Ekki auðvelt!

„Okkur finnst sorglegt að þurfa að taka pylsur af fólki sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni. Sú verslun er með heimild frá Landbúnaðarstofnun til að flytja inn pylsur frá frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun" segir Björg Valtýsdóttur, deildarstjóri hjá Tollgæslunni á Suðurnesjum. 

Ob.ob.obb... Ef fólkið er með vörur frá fyrirtækjum sem erum með ákveðna vottun, af hverju lætur þá Björg Valtýsdóttir taka pylsurnar af fólkinu? Er þá Björg ekki að láta starfsmenn sína brjóta á fólki?

 Ég sé fyrir mér fólk komandi með slíkar vörur og tollvörðurinn spyr. " Eru þessar pylsur, frá frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun? Ég get alveg tekið undir að rýmka þarf þessar reglur, en enn og aftur spyrja fjölmiðlamenn ekki eðlilegra spurninga. Mér finnst svarið stórkostlegt af annarri ástæðu. ...sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni." Ef til vill er það bara tilfinning mín að með þessu innskot geri Björg sig seka um mjög dapra fordóma gagnvart Pólverjum.

 Það eru rök með og á móti því að flytja inn kjöt. Held að hluta hafi þessar reglur verið of strangar. Innflutningur á hráu kjöti krefjast hins vegar a.m.k. skoðunar. Það eru til rök sem mér finnst a.m.k. að við ættum að hinkra aðeins við og skoða. E.t.v. verður landbúnaður á Íslandi dýrmætari en við ætlum nú. Þegar opinberir starfsmenn í stöðu eins og Björg verðum við að gera meiri kröfur um rökræna hugsun.


mbl.is Brenna pylsur sem má selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband