Til fyrirmyndar

Verkalýðshreyfingin hefur verið gagnrýnd á undanförnum árum fyrir að vera ekki í jarðsambandi, þ.e. vera ekki í tengslum við grasrótina. Þessi gagnrýni á fullan rétt á sér. Þetta á sannarlega ekki við um Framsýn stéttarfélag á Húsavík. Maður finnur kraftinn frá þessu félagi hingað suður. Aðalstein Baldursson er mikill hugsjónamaður sem margir aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar gætu tekið sér til fyrirmyndar.  
mbl.is Nær allir ánægðir með þjónustu Framsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir dulnefni

Nú fer að líða að sveitarstjórnarkosningum. Oft skaðar það flokksfylgið í héraði ef stjórnmálaflokkur er í ríkisstjórn. Ekki síst ef lítið gengur. Það er mikill vandræðagangur á ríkisstjórnarheimilinu, og það mun örugglega bara versna. Kjósendur eru því líklegir til þess að refsa Vinstri grænum og Samfylkingunni.

Í sveitarstjórnum skiptir meira máli hvaða fólk er í framboði, heldur en hvaða flokkar fara fram. Í minni sveitarfélögum væri mun æskilegra að um einhvers konar persónukjör væri að ræða heldur en listakjör. Samfylkingarfólk í sveitarstjórnum ætti því ekki að óska sér að fá að bjóða fram undir dulnefni vegna landsmálanna, heldur að kjósendur meti frambjóðendur að verðleikum.


mbl.is Undir eigin nafni á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúluólán.

Fyrir nokkrum árum tók ég eftir því að líkamsbrennslan hjá mér tók skyndilega að veikjast. Hafði aldrei getað fitnað, en nú virtist allt sem ég boðaði breytast í forðabúr sem safnaðist á magann á mér. Smá saman sætti maður sig við að bera eitt kíló og síðan annað. Það var svo fyrir nokkrum vikum að ég rakst á mynd, þar sem ég stóð við hliðina á konu sem var komin 7 mánuði á leið. Mikið óskaplega var konan grönn og mittismjó. Tók þá ákvörðun að greiða þetta kúluólán mitt og þarf sannarlega að vinna fyrir afborgununum.

Engin megrun, ekkert nart, engir kúrar. Bara smá aðhald, borðað í alla mata, en bara minna. Svo ræktin. Fyrstu vikuna léttist ég ekkert, afskaplega lítið þá næstu, framfarir þá þriðju og sú fjórða lofar mjög góðu. Er farinn að sjá tölur sem ég hef ekki séð áður. Setti mér markmið fram að jólum, hafði það raunhæft. 21 dags tíminn er liðinn, og þetta er orðið léttara. Kúlulánið verður ekki greitt upp fyrir jól, en þá hefur a.m.k. verið greitt duglega inn á höfuðstólinn.


Bloggfærslur 24. nóvember 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband