22.11.2009 | 22:50
Alltaf sammála
Eftir að hafa vanið mig á að taka frá tíma rétt eftir hádegið til þess að hlusta á Silfur Egils fór ég fyrir nokkrum vikum að spyrja mig hvers vegna ég eyddi tíma í þennan þátt. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað Egill Helgason hefur haldið sér ferskum lengi,og hversu oft hann hefur bryddað upp á góðum atriðum í þáttum sínum. Að undanförnu finnst mér hins vegar komin þreyta í þetta. Fyrir nokkrum vikum stóð ég upp og fór út að labba með hundinn. Það var engin eftirsjá að Silfri Egils, síðan hef ég ekki horft á þáttinn í beinni. Sundum hef ég kíkt á einhver brot úr þættinum, eða jafnvel hluta, en stundum ekki.
Ég leit aðeins á byrjunina á vettvangi dagsins til þess að sjá hvaða gestir væru í þættinum. Gunnar Smári Egilsson, Grímur Atlason, Elfa Logadóttir, Þór Saari og svo að sjálfsögðu Egill Helgason þáttastjórnandi. Það sem truflar mig er samsetning gestanna. Þetta lið gæti hæglega verið í sama flokknum. Ég játa að mér finnst oft bera á frumlegri hugsun hjá Grími Atlasyni, en ég nennti ekki að hlusta á vettvanginn til þess að bíða eftir hugsanlegu innleggi hjá honum. Þetta er svona eins og andinn var í MH hér í gamla daga, flestir höfðu sömu skoðanirnar og söfnuðust saman til þess að vera sammála.
Í mínum huga er hreinasti óþarfi að safna fólki til að rökræða, ef það hefur allt sömu skoðanirnar. Það eru mismunandi skoðanir, áherslur og blæbrigði sem göfga góða umræðu. Ég er að átta mig betur og betur að Egill velur æ oftar skoðanabræður sína í þáttinn. Hann velur viðmælendur til þess að sýna fram á að hann sjálfur hafi rétt fyrir sér. Um hrunið eða bara eitthvað allt annað.
Fyrir mér er Silfur Egils farið af dagskrá, minni dagskrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2009 | 07:20
Brúna hliðin upp
Sennilega er kjarni íslensku þjóðarinnar frjálslyndir jafnaðarmenn. Vilja nýta krafta einkaframtaksins til þess að skapa tekjur, en huga vel að þeim sem minna mega sín. Samfylkingin leiðir þessa ríkisstjórn og ætti sem jafnaðarmannaflokkur að ná vel til þjóðarinnar. Svo er alls ekki. Vinstri sinnaðir jafnaðarmenn hafa tekið völdin í flokknum og þeir hafa valið sér að gera ekkert. Það frumkvæði sem kemur frá ríkisstjórnarflokkunum kemur helst frá nokkrum þingmönnum Vinstri Grænna, en enginn þeirra er í ráðherrastólum nú.
Nú snýr græna hliðin niður í Samfylkingunni og enginn virðist skilja af hverju það er enginn gróandi. Tónn ríkisstjórnarinnar og tónn þjóðarinnar er ekki samhljóma. Tónn ríkisstjórnarinnar er ládeyða. Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason eru að reyna að taka sig saman í andlitinu, en með Jóhönnu Sigurðardóttur er græna hliðin niður. Þjóðin finnur veikleikana, og vandræðaganginn æ sterkar. Þessa daganna fær þjóðin að sjá vestu hliðar Samfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. nóvember 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10