16.3.2008 | 14:29
Tímamótagrein í Morgunblaðinu!
Í gær laugardaginn 15 mars birtist að mínu mati tímamótaritstjórnargrein í Morgunblaðinu. Hver sem hana ritaði á hrós skilið. Hverjir hafa skotleyfi á íslenskan almenning? Nýlega sást til nokkurra stráka á vappi upp í Öskjuhlíð, og var óttast að þeir væru með eitthvað plott á prjónunum. Ósagt skal látið um hvort labbitúrinn hefur eitthvað með þetta mál að gera. Vonandi fylgja alþingismenn okkar þessu máli eftir, og þá ekki síður þeir sem berjast fyrir auknu frelsi í okkar þjóðfélagi. Áhugavert verður að fylgjast með hvaða fjölmiðlamenn munu taka málið upp og fylgja því eftir.
Hér kemur þessi stórmerka grein:
Laugardagur, 15. mars 2008
Hverjir hagnast?
Þeir fjölmörgu Íslendingar, sem hafa kosið að fjármagna húsnæðiskaup sín með erlendum lánum, verða fyrir barðinu á gengislækkun krónunnar. Lán þeirra stórhækka í erlendum myntum.
Verðhækkanir bæði vegna gengislækkunar og vegna verðhækkana í útlöndum keyra verðbólguna upp. Það þýðir að verðtrygging innlendra lána hækkar.
Gengislækkun undanfarinna daga sópar gífurlegum fjármunum frá almennum borgurum til einhverra annarra en til hverra?
Það er nauðsynlegt að það verði leitt í ljós. Hverjir hafa séð sér hag í því að undanförnu að selja svo mikið af krónum að krónan hefur lækkað í verði? Það hefur verið meira framboð en eftirspurn. Eru það innlendir aðilar?
Bæði ríkisstjórn og Seðlabanki ættu að taka höndum saman um að upplýsa almenning á Íslandi um, hverjir það eru, sem þessa dagana hagnast á lækkandi gengi íslenzku krónunnar. Með því er ekki sagt að það sé neitt athugavert við þessi viðskipti en það er æskilegt að stór viðskipti af þessu tagi fari fram fyrir opnum tjöldum og séu gagnsæ. Er það ekki sjálfsagt? Eru ekki allir aðilar að fjármálamarkaðnum sammála um mikilvægi þess, að viðskiptin séu gagnsæ?
Það er ekki auðvelt að fá þessar upplýsingar. Morgunblaðið hefur leitazt við að fá þær fram í dagsljósið á undanförnum dögum en það gengur erfiðlega. Hver bendir á annan en engu að síður er athyglisvert að þeir, sem á annað borð benda á einhvern, benda á innlenda aðila ekki útlenda.
Þetta er slíkt alvörumál fyrir þjóðina alla að þessar upplýsingar verða að koma fram. Það liggur beint við að einhver þingmaður beri þessa fyrirspurn fram á Alþingi. Ráðherrar verða að svara fyrirspurnum á Alþingi. Og það er skylda alþingismanna að standa vörð um hagsmuni kjósenda sinna.
Það verður spennandi að fylgjast með því, hvort einhverjir þingmenn á Alþingi bregðast við þessari ábendingu og beini fyrirspurn til viðskiptaráðherra. Það stendur yfirleitt ekki á svörum frá þeim ráðherra.
Hér er hins vegar um grafalvarlegt mál að ræða, sem krefst skjótra svara. Vonandi stendur ekki á viðskiptaráðherra að veita þau.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 16. mars 2008
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10