Skortur á lýðræðislegri færni.

Það er mjög áhugavert að skoða yfirlýsingu Marsibil Sæmundardóttir vegna nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.

sjá: http://marsibil.blog.is/blog/marsibil/

Þar segir Marsibil m.a.

 ,,Það var ekki á dagskrá hjá mér í síðustu viku að hætta í Framsóknarflokknum né að hætta í pólitík. "

Síðar segir Marsibil

,,Ég ítreka að ég mun ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að  Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjónar ekki hagsmunum borgarbúa.

Stjórnmálamenn sem eru í miðjuflokkunum hljóta oft að vilja annað hvort samstarf síns flokks við vinstri vænginn eða hægri vanginn. Þeir sem vilja bara annað og ekkert annað en það sem þeir frekar vilja, eru ,,veikir hlekkir" í sínum flokki. Í stjórnmálum og lýðræðinu almennt þarf fólk að vinna að málamiðlunum. Gefa eftir til þess að þeirra lykilmál komist fram. Það er aldrei hægt að fá ,,allan pakkann" í samstarfi. Ef allir eru alltaf sammála í hóp, eru annað hvort mörgum ofaukið, eða það vantar styrkleika í hópinn.

Ef það var ekki á dagskrá hjá Marsibil að segja sig úr Framsóknarflokknum fyrir viku, þá þýðir það væntanlega að stefna Framsóknarflokksins hentaði Marsibil. Það að henni hugsnist betur að fara í samstarf við Tjarnarkvartettinn, þarf ekki að þýða úrsögn úr flokknum. Með því að segja að hún ætli ekki að fella núverandi meirihluta gerir úrsögn hennar nær óskiljanlega. Lýsir fyrst og fremst pólitískum veikleika. Á sínum tíma fór Alþýðuflokkurinn gamli mjög langt til hægri, Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið þekkt fyrir að vera vinstra megnin við miðju, var í minnihluta í sínum flokki. Á stundum kunni hún illa að meðhöndla þá stöðu, en til lengri tíma hefur hún gert það mjög vel og hefur haft mikil áhrif í íslenskri pólitík. "Hennar tími kom, og er" þrátt fyrir að hún hafi ekki verið flokksformaður.

Í Framsóknarflokknum virðast menn hafa átt mjög erfitt með að vinna með lýðræðið, sérstaklega Reykjavíkurarmur flokksins. Þar hefur að sögn jafnvel verið unnið með hnífasettum, ef menn eru ekki sammála. Einn góður vinur minn bað mig eitt sinn að koma með sér á fund hjá Framsóknarflokknum. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel. Sem oftar höfðu verið íllvígar deilur innan flokksins í Reykjavík. Þá stendur upp ungur maður Björn Ingi Hrafnsson og segir eitthvað á þá leið að Framsóknarmenn eigi ekki að vera með margar skoðanir á málum. Menn þyrftu að koma ser saman um eina skoðun á hverju máli og halda sér a.m.k. opinberlega við hana. Hjöðin hélt varla vatni yfir boðskapnum. Allir saman. Kaupfélagshugsunin. Þar sem ég var þá að kynna mér sögu þeirra Hitlers og Stalín fannst mér lítið til koma. Þetta var allt önnur hugsun en hjá mörgum góðum Framsóknarmönnum af landsbyggðinni. Sem sagt, ef Framsóknarmenn hafa ekki getu og þroska til þess að vinna með lýðræðið í Reykjavík,þá er bara að afnema það!

Afsögn Marsibil Sæmundardóttur sýnir í hnotskurn þennan veikleika. Annað hvort fyllilega með, eða á móti. Hún þyrfit að komast á gott félagsmálanámskeið. Hún fær þó plús fyrir seinni yfirlýsingu sína að hún ætli sér ekki að fella meirihlutann.

 

 


mbl.is Endalok átaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband