Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Kemst hann á Alþingi ?

Það er áhugavert að sjá hverjir ætla sér á Alþingi og hvernig þeir vinna til að kynna framboð sín. Nú skal fara á Austurvöll Fyrst er farið í bítið og fjallað mikið um efnahagsmál orsakir og afleiðingar, sem stenst ekki einu sinni hagfræði 301 í fjölbrautaskólanum. Það hjálpar til að Lilja og Heimir eru ekki sterk á svellinu hvað varðar efnahagsmál og þá er hægt að fullyrða hvað sem er. Jú svo skal halda á Austurvöll og verður þá þeim þætti sem keyrir upp verðbólguna mótmælt. Þá þarf að skamma sveitarfélögin. Allir sem fylgjast með þjóðmálum vita að það verður varla minnst á þann þátt. Annar aðalþáttum sem keyrir upp verðbólguvæntingar eru fólk sem  bullar um málið og hefur til þess enga þekkingu. Snáðinn sem vill komast á þing er því orðinn ein aðal ógnun við heimilin í landinu. 


Blíhúðun og óboðleg þjónusta.

Góður hópur aðila, eigendur einkaflugvéla, smábáta, bæði skemmtibáta og til fiskveiða, svo og eigendur báta og skipa í rekstri í ferðaþjónustu, héldu kröftugan fund um gullhúðun varðandi innleiðingu á EES-reglugerðum, svo og aðkomu hins opinbera og framkomu gagnvart einstaklingum og meðalstórum og smáum fyrirtækjum. Þótti mörgum gestum þar að opinberir aðilar neyttu aflsmunar, og þótti í flestu þröngt fyrir dyrum.

Í þessari umræðu kom flugmaður, eigandi einkaflugvélar, með einstaklega áhugavert innlegg þar sem hann sagði frá því að Samgöngustofa hefði nýlega ætlað að svipta hann tímabundið einkaflugmannsréttindum sínum.

Starfsmenn stofnunarinnar vísuðu í EES-reglugerðir máli sínu til stuðnings. Hann tók sig til og las reglugerðirnar sem hann hafði átt að brjóta gegn og komst þá að því að þau ákvæði sem áttu að hafa verið brotin áttu við um stórar þotur sem flytja fólk milli landa og heimsálfa en ekki litlar heimasmíðaðar einkaflugvélar eins og þá sem hann hafði flogið.

Það var ekki síður áhugavert að heyra hvernig starfsmenn Samgöngustofu brugðust við. Í stað auðmýktar og eftirsjár urðu viðbrögðin vart skýrð á annan hátt en sem hroki og hefndaraðgerðir. Nokkuð sem nokkrir aðrir fundarmenn höfðu sjálfir kynnst frá Samgöngustofu.

Skráning báta og skipa er svo ævintýri út af fyrir sig. Þeir sem geta velja oftar en ekki að skrá skip sín erlendis. Ef breyta þarf um skráða áhöfn, t.d. um helgi, er það ekki hægt þar sem þá eru starfsmenn Samgöngustofu í helgarfríi. Oft eru gefnir upp símatímar sem eru vel skornir við nögl, en þá þýðir lítið að hringja, því það er undir hælinn lagt hvort svarað sé.

Hvalaskoðunarskipi var úthlutað svæði til að sigla á, sem átti sér hvorki stoð í lögum né reglugerðum. Rekstraraðili skipsins lét reyna á þetta fyrir dómi og skipstjóri skipsins vann fullnaðarsigur.

Samt sem áður tilkynnir Samgöngustofa brot skipsins til Landhelgisgæslunnar, sem fer og siglir skipinu í land þrátt fyrir að fyrir liggi dómur. Í átta skipti hefur þetta verið endurtekið og kærum alltaf vísað frá enda liggur fyrir dómur í málinu.

Nú í síðasta skiptið dró Samgöngustofa kæru til baka til þess að setja á fyrirtæki skipsins stjórnsýslusekt fyrir að brjóta reglur sem dómstólar hafa hafnað að standist.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samgöngustofa fær harða gagnrýni fyrir einelti og valdníðslu. Fyrrverandi innviðaráðherra ákvað að stinga svartri skýrslu um stofnunina undir stól án þess að koma því í verk að fara í úrbætur á því sem þegar lá fyrir að þyrfti að lagfæra. Þannig er verið að gefa leyfi fyrir áframhaldandi einelti og valdníðslu.

Eftirlitsaðilarnir eru hins vegar fleiri. Nú er tækifæri fyrir samgöngunefnd Alþingis að láta taka Samgöngustofu út, til að í framhaldinu verði hægt að taka til í stofnuninni og hún fari að sinna þjónustuhlutverki sínu.


Bjálfaákvörðun á menningarnótt!

Fyrir ekki svo löngu var boðið frítt í strætó á laugardaginn sem við köllum á menningarnótt. Mjög margir tóku strætó og margir kyntust almenningssamgöngum. Þetta gekk bara ágætlega. Kostnaðurinn við þennan rausnarskap við íbúa á höfuðborgarsvæðinu var smáaurar, ekkert sem skipti rekstur sveitarfélöganna nokkru máli. Svona til þess að sýnast var þessi auma nýja  ákvörðun tekin. Ef nokkur vilji hefði verið hægt að fara í smá aðhald í rekstri sveitarfélaganna. Ég spurðist aðeins um þessa ákvörðun og fékk það svar að margir hafi komið að ákvörðuninni. Var hugsað til máltækisins. Því verr duga/gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. 


Meirihlutasamstarf í Reykjavík í andaslitrunum!

Mjög líklegt er að þeir flokkar sem standa að meirihlutanum í Reykjavík muni slíta samstarfi á næstu dögum.  Hvert hneykslismálið hjá Degi B. Eggertssyni fyrrum borgarstjóra á eftir öðru kemur upp á yfirborðið og það vita allir að tími uppgjörs er kominn. Var sjálfur með fyrrum framkvæmdastjóra hjá einu stærsta lögfræði og endursoðandafyfirtæki í Evrópu og hún var spurð um orlofsmál Dags B. Eggertssonar og svarið var einfalt. Það kom einu sinni svona mál upp á mitt borð, og það var spurning um að fresta töku á orlofi í eitt ár. Hún fékk harða gagnrýni að slíkt yrði látið átulaust Lá þó fyrir bókun allra aðila um að slíkt yrði leyft. Tíu ár, þið verðið að leita til landa eins og Nigeríu, Úganda eða Namibíu. Í fjölmiðlum kemur fram Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er oft réttilega er kölluð guðmóðir meirihlutans í Reykjavík. Marga undrar tilvist Þórdísar Lóu Þorhallsdóttur í forystu fyrir Viðreisn í Reykjavík. Þórdís vissi ekkert um Reykjavík þegar hún byrjaði í Borgarstjórn og hún þykir ekki hafa bætt við sig neinni þekkingu síðan. Hún hefur það sem formaður Viðreisnar telur hins vegar vera mikilvægast í stjórnunarstöðu, píku. Saga Þorgerðar Gunnarsdóttur er ekki fögur, enda kom hún aldrei til greina sem formaður Viðreisnar við stofnun flokksins og þegar ferill hennar verður skoðaður, er það eina von Viðreisnar að hún hypji sig þaðan sem fyrst. 


ESB kosningamálið?

Nú finnum við að undirbúningur fyrir næstu alþingiskosningar er kominn í gang. Samfylkingin ákvað að hreinsa til í sínum málum og henti ESB aðildinni út af borðinu. Ljóst er að  að aðildarumsókn nú ef slík yrði samþykkt á Alþingi gæti ef allt gengi upp þýtt Ísland fengi hugsanlega umsóknina samþykkta  eftir 15 til 20 ár. Þannig að aðildarumsóknin skilar engu í lausnum á vandamálum líðandi stundar. Er þá málið ekki dautt. Nei einn lítill flokkur Viðreisn sér sín tækifæri að veifa þessu spili. Þeir kjósendur Samfylkingarinnar sem eru með ESB  á trúarforminu, munu hugsanlega færa sig yfir til Viðreinar sem eiga því auðveldara að halda sér á þingi. Þó ólíklegt verði að telja að ESB aðild verði aðal mál komandi kosninga, Heldur útlendingamálin, verðbólgan og húsnæðismálin. Það sem keyrir verðbólguna mest nú er húsnæðisþátturinn og þá er Viðreisn í vondum málum. Reykjavík hefur hlutfallslega staðið sig verst af sveitarfélögunum, miðað við stærð afleitlega. Það lóðaframboð sem meirihlutinn í Reykjavík hefur boðið upp á er fyrst og fremst lóðir af þéttingarsvæðum, sem þá þýðir á mjög háu verði. Þessi stefna er hrein aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín, því húsnæðisskortur hafur mikil áhrif á leiguverð húsnæðis. Til þess að gera vont mál verra hefur sömu flokkar og hafa staðið fyrir skorti á hagstæðum lóum, hafa líka tekið þátt í að opna landamæri Íslands fyrir pólitískum flóttamönnum. Viðreisn, Pítatar og Samfylking bera mesta ábyrgð á þessu ástandi, og reyndar einnig VG þó þeir hafi gefist upp á samstarfinu við þessa flokka. 


Þétt samráð!

Nú heyrist í ríkissaksóknara. Hún segir að hún hafi verið í ,,þéttu samráði" við Dómsmálaráðuneytið varðandi áminningu Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara 2022, þar sagði hann m.a. að e.t.v. væri alveg nógu margir hommar á Íslandi, og þá væntanlega vegna þess að einstaklingum væri veitt dvalarleyfi á grundvelli þessa að þeir væru samkynhneigðir. Að mínu mati mjög óviðeigandi hjá varasaksóknara. Málið nú snýst hins vegar um stærra mál. Varasaksóknari ásamt fjölskyldu fær hótun um líflátshótun í starfi, vegna starfa sinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru komnar fram kom enginn stuðningur frá yfirmanni hans, þ.e. Ríkissaksóknara Það er að mínu mati mun alvarlegra mál. Í ljósi þess er ósk Ríkissaksóknara  um að leysa Vararíkissaksóknara frá starfi, hvort sem það er nú tímabundið eða til framtóðar í besta falli brosleg. Dómsmálaráðherra hlýtur að taka óskina alvarlega og vonandi leysa Ríkissaksóknara frá störum. Dómgreinarskortur Ríkissaksóknara er með eindæmum. Hvar er fjölmiðlaumfjöllunin? 


Framganga ríkissaksóknara

Það skiptir miklu máli hvað ríkissaksóknari hefur gert í starfi sínu til þess að verja vararíkissaksóknara þegar á hann var ráðist. Fjölmiðlar ættu að upplýsa okkur almenning um þetta. Bara það eitt að almenningur fá að vita það eftir dúk og disk að Vararíkisaksóknari hafið þurft að búa við hótanir varðandi líf sitt og fjölskyldu er algjörlega óásættanlegt.


Bíll, pylsur, lóðir og lestir.

Halla Tómasdóttir keypti sér bíl hjá Brimborg. Það fer í fjölmiðla og þá gerir hún það eina rétta gefur upp kaupverðið. Fjölmiðlamenn telja sig hafa komist í frétt. Ef Halla fékk afslátt var það siðferðilega rétt eða ekki? Örugglega ekki stærsta málið! Hún og Egill Jóhannsson þekkjast alveg örugglega frá fyrri tímum. Nú hefur ekki komið fram hvað afslátturinn er mikill en fljótt á litið gerði Egill mikil mistök að setja þessi kaup á netið, og hefur reyndar viðurkennt það. Hefði Halla keypt notaðan bíl, hefðu allir verið rólegir. Hæstráðandi á mínu heimili vinnur í heilbrigðiskerfinu. Þegar hún fer á ráðstefnur erlendis, þá þiggur hún ekki flugferðir eða dýrar gjafir frá framleiðendum efna sem hún þarf að velja á milli fyrir skjólstæðinga sína. Þegar hún fer í Pylsumeistarann sem hún gerir gjarnan, hefur hún í nokkur skipti verið beðin um að prófa einhverjar nýjar pylsur, eða álegg og veitir Pylsumeistaranum gjarnan upplýsingar ábendingar, mat á gæðum og bragði. Oftast er þessar vörur í allra hæsta gæðaflokki og framleiðandinn er mikið á móti aukaefnum í vörunum sínum. Hún fær ekki greitt fyrir, eða er notuð í auglýsingum til að auglýsa vörurnar. Siðferðilega er þetta allt innan marka. Fjölmiðlar fjalla ekkert um málið. Svo kemur upp að fyrrum borgarstjóri afhendir eigendum olíufélaganna milljarða í formi lóða. Sannarlega hefur eitthvað verið minnst á málið, en afar hógvægar ábendingar frá fjölmiðlamönnum. Nýjasta dæmið eru viðskipti við Þorparana, sem hafa efnast um milljarða í samskiptunum við fyrrum borgarstjóra. Helsta gagnrýnin kemur frá Bolla Héðinssyni hagfræðings sem hefur fjallað um málið á fésabókarsíðu sinni. Bolli er flokkaður í Vókarm Samfylkingarinnar, þeirra sem hent er út úr flokknum vinstri hægri í hreingerningum Nýsamfylkingarinnar. Þá heyrist ekki múkk á fjölmiðlunum. Er það siðferðilega ásættanlegt að RÚV þegi um málið í ljósi tengsla Stefáns útvarpsstjóra við Dag B. Eggertsson fyrrum borgarstjóra. Einn af þorpurunum er fyrrum rektor á Bifröst og orðinn milljarðamæringur eftir viðskipti sín og ráðgjöf m.a. um lestar og samgöngu við fyrrum borgarstjóra. Runólfur fyrrum rektor,  er jú líka góður vinur Dags fyrrum borgarstjóra. Ef einhverjum starfsmönnum Kveiks dytti í hug að fjalla um ósómann mun Ingólfur Bjarni Sigfússon sjálfsagt reka þann starfsmann og vera með yfirlýsingar um gæði starfsmannsins sem fjölmiðlamanns eða persónu. Svo getum við metið hvort slíkt mat Ingólfs Bjarna sé siðferðilega rétt, eða bara bölvaður áróður. 


Aðförin að framtíðinni!

Fyrir síðustu kjarasamninga bar ég mikla virðingu fyrir tillögu Vilhjálms Birgissonar, en ég lagði sagði í mínum skrifum að samningarnir væru ekki góðir nema tekið yrði á húsnæðismálunum. Vann í nokkur ár í ráðgjöf varðandi húsnæðismál. Þá voru lóðaþátturinn 3 til 5% af húsnæðisverði Nú eru lóðahlutinn 25 til 30% á höfuðborgarsvæðinu. Hverjir borga brúsann jú unga fólkið okkar og þeir sem minna mega sín. Þjóðarsamningarnir á sínum tíma byggðu á að láta flokkapólitík til hliðar og láta hagsmuni fólksins ráða. Nýta þekkingu á efnahagsmálum til þess að ná verðbólgunni niður. Því miður er þetta ekki endurtekið nú. Húsnæðisliðurinn í verðbólgumælingum heldur fyrst og fremst verðbólgunni uppi. Sveitarfélögin gefa skít í baráttuna gegn verðbólgunni og bjóða út lóðir, á sama tíma og það er mikill skortur á lóðum og hverjir eiga að borga. Jú unga fólkið okkar og þeir sem eru á leigumarkaði. Hafi menn skömm fyrir. Hvert leita menn lausna þegar kjarkurinn til að taka á málinu er ekki til staðar. Jú, ætlar Seðlabankinn ekki að lækka stýrivexti? Þetta kalla þeir sem hafa þekkingu á efnahagsmálum populisma. Einfalda lausn, með ekkert innihald. Þessu hatri á unga fólkinu verður að svara. 

 

 

 


Vók vírusinn ekki ennþá náð til Grænlands

Þegar meintir glæpamenn fara á milli landa, eru þeir yfirleitt ekki að tilkynna komur sínar. Það gerir Paul Watson. Hann er ekki að fara til Grænlands í náttúruskoðun, það vita heimamenn og handtaka hann strax við komuna, enda eftirlýstur. Á hann engin óuppgerð mál á Íslandi? Hefði verið hægt að setja hann hér inn fyrir meint óhæfuverk hans og/eða samtaka hans  á Íslandi? Fyrir Grænlendinga eru hval og selveiðar hluti af þeirra menningu. Þó hvalveiðar hafi ekki sama sess hérlendis eru þær hluti af menningu okkar og sögu. Ég skil vel að einhverjir eru á móti hvalveiðum. Er samt viss um að ef byrjað væri að rækta hunda til manneldis þá færu einhverjir upp á afturlappirnar. Sum staðar þykir át á svínakjöti ósiðlegt. Þegar hvalveiðar voru ákveðnar síðast fóru örfáir Íslendingar niður á Austurvöll og mótmæltu. Þeir fóru í hóp stuðningsmanna Palestínu, sem hafa hegðað sér hér sem örgustu dónar. Er svo komið að stór hluti þjóðarinnar myndu vilja henda þeim úr landi fyrir framkomuna. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband