Samskipti þjóðanna

Fyrir mörgum árum streymdu Íslendingar til Svíþjóðar í leit að vinnu og hærri launum. Ástandið var fremur dapurt hér heima og í Svíþjóð vantaði starfskrafta. Íslendingar héldu sig saman í hópum, og alls ekki allir lögðu sig nægjanlega fram til þess að læra sænskuna. Við þóttum harðduglegir upp til hópa, en frekar drykkfelldir. Í raun sóttum við í störf sem Svíar helst vildu ekki vinna í. Þekking í Svíþjóð á Íslandi, landi og þjóð var minni en við hefðum átt von á. Þannig kom það Svíum oft á óvart, þegar þeir voru fræddir á því að snjóhúsin sem við bjuggum í væru stundum á fjórum hæðum og þá með lyftu. Á sumrin bjuggum við síðan í lyftunni!

Kynni okkar Íslendinga af Pólverjum eru flest þau að þeir séu upp til hópa harðduglegir til vinnu, en umgangist helst samlanda sína. Þá er nokkuð um tungumálaerfiðleika. Í uppbyggingu undanfarinna ára hefur hlutverk Pólverja verið mjög mikið. Er ekki kominn tími til þess að leggja áherslu á að auka samskipti landanna til muna. Þekking okkar á landi og þjóð mun auka virðingu okkar fyrir Póllandi og Pólverjum. Þeir eiga það sannarlega inni hjá okkur.  


mbl.is „Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband