1.4.2008 | 23:04
Íslenska varnarliðið
Síðan ameríski herinn fór finnast mér umræður um varnarliðið alltaf hálf broslegar. Enginn hefur áhuga á einhverjum samningum um heimsóknir herliða, sem eiga að vera á æfingum hér. Okkur er nokk sama, nema að þessar æfingar kosta víst stórfé, sem betur væri notað í þarfari hluti. Ég sé ekki íslenska hermenn fyrir mér nema þá Georg Lárusson Landhelgisgæslunni, og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Þeir virðast njóta þess alveg sérstaklega að vera í svona hermannabúningum. Þeir sperra sig og virðast taka þetta mjög alvarlega, en mér finnst alltaf vanta Andrés önd á myndirnar með þeim. Það eina sem mér finnst rökrétt, er samningur við Landsbjörg um varalið sem Björn Bjarnason hefur haft, en af einhverjum ástæðum finnst mörgum öðrum það fáránleg hugmynd. Annars held ég að flestir Íslendingar ekki hafa hinn minnsta ótta að á okkur verði ráðist.
Nú gerast hins vegar tíðindi. Á okkur hefur verið ráðist. Ekki hermenn og ekki hefðbundnir hryðjuverkamenn, óprúttnir aðilar hafa ráðist á fjármálaheim okkar. Nú fyrst er tími til þess að koma á varnarliði. Verja þarf íslenskt fjármálalíf, sem er jú líf okkar allra. Verja þarf bankana okkar, og ekki síst Seðlabankann. Samkvæmt lögum ber utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún ábyrgð á varnarliði okkar. Eina sem ég hef áhyggjur af varðandi þessa stöðu, hvernig skyldi Davíð Oddsyni líka að vera undir varnarvæng Ingibjargar Sólrúnar.
Bloggar | Breytt 2.4.2008 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 07:51
Af norskum krónum
Það hefur lengi legið ljóst fyrir að íslenska krónan er veik, fyrst og fremst vegna smæðar hennar. Vegna hennar erum við að borga hærri vexti hérlendis en nágrannaþjóðir okkar. Í umræðunni hafa menn verið að blanda saman alls kynns óskyldum málum. Íslensku krónunni, Davíð Oddsyni, íslenska fánanum, þjóðsöngnum, íslensku landsliðunum í íþróttum og þeir sem ganga lengst blöndu af malti og appelsíni. Þessar blöndur hafa hins vegar ekkert með málið að gera. Úrlausnarefnið er: Erum við að fá verri viðskiptakjör vegna smæðar gjaldmiðilsins okkar. Hafa breytingar á erlendum fjármálamörkuðum orðið til þess að við þurfum að skipta um gjaldmiðil. Þeir sem þetta var ekki ljóst áður, ættu að vera það ljóst nú. Spurningin er aðeins hvaða gjaldmiðil á að taka upp. Upptaka Evru er talin taka nokkur ár og þá er spurningin er annar gjaldmiðill mögulegur nú. Dollarinn kemur til greina vegna mikilla viðskipta okkar erlendis með afurðir í dollurum. Svissneski frankinn kemur til greina vegna stöðugleikans, en það gerir norska krónan líka. Ákveðinn ótti virðist vera að taka umræðuna um norsku krónuna. Sennilega vegna auðæfa Norðmanna í olíunni, en einnig vegna þess að okkur hefur oft fundist sem Norðmenn hafi ekki verið okkur mjög hliðhollir. Mörg rök eru hins vegar fyrir að íslenska ríkisstjórnin taki upp viðræður við þá norsku um sameiginlega mynt. Báðar þjóðirnar standa fjárhagslega vel. Þeir eiga olíu við eigum rafmang og heitt vatn. Lífeyrissjóðir okkar eru afar öflugir, nokkuð sem margar þjóðir geta ekki státað af. Báðar þjóðirnar eru á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki í ESB. Það yrði ekki gott fyrir Norðmenn ef við gengjum í ESB, og því hefðu þeir hag af samstarfinu við okkur. Ég sé enga sérstaka ástæðu til þess að bíða með ákvarðanir hvað þetta varðar. Ef íslenska krónan var of lítil á síðasta ári, og öllum má vera ljóst að er of lítil nú, mun hún ekkert stækka umtalsvert á komandi mánuðum. Látum reyna á viðræður við Norðmenn, við getum borið höfuðið hátt í þeim viðræðum.
Gengismál | Breytt 31.10.2008 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. apríl 2008
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10