List með ungu fólki

Seyðfirðingar hafa verið duglegir undanfarin ár að búa til listviðburði með ungu fólki. Þetta framlag þeirra er mjög virðingar og þakkar vert. Er svo komið að þegar manni dettur í hug listasmiðja fyrir ungt fólk kemur strax Seyðisfjörður í hugann. Það þarf ákveðið umburðarlyndi og kjark til þess að halda slíku úti. Ekki skaðar að Seyðisfjörður er gríðarlega fallegur staður. Svo hafa heimamenn gert upp fjölda gamalla húsa, þannig að maður fær tilfinningu fyrir sögunni að dvelja aðeins á Seyðisfirði. Margir sleppa því að fara niður Fjarðarheiði í fyrstu hringferð sinni um landið, svo þroskumst við og skoðum perlurnar. Ég ætla að fara hringinn í sumar, og Seyðisfjörur sleppur ekki. Hef aldrei skoðað Tæknimynjasafnið, fæ þá tækifæri til þess.
mbl.is Líf og fjör á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband