23.10.2023 | 17:26
Skipta lögin einhverju máli?
Gróf valdbeiting á sér víða stað í þjóðfélaginu. Inn á heimilunum en líka í samskiptum einstaklinga, félaga og stofnana í þjóðfélaginu. Til þess að verja brotaþola setur Alþingi lög. Þrátt fyrir það getur valdbeiting átt sér stað í langan tíma, stundum mörg ár áður en hægt er að stöðva athæfið sem oft á tíðum verður vart kallað annað er ofbeldi.
Þessa dagana er verið að taka á tveimur slíkum málum.
Annað er málefni Biskups.
Fyrrverandi biskup tekur þá ákvörðun að láta undirmann sinn framlengja ráðningarsamning sinn, sem á sér enga lagastoð. Í starfi er hún sökuð um misbeitingu valds á mjög grófan hátt. Áfrýjunarnefnd Kirkjunnar hefur fellt sinn dóm, og þeim dómi verður ekki áfrýjað. Ljóst að framgagna biskups mun kalla á málaferli þar sem brotaþolar munu sækja rétt sinn. Meint misbeiting valds hefur staðið í langan tíma, nokkrir þolendur og meintur gerandi er sjálfur biskup og nokkrir fylgifiskar hennar.
Hitt dæmið varðar meinta grófa valdníðslu Samgöngustofu, nánar sagt Siglingasviðs Samgöngustofu. Þegar skip er skráð hjá Samgöngustofu er hægt að gera það miðað við þegar skipið fær haffærisskírteini og þá er skipið fullklárað, eða þegar smíði skips fer á stað og þá er talað um þegar kjölur er lagður á skipi. Þetta getur skipt máli ef reglugerðarbreytingar verða á meðan smíðum skips stendur. Í þessu tilfelli hófst smíði skips 1999, en svo verður reglugerðarbreyting í ársbyrjun 2001. Smíði skipsins lýkur síðan 2003. Samgöngustofa flokkar glæsilegasta farþegaskips landsins eftir nýju reglugerðinni, sem skemmtibát sem má flytja 12 farþega þegar farið er út fyrir Faxaflóahöfn, í stað þess að flokka skipið rétt skráð sem farþegaskip en það var flutt inn sem slíkt, sem má flytja 120 farþega þegar farið er út fyrir Faxaflóahöfn.
Samkvæmt Stjórnsýslulögum, sem fjalla um samskipti opinberra aðila annars vegar og einstaklinga og fyrirtækja hins vegar er tilgreind Rannsóknarreglan: ,,Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því“.
Í þessu tilfelli þarf Samgöngustofa að fá staðfestingu á hvenær kjölur er lagður á skipinu. Skipasmíðastöð skipsins er eini aðilinn sem getur gefið út skipasmíðaskíteini þar sem m.a. fram kemur hvenær kjölur skipsins var lagður. Samgöngustofa fékk nafn, símanúmer, netfang ofl upplýsingar skipasmíðastöðvarinnar og síðan skipasmíðaskírteini skipsins. Fyrir dómi kom framkvæmastjóri skipasmíðastöðvarinnar og sagði að skírteini það sem Samgöngustofa hafði undir höndum væri unnið af honum. Hann fullyrti að Samgöngustofa hafi aldrei leitað til þeirra, hvorki símleiðis eða skriflega.
Hins vegar hafði Samgöngustofa samband við sendiráðsritara Mexíkó í London, og fékk hjá honum tvær yfirlýsingar sem sögðu að annars vegar hefði smíði skipsins sem 40 metra langt, hafi tekið 27 daga og hins vegar 4 mánuði. Skipaverkfræðistofa hérlendis taldi fráleitt að smíði skips tæki minna en 3-4 ár. Fyrir dómi kom í ljós á bak við yfirlýsingar sendiráðsritarans um smíði skipsins voru engin gögn, ekkert! Hvergi í heiminum eru sendiráðsritarar látnir gefa út skipasmíðaskírteini!
Þetta mál hefur tekið 5 ár. Í Landsrétti kom fram að Samgöngustofa hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni og nú er búið að taka málið fyrir í Hæstarétti sem sjálfsagt skýrir betur hvernig opinberir aðilar eig að sinna rannsóknarskildu sinni. Samgöngustofa mun eiga von fleiri málaferlum vegna annarra mála, þar sem valdi hefur verið misbeitt.
Á bak við svona mál eru fjölskyldur, þ.m.t. börn. Mörg hjónabönd rofna hjá þolendum í svona málum, önnur halda en bogna. Það er mikilvægt að lögin séu til staðar, en margra ára barátta stafar m.a. af því að gott fólk grípur ekki inní þegar ofbeldið á sér stað. Ábyrgð þessa fólks er mikil, með aðkomu þeirra væri óþverrahátturinn minni og stundum gæti inngrip komið í veg fyrir mjög vonda hluti. Þetta fólk ætti að setja sig inn í hlutina og athuga þá lagaumgjörð sem viðkomandi starfsemi býr við. Síðan er þetta oft spurning um kjark. Það sem uppúr stendur er að lögin skipta svo sannarlega máli.
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.10.2023 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2023 | 09:21
Í ofbeldissambandi.
Samskipti hins opinberra, ríkis, sveitarfélaga annars vegar og einstaklinga og fyrirtækja hins vegar er oft eins og sambönd fólks. Þau geta verið góð, en þau geta líka verið afar slæm. Þegar þau eru hvað verst eru þessi sambönd hreinræktuð ofbeldissambönd.
Nú í þessum mánuði fer eitt mál vegna samskipta fyrir Hæstarétt. Fyrirtæki þarf að kæra Samgöngustofu fyrir ofbeldissamskipti. Um er að ræða Siglingasvið Samgöngustofu. Fyrsta dómsmál fyrirtækisins vegna vinnubragða Samgöngustofu snérist um að starfsmenn Samgöngustofu tilkynntu meint brot fyrirtækisins til Landhelgisgæslunnar fyrir að sigla með of marga farþega í Faxaflóa. Landhelgisgæslan fór með varðskip og tók umrætt skip og færði til hafnar. RÚV var kallað til og fjallað var um málið sem stórhættulegt athæfi. Lögreglusjórinn á Höfuðborgarsvæðinu höfðaði mál gegn skipstjóra skipsins. Dæmt var í málinu og skipstjórinn sýknaður. Í ljós kom að starfsmenn Samgöngustofu höfðu skilgreint ,,sér svæði“ þar sem þeir vildu að skipið fengi að sigla á innan Faxaflóahafnar, en slík takmörkun hafði bara enga lagastoð. Þetta er svona eins og einstakir lögreglumenn myndi ákveða að taka einhvern bílstjóra, og sekta hann fyrir að aka á 50 kílómetra hraða, þar sem 60 kílómetra hraði væri leyfilegur, sem geðþóttaákvörðun. Embætti Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ákváðu að sætta sig við dóminn og áfrýja ekki. Þessi dómsniðurstaða hafði engin áhrif á Samgöngustofu, né Landhelgisgæsluna sem, töldu sig ekki bundna af þessari dómsniðurstöðu og héldu áfram að taka viðkomandi skip. Fjölmiðlamenn RÚV komu síðan og sýndu aftur ,,meintan glæp“ í beinni. Aðgerðir sem olli fyrirtækinu umtalsverðu tjóni.
Aðalágreiningur Samgöngustofu og fyrirtækisins í stuttu máli er sú að á meðan byggingu skipsins stóð, breyttist alþjóðleg reglugerð gerð skipa. Bygging skipa tekur oft 3 til 5 ár. Í svona tilfellum gildir sú reglugerð þegar kjölur skipsins var lagður, þ.e. í byrjun byggingartímans. Umrætt skip ætti þess vegna að flokkast sem ,,gamalt skip" rétt eins og flest öll farþegaskip á Íslandi, og kröfur gerðar til skipsins miðað við gömlu reglugerðina. Samgöngustofa vill hins vegar að þetta tiltekna skip verði flokkað eftir nýju reglugerðinni, sem það stenst að sjálfsögðu ekki, nokkra skoðun. Þegar skipið fékk fyrst bráðabirgða haffæriskírteini fyrir siglingu til landsins frá Mexíkó var það skráð sem ,,nýtt skip“. Nýir eigendur kaupa síðan skipið og sækja um rétta skráningu fyrir skipið sem nota átti í hvalaskoðunar og norðurljósasiglingar. Slíkar leiðréttingar hafa oft verið gerðar hérlendis og erlendis. Samgöngustofa neitaði hins vegar og hefur málið tekið rúm 5 ár. Í sumar féll síðan dómur í Landsrétti og þar kemur fram að Samgöngustofa hefur ekki kannað smíðasögu skipsins hjá viðkomandi skipasmíðastöð, og hefur ekki einu sinni haft samband við skipasmíðastöðina þrátt fyrir að fá allar upplýsingar um síma og netfang. Niðurstaða Landsdóms er afgerandi. Samskipti Samsögustofu og fyrirtækisins höfðu verið kærð sem Stjórnsýslubrot til Innviðaráðuneytisins. Niðurstaða Innviðaráðuneytisins sagði að ekkert væri athugavert við samskiptin. Landsréttur var á öðru máli og felldi úrskurð Innviðaráðuneytisins úr gildi.
Í Stjórnsýslulögum er sett á opinbera aðila þá skylda að rannsaka mál áður en þeir taka ákvörðun. Í þessu dæmi hefði Samgöngustofa átt að leita eftir staðfestingu frá skipasmíðastöðinni hvenær kjölur varlagður. smíði skipsins. Þ.e. hvenær var kjölur lagður. Slíkt hefði átt að gera með því að fá skipasmíðaskírteini frá skipasmíðastöð skipsins . slíkt skírteini hefur Samgöngustofa fengið en ákveður að taka ekki mark á því. Fyrir það fær Samgöngustofa ákúru frá Landsrétti. Þegar hafa mál fallið í Hæstarétti þar sem mikilvægi þess að opinberir aðilar virði Stjórnsýslulögin og virði rannsóknarskildu sína. Um það fjallar Hæstiréttur aftur nú í næstu viku.
Í þessu máli hafa margir aðilar í stjórnkerfinu brugðist. Samgöngustofa, Innviðaráðuneytið, fjölmiðlar og Samgöngunefnd Alþingis. Það er óásættanlegt að samskipti opinberra aðila við einkaaðila og fyrirtæki séu byggð á grófu ofbeldi. Það býr ekki til gott samfélag.
Hér má sjá nánar fjallað um málin það sem þetta fyrirtæki hefur þurft að fara í gegnum í samskiptum við opinbera aðila.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2023 | 13:39
Hræddi félagsmálaráðherrann
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir líkamsárás gegn gesti á ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 vera grafalvarlegt mál. Það komi honum hins vegar ekki á óvart að svo hafi orðið miðað við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks í samfélaginu. Hann sagðist hafa orðið ógurlega hræddur!
Tilefnið var sannarlega alvarlegt. Það að lemja mann til óbóta, hvort sem hann er samkynhneigður eða gagnkynhneigður er sannarlega mjög vont mál.
Félagsmálaráðherra er hins vegar ekki bara ráðherra samkynhneigðra, hann ætti að vera félagsmálaráðherra okkar allra, sem hann er ekki. Sjóndeildarhringurinn nær bara um rassgatið á honum sjálfum og hans fólki. Gagnkynhneigðir karlmenn mega sætta sig við árásir og misrétti, og það er eins og ráðherranum sé slétt sama. Hvar var ráðherrann í máli Gylfa Sigurðssonar knattspyrnumanns, eða Kolbeins Sigurþórsson eða Arons Gunnarsson? Dæmin eru fleiri. Nei, félagsmálaráðherrann gerir ekkert í málinu, þar sem þolendurnir eru ekki samkynhneigðir. Nýjasta dæmið er Albert Guðmundsson og KSÍ setur hann út úr landsliðinu.
Er ekki kominn tími til að félagsmálaráðherrann Guðundur Ingi Guðbrandsson fái sér annað starf!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2023 | 19:00
Kópavogsborgarlínan
Kópavogsborg var hugmynd sem ég bloggaði um á sínum tíma, en þá komu upp hugmyndir um að sameina Kópavogskaupstað og Reykjavíkurborg. Þessa hugmynd setti ég fram við borgarfulltrúa í Reykjavík á sínum tíma, þegar viðkomandi taldi það lausn allra mála að sameina Kópavogskauptað og Reykjavíkurborg. Að taka heitin og úr yrði Kópavogsborg. Viðkomandi fór í fýlu. Eins og nafnið skipti öllu máli. Nú þegar Reykjavíkurborg er með allt niður um sig fjárhaglsega, gæti komið að þeim tímapunkti að Kópavogur tæki Reykjavíkurborg yfir. Borgarlínan eitt og sér kallar auðvitað á algjöra endurskoðun á verkefninu. Annað hvort voru áætlanir gerðar af þeim sem ekkert vissu hvað þeir voru að gera, eða vítsvitandi var að blekkja til þess að ná verkefnilð færi af stað hvað sem það kostaði Áætlaður kostnaður er kominn úr 120 milljörðum í 330 milljarða.
Sá sérfræðingur sem hefur haldið haus í ferlinu er reynsluboltinn og samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason, en hann þekkjum við Kópavogsbúar af afar góðu. Þar fer fram reynsla, þekking og viska.
Nú þarf að endurmeta samgöngusáttmálann. Þá væri það hugmynd að endurnefna verkefnið því að nafnið Borgarlínan er alvarlega löskuð Er Kópavogsborgarlínan ekki tilvalið heiti á endurbættu verkefni? Dæmi sem þarf alveg að hugsa upp á nýtt, og þá með vönduðum vinnubrögðum.
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.9.2023 kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2023 | 23:18
Leggjum RÚV niður.
Hef verið mikill aðdáandi BBC og einnig þýskra ríkisfjölmiðla. Þar er hlutleysi lykilatriði. Meir og meir hef ég fengið efasemdir hér heima. Við höfum rétt til þess að velja okkur trúfélög, ekki vera bundin að greiða til eins umfram annað. Þá eigum við að fá að velja þá fjölmiðla sem við viljum hafa. Sem áður mikill stuðningsmaður RÚV, er ég það ekki lengur. Ákveðnir slappir starfsmenn RÚV ákveða að starfsmenn séu svo slappir að þeir hafi ekki getu til að vera hlutlausi Þá er jarðvegur fyrir RÚV brostinn sem ríkisfjölmiðil. Ég vil ekki greiða til RÚV árlega, með mínum sköttum. Vil ráðstafa mínu framlagi annað. Starfsmenn eins og Egill Helgason, Gísli Marteinn Baldursson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir hafa sannfært mig með frammistöðu sinni, að tíminn er kominn. Leggjum RÚV niður. RÚV er algjör tímaskekkja!
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.9.2023 kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2023 | 22:34
Líka þjófótt?
Það er þekkt saga af ungri stúlku, sem fékk þá spurningu frá kennara sínum. ,,Hvaðan hefur þú það að vera svona lygin? Kom svarið ákveðið. Ja, ekki lýgur mamma, og svo kom lög þögn og afar lágvært svar, og ekki lýgur pabbi! Pabbi hennar var einhver lygnasti maður í þorpinu og þó víðar væri leitað. Svandís Svavarsdóttir segir í viðtali við fjölmiðla í dag að hún hafi ekki ekkert fengið nema jákvæð viðbrögð, þegar hún tilkynnti ákvörðun sína um hvalveiðarnar". Svarið er ekkert nema spaugilegt. Svandís veit upp um sig sökina. Að öllum líkindum hefur hún brotið lög í vor, og ákvörðunin þá ekkert annað en gróf valdníðsla.

30.8.2023 | 08:58
Kíkt út úr skápnum
Þetta hefur verið líflegt sumar í pólitíkinni. Formenn tveggja flokka ákváðu að fara inn í skápana sína til þess að verja sig. Umræðan um Íslandsbanka, launakjör og hlutabréfakaup voru þeim erfið og þær vildu alls ekki fara í kastljós fjölmiðanna, Kristrún Frostadóttir hafði verið í Kviku banka og fékk að kaupa hlut á sérkjörum. Hún vildi lítið ræða þetta þegar hún kom í pólitíkina og sagði þetta eðlilegt, sem það er að sjálfsögðu ekki. Hún seldi og græddi mikið og taldi þetta fram sem ágóða af hlutabréfásölu, en Skatturinn mat þetta sem dulin laun og skattlagði þetta sem slíkt. Ofurlaun. Þetta mál var líka erfitt fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem á sér líka sögu í svona málum, þar sem Kristján Arason eiginmaður Þorgerðar hafði á sínum tíma keypt umtalvert magn hlutabréfa í Kaupþingi. Þau viðskipti öll þóttu ekki hjálpa Þorgerði Katrínu í pólitíkinni og hennar aðkoma að umfjöllun um bankakerfið fyrir hrun var gagnaðist henni ekki nú. Kristrún laumaðist aðeins úr skápnum þegar hún ræddi innflytjendamálin, en húnn sá strax að hún hafði leikið afleik og laumaði sér inn í skápinn að nýju. Þorgerður ákvað að læra af mistökum Kristrúnar og vill nú styðja innflytjendastefnu Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Sjálfstæðisflokksins. Vandamál hennar er hins vegar að varaformaður Viðreisnar Sigmar Guðmundsson er algjörlega á öndverðri skoðun. Báðar verða að koma út úr skápnum þegar Alþingi kemur saman. Þá verða ofurlaun og hlutabréfakaup starfsmanna fjármálafyrirtækja tekin fyrir og þær þurfa að rifja upp afar óþægilega hluti. Já, það er ekki alltaf dans á rósum, að koma út úr skápnum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2023 | 15:34
Vorboðinn ljúfi!
Minnist þess þegar hér fyrir rúmum 50 árum var að fara í fótboltaleik til Vestmannaeyja. Það þurfti að bæta við í sjúkratöskuna og og sem þjálfara vantaði okkur örfáa þætti. Með mér fór Magnús Teitsson sem þá var 17 ára, afar feiminn, en síðar varð einn af bestu handbolta og knattspyrnumönnum landsins. Atli Eðvaldsson sagði Magnús besta leikmann sem hann hafði spilað með ef ég man rétt. Þurfti að kaupa pakka af plástri og byrjað. Einn pakka af ......þá tók athyglisbresturinn við, svo ég byrjaði aftur Fá einn pakka af ....., eftir fjórðu tilraun var mér litið á Magnús hann var afar rauður í andliti, og aðrir í Apótekinu voru með afar spaugilegan svip. Þóttust allir vita hvað ég ætlaði að kaupa. Svo fór ég í Apótek í gær, og á undan mér var ungt par afar ástfangið að sjá. Strákurinn segir ákveðinn. Fá einn pakka af vorboðanum. Afgreiðslukonan virtist ekkert skilja hvað ungi maðurinn var að biðja um. Þá byrjaði hann að raula Þúsund hjörtu, eftir McGauta. Ég er með vorboða í vasanum. Já sagði afgreiðslukonan, einn pakka af smokkum. Þú getur kallað þá það en er fyrir mér eru þetta vorboðar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2023 | 08:41
Mikilvægi dómgreindar, visku og þroska!
Samkvæmt lögum eiga stéttarfélögin ekki að skipta sér af störfum stjórna lífeyrissjóðanna. Það gerði Ragnar Ingólfsson hins vegar og fékk réttilega ákúru fyrir. Hann hefur sýnilega tekið það alvarlega sem er gott. Hann hefur hins vegar ekki áttað sig á að það gilda enn strangari lög um Seðlabankann og það ekki að ástæðulausu. Hvorki ríkisstjórn, Alþingismenn eða aðilar vinnumarkaðinn eiga eða mega skipta sér af ákvörðunum Seðlabankans. Það er einhver misskilningur í gangi að Seðlabankastjóri einn ákveði hækkun eða lækkun stýrivaxta, það er alrangt. Að því dæmi koma miklu fleira toppfólk innan Seðlabankans. Seðlabankastjóri kemur hins vegar fram fyrir bankann. Þegar Ragnar Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson eru að gera athugasemdir við ákvarðanir Seðlabankans eru þeir fyrst og fremst að gera lítið úr sjálfum sér. Hvenær hefði Guðbjartur Hannesson eða Ólölf Norðdal gert athugasemdir við Seðlabankann, aldrei. Af því að þau höfðu þekkingu og þroska til þess að fara ekki út fyrir sitt valdsvið. Þau fengu hins vegar virðingu fyrir dómgreind sína, visku og þroska. Þeir Ragnar og Vilhjálmur ættu að taka þau sér til fyrirmyndar.
Viðskipti og fjármál | Breytt 24.8.2023 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2023 | 08:44
Að brenna börnin sín!
Þegar Reykjavíkurborg ákvað einisleita þéttingarstefnu, kom strax upp sú gagnrýni að slík einsleit stefna myndi þýða að húsnæðisverð myndi hækka. Þrengt yrði að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þessu var svarað af hroka, að málið snérist um umhverfismál. Nú erum við flest umhverfissinnar en við getum verið það án þess að veitast að ungu fólki og þeim sem erfiðara hafa það t.d. öldruðum og öryrkjum. Jú, þetta hefur gengið eftir, og nú er svo komið að ungt fólk getur varla komið sér upp húsnæði nema að eiga ríka foreldra. Viljum við svona samfélag? Þá er ég sannfærður um að þessi þéttingarstefna er ekkert góð fyrir umhverfið.
Við þetta bætist svo að sömu flokkar og vilja þrengja að þeim sem minna mega sín, auka enn á erfiðleikana með því að beita sér fyrir því að fá inn sem flesta flóttamenn. Þetta þýðir að leiguverð verður enn hærra. Reyndar hika stjórnvöld ekki við að búa til sérúrræði fyrir flóttamennina, en senda unga fólkið út á gaddinn.
Unga fólkið leitar því í úrræði eins og iðnaðarhúsnæðið í Hafnarfirði. Það var bara heppni að þar brann ekki fólk inni. Hefðu umhverfissinnarnir sagt réttlætt það með því að við þyrftum að setja umhverfismálin í fyrsta sæti umfram hag ungs fólks og þeirra sem minna mega sín.
Viljum við sjá ungt fólk búa í lélegu iðnaðarhúsnæði, eða jafnvel koma okkur upp kofum fyrir það eins og við sjáum í vanþróuðum ríkjum?
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10