Færsluflokkur: Efnahasmál

Gagnrýnin umfjöllun óskast

Af einhverjum ástæðum virðist sem umfjöllun um íslenska fasteignamarkaðinn sé æði oft mjög yfirborðskennd. Oftar en ekki kemur Ingibjörg Þórðardóttir formaður fasteignasala fram í fjölmiðlum, og mat hennar virðist oft þjóna þeim tilgangi einum  að reyna að örva sölu. Þegar fólk er að kaupa eða selja eignir er oftast verið að sýsla með aleigu fólks og því mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um þennan málaflokk af árbyrgð.  Það verður að gera á annan hátt en að endursegja gagnrýnislaust boðskap formanns fasteingasala.


mbl.is Fasteignamarkaðurinn loksins að taka við sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun.

Verðhjöðnun er miklu erfiðari ástand, en verðbólga. Í síðasta mánuði hefði komið fram enn meiri verðhjöðnun, en mikil lækkun íslensku krónunnar leiddi til þess að hér mældist óveruleg verðbólga milli mánaða. Á föstu gengi væri hér vaxandi verðhjöðnun. Við þessar aðstæður kemur frétt á Mbl.is sem segir þjóðinni að það sé 11,9% verðbólga. (Ekki lýgur Mogginn) Það er ekki furða að almenningur  í þessu landi klóri sér í hausnum og skilji ekki upp né niður í hvernig þetta geti staðist. Jú, þetta er verðbólga í ,, sögulegu ljósi", en það er sagt að þannig sé hún reiknuð í fjallahéruðum Noregs. Verðþrónum er skoðuð 12 mánuði aftur í tímann. (munið hrunið er inn í því tímabili). Með þessum rökum gæti ökumaður sem tekinn væri á 120 km hraða í Austur Húnavatnssýslu, mótmælt með þeim rökum því að sýna að meðalhraði hans frá Reykjavíkur og norður væri 84 km.  

Í dag eru háir styrivextir Seðlabankans,  það eina sem kemur í veg fyrir mikla verðhöðnun.


Hver ber ábyrðina

Hér á Íslandi erum við enn að greina ástæður fyrir efnahagshruninu. Sumir segja að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgðina, aðrir að Framsóknarflokkurinn geri það og Jón Baldvin telur að Ingibjörg Sólrún sé aðalsökudólgurinn. Gordon Brown virðist ekki hafa áttað sig á þessum söguskýringum okkar hér á Íslandi og sakar bankakerfið að hafa farið offari.  Það skyldi þó aldrei vera að ástæðurnar séu sambland af mörgum þáttum, innanlands og utan. Sá hópur sem mér finnst hvað hróðugastur þessa daganna er þeir sem eru lengst til vinstri. Þeir kenna markaðskerfinu um hrunið. Þeir koma að vísu ekki fram og segjast vilja gamla kerfið úr Austurblokkinni, ekki enn.
mbl.is Brown neitar að hann beri ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakar eða fastir starfsmenn

Ef vinna þarf verk hvort sem það er í fyrirtækjum eða opinberum stofnunum er það annars vegar gert með starfsmönnum eða með verktökum. Þessar verktakagreiðslur virðast fara mjög fyrir brjóstið á mörgum, en yfirleitt er ekkert óeðlilegt við þær. Það hefur viðgengist í gegnum tíðina að ,,flokkshollu" fólki er plantað í ráðuneyti og opinberar stofnanir. Ef grant er skoðað er líklegt að slík plöntun kosti skattgreiðendur mun meiri fjármuni en verktakagreiðslurnar. Það lýsir hins vegar ákveðnu viðhorfi að gera verktakagreiðslurnar ótrúverðugar.


mbl.is Menntamálaráðuneytið greiddi 9 milljónir til verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manísk efnahagsstjórn

 Geðhvarfasíki getur verið skelfilegur sjúkdómur. Sjúklingurinn tekur sveiflur, fer upp í maníu síðan niður í þunglyndi. Hvort tveggja er hættulegt. Í maníunni líður sjúklingum yfirleitt mjög vel, en þunglyndið sem fylgir getur verið skelfilegt. Þess vegna er líklegast að sjúklingar séu reiðubúnir í meðferð í eða eftir þunglyndið. Eitt af vandamálunum við sjúkdóminn er að margir sækja í uppsveifluna og hætta því meðferð sem til er. Í uppsveiflunni, örlyndinu hafa margir listamenn fengið innblástur, en í niðursveiflunni hafa margir tekið líf sitt svo skelfileg getur hún verið þegar ruglið í uppsveiflunni er skoðað. Meðferð sjúkdómsins fellst í því að jafna þessar sveiflur.  Efnahagslíf Íslendinga er mjög sambærilegt. Eftir fátækt og erfiðleika aldanna fer að rofa til í byrjun tuttugustu aldarinnar. Heimskreppan 1929 hafði að sjálfsögðu haft mikil áhrif hér eins og annars staðar. Iðnbyltingin  var hins vegar að koma til okkar, m.a. í formi vélvæðingar skipaflotans og stækkun skipa. Stríðið færði okkur fyrstu yfirþensluna. Síðan  kom síldin, loðnan, Álverið í Straumsvík, og síðan síðasta uppsveifla sem nú er lokið. Þrátt fyrir að öllum megi vera ljóst að yfirþenslan er hættuleg, þá eru nógu margir sem vilja fara í nýja sveiflu. Álver á Bakka, álver í Helguvík, virkja allt sem mögulegt er. Þessi sókn í þenslu er fíkn. Lækningin fellst í stöðugleika. Það er efnahagstjórn. Leitin að stöðugleika er ekki að keyra í næstu yfirþenslu og heldur ekki að keyra þjóðfélagið á botninn.  

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband