Von á glæsilegri niðurstöðu - taka tvö

Fjármálaráðherra sagði okkur að honum hefði verið treyst til þess að gera samninga við Hollendinga og Breta. Hann hefði tekið verkefnið að sér og myndi ljúka því með reisn. Boðuð var glæsileg niðurstaða, sem síðan var frestað að sýna þjóðinni þar til eftir kosningar og síðan lengur. Allt þetta var síðan mikið leyndarmál og pukur, og virtist með ólíkindum hvað erfitt var að fá samninginn allan ásamt gögnum upp á borðið. Niðurstaðan ógeðsdrykkur sem enginn vildi snerta nema Samfylkingin og síðan örfáir Vinstri Grænir, sem hefðu samþykkt hvað sem er.

Nú er boðuð taka númer tvö, og það er eins og enginn bíði herlegheitanna með eftirvæntingu, heldur nagandi kvíða. Það skiptir í raun engum máli fyrir ríkisstjórnarflokkanna hvort þeir samþykki eitthvað eða ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið er farið. Næst er að éta allan niðurskurð ofan í sig. Fyrir sterka stjórnarflokka yrði það mjög erfitt að taka á þeim verkefnum sem taka þar á. Fyrir þessa flokka er það ógerlegt. Það er erfitt haust  framundan.


mbl.is Viðbrögð á báða vegu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband