Af hverju ekki?

Það eru margir sem halda því fram að Björn Bjarnason sé búinn að vera í pólitíkinni. Þeir sem halda því fram ættu að lesa pistlana hans Björns. Ekki svo að ég sé honum alltaf sammála. Heldur ekki alltaf sammála leiðunum. Hann mætti gjarnan vera aðeins sveigjanlegri á stundum, og hafa mildari viðhorf. Hann hefur þó haldið út heimasíðu betur en nokkur annar stjórnmálamaður á Íslandi. Hann verður ekki sakaður um leti, það eitt er alveg víst. Hann fær ómælda virðingu þeirra sem vinna með honum, og reynir alltaf að setja sig inn í mál. Með þessu útspili sýnir hann enn og aftur framsýni. Auðvitað munu einhverjir Evrópusinnar tuða, af hverju ekki alla leið? Þetta er a.m.k. stórt skref í þá átt, en þegar þangað væri komið getum við alltaf tekið ákvörðunina hvort viljum gagna i Evrópubandalagið eða ekki. Björn fær rósina í hnappagatið að þessu sinni.
mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegur maður!

Hef eins og margir þurft að fara í nokkrar ferðir til Fjárlaganefndar Alþingis. Á móti okkur tók mikið ágætis fólk. Við höfðum undirbúið okkur vel bæði í myndum og máli, og farið yfir framsetninguna. Við heilsuðum og vitnuðum í skýrsluna sem við höfðum sent inn öllum nefndarmönnum. Þá greip Einar Oddur inní og sagði. " Strákar, verið ekki svona vitlausir, að halda að við lesum allar þessa doðranta sem verið er að senda inn. Við gerðum ekkert annað. Heitið á verkefninu er gott. Það kemur ágætlega fram á fyrstu síðunni um hvað málið snýst, og svo mælti hann Gunnar Birgisson sérstaklega með þessu dæmi. Þetta dugar."

"Hvað þurfið þið og hvernig sjáið þið þetta getað gengið."

Við nefndum töluna.

Hann fussaði og sagði. " Strákar hér fáið þið aldrei nema .... upphæð. Síðan verðið þið að vinna málið áfram til dæmis og svo nefndi hann nokkrar leiðir.

Brosið hans Einars bræddi alla, og við fórum glaðir út. Hann fylgdist alla tíð með okkur og spurði, og hvatti okkur til dáða. Verkefnið gat vel gagnast fólkinu í landinu og fyrir það var hann að vinna. Það var bara til einn Einar Oddur, hreinn og beinn. Flateyri mun sakna hans, það gerum við líka öll sem kynntust honum. Ég geri mér sérstaka ferð á Flateyri til þess að sjá bautasteininn hans Einars Odds.  Blessuð sé minning hans.


mbl.is Bautasteinn í minningu Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband