13.4.2008 | 01:50
Hækkun eða lækkun húsnæðisverðs.
Sannarlega hafa orðið sveiflur á fasteigamarkaði. Þær geta orðið mjög sársaukafullar fyrir marga og þess vegna leitast stjórnvöld víða um heim að draga úr slíkum sveiflum. Þegar húsnæðisverð fer hækkandi er tilhneigingin að gripið er of seint inn í. Hérlendis hafa sveitarstjórnir víða tekið þátt í fylleríinu með því að hagnast umtalsvert á sölu lóða. Á sama tíma eru skipulagsnefndi sveitarfélaganna oft að gera kröfur, sem leiða til umtalsverða hækkana á húsnæði. Fjölmiðlarnir senda síðan út mjög vafasöm skilaboð, þar sem óhóf í breytingum og hönnun er dásamað. Í þessari uppsveiflu voru byggingarverktakar að borga 14-20% vexti á byggingarframkvæmdum, á sama tíma og neytendur fá hagstæð gengislán til bílakaupa. Framsóknarflokkurinn kom með kosningaloforð þar sem lánshlutfall íbúðalánasjóðs hækkaði í 90%, sem margir hafa metið sem skemmdarstarfsemi. Bankarnir bættu síðan betur í og lánuðu allt að 100%. Í dansinum var mikil umframeftirspurn eftir iðnaðarmönnum með miklum hækkunum á vinnuþættinum. Þessi mikla spenna á markaðinum hefur þýtt að mjög víða hefur ekki verið vandað til verka. Til lengri tíma tapa allir á svona ástandi. Það er fyllilega eðlilegt að einhver lækkun verði á húsnæðismarkaði þegar markaðurinn leitar jafnvægis. Inngrip Geirs Haarde í haust orkar mjög tvímælis, þó að full ástæða hafi verið að vara markaðinn við. Spá Seðlabankans um alltað 30% lækkun húsnæðisverðs, er hins vegar óeðlilegt inngrip. Það má öllum vera ljóst að Seðlabankinn hefur ekki þau stjórntæki lengur til þess að draga úr verðbólgu. Árangurinn í þeirri baráttu liggur á borðinu. Að öllum líkindum er spá Seðlabankans byggð á þeirri viðleitni að leita leiða til þess að finna stjórntæki sem ekki eru í núverandi verkfærakistu bankans. Orðróminn. Gangi hann eftir, því hann hefur oft mikil áhrif, getur skollið á hér harkaleg kreppa. 10-20% raunlækkun á húsnæði er ekkert óraunhæf þróun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið hafa eftir sér að raunlækkun á húsnæðismarkaði sé æskileg til að lækka verðbólguna. Þetta eru ámælisverð skilaboð fyrir markaðinn. Leita verður annarra leiða til þess að ná tökum á verðbólgunni. Til þess þarf fyrst og fremst nýja hugsun og kjark til þess að taka ákvarðanir. Upptaka á annarri mynt er það sem atvinnulífið kallar eftir. Það yrði vissulega leið til að ná mjúkri lendingu, en einnig mjög skynsamlegt í stöðunni. Það eru fáir sem hafa trú á að stjórnmálamenn hafi djörfung til að taka svo stórar ákvaraðanir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. apríl 2008
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10