Færsluflokkur: Evrópumál

Fokdýrar ESB viðræður

Samkvæmt skoðanakönnunum vildi meirihluti þjóðarinnar láta reina á ESB aðild, en jafnframt taldi meirihlutinn að við myndum ekki ná þeirri niðurstöðu sem við teldum ásættanlega. Ef þjóðin yrði spurð:

 Viltu sækja um aðild að ESB, til þess að láta reyna á hvað í boði er? Er ég ekki viss um að um slíkt næðist meirihluti, og enn má telja líklegt að allnokkrir yrðu fráhverfir umsókn ef þeir fengju að vita að kostnaðinn við þessa umsókn yrði yfir 1 milljarður.

Ef við þurfum að samþykkja Icesave til þess að fá að láta reyna á hvar stæði til boða í ESB þá gæti það kostað okkur 100-250 milljarða eins og fram kemur í grein Ragnars Hall í dag, er ég sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar myndi fella slíkar viðræður.

 

 

 


mbl.is Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul rök og ný

Þorvaldur Gylfason prófessor og einn umsækjanda að stöðu Seðlabankastjóra skrifar  grein í Fréttablaðið í dag. Þar sem mér hefur fundist vanta meiri rökræðu um aðildarumsókn okkar í ESB, átti ég von á áhugaverðri grein.
 þorvaldur Gylfason
Rökin með og á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa verið kembd í þaula. Þau eru ýmist af hagrænum eða pólitískum toga. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að Íslendingar hafi hag af inngöngu í ESB umfram þær hagsbætur, sem fylgdu inngöngunni á Evrópska efnahagssvæðið 1994.

Hagfræði og pólitík

Hagurinn af inngöngu í ESB felst í aðgangi að ódýrari og betri mat og drykk, lægri vöxtum, einkum ef upptaka evrunnar fylgir með í kaupunum svo sem stendur til, minni verðbólgu, meiri samkeppni, minna okri, meiri valddreifingu, minni sjálftöku, virkara aðhaldi og eftirliti. Jafnvel þótt þessar hagsbætur væru ekki fyrirsjáanlegar, væri ég fyrir mína parta hlynntur inngöngu í ESB af pólitískum ástæðum. Það stafar af því, að ESB er allsherjarbandalag allra helztu vinaþjóða Íslands í Evrópu nema Norðmanna og Svisslendinga, og í þeim hópi eigum við heima, þótt einhver okkar kunni að öllu samanlögðu að draga hagsbæturnar í efa. Við eigum ekki að spyrja að því einu, hvaða hag við getum haft af ESB. Við eigum einnig að hugsa til þess, sem við kunnum að hafa þar fram að færa.

Rökin gegn aðild eru misjöfn að gæðum. Okrarar kæra sig ekki um aðild, því að þeir þurfa þá að láta af iðju sinni. Spilltir stjórnmálamenn munu einnig missa spón úr aski sínum, þar eð þeir munu eiga erfiðara uppdráttar í kröfuhörðum evrópskum félagsskap, og kallar ESB þó ekki allt ömmu sína. Bankarán um bjartan dag verða einnig torveldari undir vökulum augum bankayfirvalda og fjármálaeftirlits ESB. Václav Havel, forseti Tékklands, orðaði þessa hugsun skýrt um árið: Engum nema glæpamönnum getur stafað ógn af inngöngu í ESB. Rök þjóðernissinna gegn fullveldisafsali hafa nú holan hljóm, svo illa sem stjórnvöldum hélzt á óskoruðu fullveldi Íslands. Stjórnmálamenn, embættismenn, bankamenn og stjórnendur stórfyrirtækja keyrðu landið í kaf og bökuðu erlendum viðskiptavinum bankanna svo stórfellt fjárhagstjón, að þeim kann sumum að þykja eðlilegt, að Íslendingar deili framvegis fullveldi sínu með þeim og öðrum, svo að þeim stafi ekki frekari hætta af íslenzkum fjárglæframönnum. Það er skiljanlegt viðhorf af erlendum sjónarhóli. Þjóðverjar kusu að binda hendur sínar innan ESB af tillitssemi við granna sína í ljósi sögunnar. Þetta var einnig hugsun sumra heiðvirðra Færeyinga í kreppunni þar um og eftir 1990: þeim fannst rétt að bjóðast til að segja sig úr ríkjasambandinu við Danmörku af virðingu fyrir Dönum, en af því varð þó ekki.

Ríkidæmisröksemdin

Norðmenn líta margir svo á, að þeir þurfi ekki á aðild að ESB að halda, þar eð þeim séu allir vegir færir á eigin spýtur í krafti olíuauðsins, sem þeir hafa safnað í digran sjóð. Það kann að vera rétt, en þessi rök vitna ekki um mikið örlæti gagnvart fátækari þjóðum innan ESB. Sumir Íslendingar tóku í sama streng og bentu á, að lífeyrissjóðirnir íslenzku námu 100.000 Bandaríkjadölum á mann 2007 borið saman við 85.000 Bandaríkjadali á mann í olíusjóði Norðmanna. Það var þá. Gengi krónunnar hefur lækkað um röskan helming frá 2007, svo að lífeyrissjóðirnir eru nú mælt í dollurum á mann kannski hálfdrættingar á við olíusjóð Norðmanna, sem þeir kalla nú lífeyrissjóð. Ríkidæmisrökin gegn inngöngu Íslands í ESB eiga ekki lengur við. Þau voru falsrök. Ríkidæmið 2007 var tálsýn, sem var reist á rammfölsku gengi krónunnar og hlutabréfa og einnig á uppsprengdu verði fasteigna.

Ég játa að þessi grein Þorvaldar Gylfasonar slær mig, en ég er ekki viss um að hún hafi fært skoðanir mínar neitt í áttina að því að styðja aðildarumsókn Íslands að ESB. Viðbrögðin eru miklu frekar undrun og dálítil depurð, því ég hef alltaf hlustað og lesið það sem Þorvaldur Gylfason hefur haft fram að færa með virðingu.


Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband