Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
1.5.2025 | 11:58
Stóra baráttumálið
Í kjarabaráttunni á síðasta ári var ákveðið að leggja áherslu á lækka verðbólguna, lækka vexti og ná raunverulegri kjarabaráttu. Flest stéttarfélögin tóku þátt saman. Undanfarin ár hefur áherslan verið á að hækka lægstu launin. Það er réttlætanlegt vegna þess í ákveðin þjóðarsátt hafði verið rofin. Ungt fólk gæti eignast húsnæði án tillits til fjárhagstöðu foreldra eða aðstandenda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur meirihlutinn í Reykjavík undanfarinn ár lagt sérstaka áherslu að útvegna ekki ódýrar lóðir og ekki nógu margar lóðir. Í stað þess hefur verið farið í þéttingu byggðar, sem alltaf skilar dýrari íbúðum og íbúðum sem ungt fólk er ekki að biðja um. Svo er komið með skipulag þar sem ekki er boðið upp á bílastæði og síðan einhverjar kröfur um atvinnuhúsnæði á 1 hæð, oft sem engin þörf er fyrir. Þegar ungt fólk getur ekki komið sér upp húsnæði geta fjöldi fólks með minni tekjur ekki heldur komið sér upp húsnæði. Til þess að kóróna stefnuna er stefnan sett á Borgarlínu og á stama tíma engar áherslur á almenningssamgöngur t.d. með Strætó. í skipulag borgarinnar er valið nógu hæfileikalaust fólk að það eina sem þetta lið getur skilað af sér eru græn gímöld. Hafi þetta lið ekki skilað stefnunni nógu skýrt af sér, eru leikskólarnir í algjöru rugli. Þessi stefna rekur ungt fólk út til nágrannasveitarfélaganna þar sem lóðarkostnaðurinn hækkar þá líka. Í samningunum varð ríkið að sýna aðhald í rekstri, en það hafa sveitarfélögin ekki gert. Nefndarskipan í sveitarstjórnum snýst fyrst og fremst að útvega kjörnum fulltrúum bitlinga, en ekki að velja í nefndirnar hæfileikafólk í sveitarfélögunum. Á næsta ári eru sveitarstjórnarkosningar. Sveitarstjórnarstigið þarf að bera ábyrgð og taka þátt í að bæta kjör fólksins í landinu, þar með talið að stuðla að því að ungt fólk og þeir sem minna mega sín geti komið sér hús yfir höfuðið. Sjái fyrir sér að geta lifað sómasamlegu lífi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2025 | 15:34
Samskipti Grænlands, Færeyja og Íslands
Samskipti Íslands við Grænland, Færeyjar eru mun minni en æskilegt væri. Ásókn Bandaríkjanna í Grænland kallar á að við sinnum þessum vinaþjóðum okkar mun betur en við gerum nú. Ragnar Axelsson sýnir okkur fegurð Grænlands vel, en einnig sýnir okkur mannlífið eins og það var, en einnig hvernig það er að þróast. Hrafn Jökulsson vann gott verk þegar hann með Hróknum stuðlaði að skákkennslu og skáksamskipum við Grænland. Margir Íslendingar fara í stuttar ferðir til Grænlands en allt of fáir. Við eigum að aðstoða nágrana okkar mun betur en við gerum. Efla menningarleg samskipti ofl. Það sama á um Færeyjar samstarf þessara þjóða getur eflt þær allar og saman getur gert þær sterkari í alþjóðlegu samstarfi. Þessar þjóðir í Norðvestur hluta Evrópu eigum að efla samstarf okkar og samskipti.
Viðskipti og fjármál | Breytt 30.4.2025 kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2025 | 08:54
Sigraði populisminn?
Það undrar marga að nýnasistar nái fylgi í Þýskalandi. Jú skoðum hvaðan þeir koma. Höfuðstöðvarnar eru í Dresden sem eftir síðari heimstyrjöld fóru undir Sovjetríkin. Ein helsta skýringin er að þar fór lítið uppgjör við nasistmann, aðrir öfgahugsun tók við kommúnisminn. Þar sem tengsl mín við Þýskaland vegna fjölskyldu minnar, var fróðlegt að taka umræður við heimamenn um þróunina. Jú, það er sáralítið bil milli hægri og vinstri öfganna. Lýðræðisástinni er þar ekki mikið fyrir að fara. Á Vesturlöndum er meira umburðarlyndi fyrir kommúnismanum. Þeir sem voru í Austur Þýskalandi gætu gefið vitnisburð. Hættan kemur víðar populisminn er sennilega jafnvel hættulegri en bæði kommúnisminn og nasisminn til samans. Hann læðist inn með vinnubrögð sem henta fjölmiðlunum svo vel. Lítil þekking og blekkingar. Þegar maður sér þróunina í Bandaríkjunum og lítur svo hingað heim, sér maður þróunina. Voke og slaufunin. Tók populisminn yfir án umræðu?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2025 | 19:20
Hættuleg Borgarlína
Sat og fór yfir umferðarmál með samgönguverkfræðingi starfandi hjá leiðandi framleiðanda lesta í heiminum. Hann sagði: ,,Skil vel áhuga Íslendinga á lestarsamgögnum, þær eiga við víða um heim en á Íslandi eru þær algjörlega óraunhæfar" Þið eigið nóg af landi, eruð fámenn og farþegar verða aldrei það margir að lestarsamgöngur verða raunhæf lausn. Ný tækni er að breyta samgöngum heimsins. Hann sagði mér frá því þegar vinir hans fengu lestir í jólagjöf, en þeim var skammtaður mjög naumur tími til þess að leika með þær. Feður þeirra tóku sér hins vegar tíma til að leika með lestarnar. Sjálfur átti ég vin sem einmitt fékk lest í jólagjöf, og undraðist eigingirni föðurins. Gæti verið að fyrrum borgarstjóri hafi þurft að ganga í gegnum slíka reynslu. Það skýrði áráttuhegðun fyrrum borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Sskýir ekki aðeins áherslur varðandi lest á teinum, heldur líka lest á hjólum og þá á höfuðborgarsvæðinu.
Átti fund með fyrrum fjármálaráðherra út frá honum kom þáverandi borgarstóri. ,,Hvað mun Borgarlína kosta?," Var ekki verið að tala um 120 milljarða, með hækkun á verðlagi gæti kostnaður verið kominn upp í 135 til 137 milljarða, svaraði ég . ,,Þú munt heyra hærri tölur fljótlega. Það leið ekki á löngu þar til að upphæðin 330 miljarða var nefnd í fréttum.
Skaðinn fyrir íslenskt samfélag, með þéttingu byggðar. Það sem ég kallað aðför að ungu fólk og þeim sem minna mega sín. Stefna sem hefur m.a. gert ungu fólki ógerlegt að eignast eigin húsnæði, nema að að því unga fólki standi ríkt fólk. Þessi aðför er rekin áfram eins og af sértrúarhópi. Ekki fæst séð að þessi stefna sé nokkuð í tengslum við jafnaðarstefnu, eða vilja almennings.
Stefnan er hættuleg því hún skilur unga fólkið okkar eftir í erfiðum málum, en einnig þeim sem minna mega sín t.d. með hærri húsnæðisleigu.
Væri ekki ódýrara að gefa trúarleiðtoganum Degi B Eggertssyni. leikfangalest, sem hann fengi að leika sér með.
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.4.2025 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2025 | 21:06
Húsnæðismálin og sátt kynslóðanna.
Þau okkar sem eru komin á miðjan aldur þekkja að það þótti eðlilegt að stór hluti ungs fólks eignaðist eigið húsnæði. Það var oft ekki auðvelt, en einhvern veginn tókst það hjá mörgu ungu fólki. Nú þarf ungt fólk að hafa ofurtekjur, eða eiga mjög vel stæða foreldra ef það ætlar að eignast húsnæði. Er þetta það samfélag sem við viljum?
Viðskiptaráð gagnrýnir Borgaryfirvöld fyrir að borga niður húsnæði fyrir suma, en aðra ekki. Gefa útvöldum fyrirtækjum lóðir, og bjóða síðan fasteignafélögum ASÍ og BSRB lóðir á mjög góðum kjörum. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ mótmælir Viðskiptaráði harkalega.
Hann bendir réttilega á að sú staða sem nýbyggingar og húsnæðismál í Reykjavík stafi af stefnu Reykjavíkurborgar.
Sú stefna var lengi að sveitarfélögin leituðust við að bjóða upp á ódýrar lóðir, þannig að m.a. ungt fólk gæti komið sér húsnæði á viðráðanlegu verði. Það hefði meira að segja verið hægt að gera miklu betur. Stefna Reykjavíkurborgar hækkar húsnæðisverð úr umtalsvert, og sem jafnframt hækkar leiguverð. Þá er umgjörðin þannig að verið er að byggja of stórar lúxusíbúðir, þegar markaðurinn klallar á annað. Verið er að setja óhenntug ákvæði og innviðagjöld eru upp í hæstu hæðum. Hef áður skrifað að þessi stefna sé aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þessi stefna hefur síðan áhrif á markaðinn í heild.
Sveitarfélögin nota nýbyggingar til þess að rétta af rekstur sveitafélaganna. Unga fólkið á að borga.
Í síðustu kjarasamningum var leitast við að semja um hógværar hækkanir, m.a. til þess að ná verðbólgunni niður. Hugmyndasmiðurinn á bak við þá stefnu var Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Ríkið, almenningur og fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í þeirri vegferð. Það gerðu sveitarfélögin ekki. Það er og var jafn mikilvægt að sveitarfélögin sýni aðhald, rétt eins og ríkið. Um þá stefnu verður nú að ná sátt. Allir aðilar málsins verða að vera samstíga þeim Vilhjálmi Birgissyni og Finnbirni Hermannssyni. Fyrir almenning i landinu og Ísland.
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.4.2025 kl. 04:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2025 | 06:31
Dýrt eða ódýrt í Kópavogi?
Hef búið í Kópavogi undanfarin ár en áður í Reykjavík. Báðir staðir hafa sína styrkleika og veikleika. Styrkleikar Kópavogs umfram Reykjavík eru margir. Bílastæðavandi í Reykjavík er mikill og umferðarteppur oft algjörlega heimatilbúnar eru daglegt brauð. Í Kópavogi þekkist t.d. ekki gjaldskyld bílastæði. Ungt fólk flykkist í Kópavoginn t.d. vegna leikskólaplássa, en líka vegna þess að fasteignagjöldin fyrir þá sem eiga húsnæði eru lægri en í Reykjavík.
Varðandi matarinnkaup þá höfum við í Kópavoginum forréttindi. Við höfum Pris, sem er lægsta matvöruverslun á Íslandi samkvæmt verðkönnun ASÍ, og það munar talsverðu. Áður var Costco oft ódýrast, en þeir eru orðnir t.d. orðnir hærri en t.d. Bónus og Krónan. Á mínu heimili er heimilisrekstarfræðingur og verðið og gæðin skipta máli. Í Pris fær maður steiktan kjúkling fyrir 1450 krónur, og hægt að fá poka af frönskum kostar undir 600 krónum. Það er t.d. mun hagkvæmara en að fara í IKEA að borða. Hef borið saman verð á allnokkrum vörutegundum og Pris er nánast alltaf ódýrari Minnist þess þegar Bónus byrjaði þá lækkaði verðið fyrir okkur neytendur. Fyrir utan lágt verð þá er þjónusta starfsfólks í Pris það besta sem ég þekki í matvöruverðunum hérlendis. Það fullyrði ég hafandi kennt þjónustustjórnun lengi. Það eina sem vantar í Kópavoginn er Pylsumeistarinn og verð að fara í Laugarlækinn í Reykjavík til þess að fá hans frábæru gæði.
Fyrir páska kom frétt um hækkun á hækkun á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar kom og gagnrýni þessa hækkun t.d. í sjónvarpinu. Nú eru aðrir sem bjóða upp á slíka þjónustu t.d. íþróttafélögin og kirkjan. Á Kópavogsbær að bjóða upp á slíka þjónustu í samkeppni, með því að niðurgreiða þjónustu bæjarins í samkeppni við samkeppnisaðilana? Það er til einföld lausn kort þar sem þeir tekið er tillit til fjárhagsstöðu. Sjálfur hef ég kennt á námskeiðum fyrir eldri borgara í Kópavogi og hef aldrei orðið var við Theódóru hafa nokkurn áhuga á verði eða þjónustu við þann aldurshóp. Það eru að koma kosningar og Theódóra bæjarfulltrúi minnir okkur á það. Það er mjög ódýrt!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2025 | 14:16
Sjálfboðaliðsfélögin í skotlínu stjórnvalda
Sjálfboðaliðsstarf á Íslandi gerir Ísland að betra landi. Íþrótta og ungmennafélögin, slysavarnarfélögin með Landsbjörg, kvenfélögin, Oddfellow, Kíwanis, Rotary og fleiri félög Starf þessara félaga koma svo mörgu góðu áleiðis að án þeirra værum við fátækari og verri þjóð. Það hvort hluti þeirra innan þessara félaga taka laun sem verktakar eða launamenn skiptir afar litlu máli í stóra samhenginu. Ef til þarf verður að breyta lögunum. Skora á alþingismenn og ríkisstjórn að ganga í verkið. Sjálfboðaliðsvinna þessara félaga er ómetanleg. Þessi staða félaga sem vinna í almannaþágu er óásættanleg nú, en hún var það líka í tíð síðustu ríkisstjórnar. Bæði stjórn og stjórnarandstaða ættu þess vegna að taka sig saman og breyta lögunum.
Viðskipti og fjármál | Breytt 16.4.2025 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2025 | 13:13
Spámaðurinn
Við fórum á sýningu í Munchen þar sem íslenskur listamaður vakti mikla athygli. Veit ekki af öðrum listamönnum íslenskum sem fá svona aðsókn, sagði ung kona. Hef ekkert lesið um þetta og ekki hefur verið fjallað um þetta á RÚV eða íslenskum fjölmiðlum. Passar ekki hjá Agli Helga og Gísla Marteini. Unga fólkið fjallaði um sýninguna af mikilli fagmennsku. Það var hins vegar góður þáttur um Ragnar Axelsson, RAX á DW, Deutsche Welle það hafa sennilega séð þá umfjöllun 170 til 180 milljónir. Sýningarnar í Berlin eru hafa líka fengið mikla aðsókn fengum við að vita. Held að íslensk stjórnvöld viti ekkert af RAXa, t.d. virðist Íslandsstofa hafa aðrar áherslur. Jú hún Lilja Alfreðsdóttir hefur notað myndir frá honum sagði einn sérfræðingurinn. Það er enginn spámaður í eign landi var niðurstaðarn. Rétt eins og við vorum þarna stollt af okkar frábæra listamanni er Ragnar Axelsson virtur af mörgum á Íslandi man eftir sýningu með honum hér heima, þar sem líka var metaðsókn.
Fletti upp smá umfjöllun í DW
Bedrohte Schönheit Arktis: Die Fotos von Ragnar Axelsson DW 12.05.2023
Viðskipti og fjármál | Breytt 13.4.2025 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2025 | 07:38
Dónalegir gestir
Held að við Íslendingar tökum yfirleitt vel á móti gestum. Sumir listamenn sem koma hér eru kallaðir Íslandsvinir í fjölda ára eftir heimsóknina, nokkuð sem má gjarnan endurskoða. Svo tökum við á móti flóttafólki, og þar höfum við verið með ,,sérreglur" sem auðvelda hópum að koma hingað. Yfirleitt er þetta fólk kurteist og heldur sér innan laganna. Einn hópur hefur hins vegar skorið sig úr, með ofbeldi og leiðindi. Fólk frá Palestínu og stuðningslið þeirra. Í gær fór fram landsleikur í handbolta kvenna, við Ísrael. Þá er þetta lið með læti og yfirgagn. Lemur hurðir og er með ofstopa. Er ástæðan fyrir því að íslenskir áhorfendur fengu ekki að horfa á leikinn í íþróttahúsinu? Treystir lögreglan sér ekki að halda aga á þessum hóp? Ef lögreglan treystir sér ekki, verður þá ekki að kalla út varalið úr hópi Íslendinga? Það á ekki að gilda neinar sérreglur fyrir þetta Palestínulið hvernig það má hegða sér!
5.4.2025 | 06:53
Kvennaathvarf á allra vörum!
Umræður um heimilisofbeldi er komið á dagskrá og vel það. Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins fór í ræðustól á Alþingi nú nýlega og að ég held hélt jómfrúarræðu sína, sem var ein áhrifamesta ræða sem hefur verið haldið á Alþingi í langan tíma. Kjarkmikil kona sem þorir. Þetta er ekki bara spurning um líkamlegt ofbeldi, heldur líka andlegt. Rétt eins og Piatasamtökin hafa breytt myndinni um aðgerðir vegna sjálfsvíga, SÁÁ um áfengis og vímuefnafíkn eru samtök um Kvennaathvarf að hafa mikil áhrif. Samstarf frjálsra félagasamtaka með stuðningi opinberra aðila bæði getur skilað ótrúlegum árangri. Samstarf um rekstur en líka í aðgerðum sem þarf til þess að bæta ástand.
Hjá Kvennaathverfinu fékk stjórnin afar öflugan framkvæmdastjóra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur og sem leiðtogi fær hún með sér konurnar úr Á allra vörum, með þær Elísabetu Sveinsdóttur, Guðnýu Pálsdóttur og Gróu Ásgeirsdóttur sem hafa sýnt að þær kunna til verka og láta verkin tala. Nú er það okkar að taka til hendinni og styrkja þetta frábæra verkefni. Gera Ísland að aðeins betra landi.
Lýsti reynslu sinni af heimilisofbeldi í ræðustól Alþingis - RÚV.is
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10