin. Mjög margir eru skráðir í fleiri en einn stjórnmálaflokk, sem á oftast nær þá skýringu að viðkomandi hefur tekið þátt í prófkjörum til þess að styðja vini og vandamenn. Svokallaðar kjörskrár hafa lítið með stuðningsmenn eða félagsmenn flokkanna að gera.
Meiningin með prófkjörum er ekki slæm. Að einstaklingar sem áhuga hafa á stjórnmálum og vilji gefa kost á sér, geti auðveldlega boðið sig fram og kjósendur geti síðan gert upp á milli aðila.
Gallinn er bara sá, að þó að gott fólk vilji gefa kost á sér, þá kostar slíkt mikla fjármuni og vinnu. Einstaka frambjóðendur hafa komið upp sérstökum kosningamaskínum. Harðsnúið lið, með tölvkerfi sem fer milli kjördæma til þess að tryggja hinum útvöldu kosningu. Síðan er fólki smalað á kjörstað með miða meðferðis sem segir því hvernig merkja eigi við á kjörseðlinum. Þetta þekkist í öllum flokkum.
Núverandi fyrirkomulag prófkjöra hefur gengið sér til húðar.
![]() |
Úrslit leysa ekki togstreitu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.11.2012 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 07:13
Aftur inn á miðjuna?
![]() |
Konur styrkja stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2012 | 23:25
Naut verðandi formaður Samfylkingarinnar aðeins stuðnings 0,33%?
Það er mjög alvarlegt hversu lausir svokallaðir ,,sérfræðingar" fjölmiðlanna eru hvað varðar gagnrýna hugsun. Er kjörsókn mikil eða lítil eða er stuðningur við frambjóðendur lítill eða mikill? Árni Páll fékk 1041 atkvæði í Kraganum. Það er vissulega aðeins 0,33% ef með eru teknir allir landsmenn. Þá þarf að geta þess að ekki geta allir landsmenn tekið þátt í prófkjöri í Kraganum, og aðeins þeir sem búa á svæðinu sem náð hafa ákveðnum aldri.
Á kjörskrá Samfylkingarinnar í Kraganum voru 5693 og kjörsókn því ,,aðeins" um 37% og Árni Páll fékk því ,,aðeins" atkvæði 18,29% þeirra sem var á kjörskrá. Aftur þarf að greina betur. Á kjörskrá flokkana eru allir þeir sem hafa skráð sig í flokkinn og hafa tekið þátt í prófkjörum á undanförnum árum. Í prófkjörinu nú tóku að sjálfsögðu þátt einstaklingar sem munu alls ekki kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum og hugsanlega aldrei. Þetta fylgi borgar ekki félagsgjald, en það er tilbúið að koma í prófkjör til þess að veita ákveðnum einstaklingi brautargengi. Þessir einstaklingar búa til í raun falska kjörskrá. Það sem verra er, þetta lið verður áfram á kjörskrá í næsta prófkjöri. Gróflega er talið að innan við 50% þeirra sem eru á kjörskrá muni ekki kjósa viðkomandi flokka. Miðað við þetta er þáttaka í prófkjönunum vel viðuandi.
Árni Páll fékk um 48% atvæða þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu og má vel við una. Sérstaklega vegna þess að flokksmaskínan vann á móti honum. Bjarni Benediktsson fékk tæplega 55% sem er heldur lakara en hann reiknaði með, en Bjarni beitti sér ekki í prófkörinu. Össur fékk tæplega 39% í fyrsta sætið í Reykjavík og er örugglega nokkuð sáttur.
Rússnesk kosning er liðin tíð. Það eru nýjir tímar. Það verða bæði frambjóðendur að taka tillit til, en ekki síður ,,sérfræðingar" fjölmiðlanna sem stundum viðast vera út á túni.
![]() |
Sigríður opin fyrir formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2012 | 01:08
Íslenska alþýðulýðveldinu hafnað!
![]() |
Hafnfirðingar eiga ekki stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10