Peningana eða lífið

Evrópusambandið skorar á Alþingi að staðfesta Icesave-samkomulagið við Breta og Hollendinga. Að öðrum kosti sé aðild Íslands að ESB í hættu. Þetta er afskaplega vinsamleg ábending, af ótta við að ESB standi við hótunina er fjöldi þingmanna tilbúinn að samþykkja nánast hvað sem er. Bara fyrir það eitt að komast í dýrðina, sem þjóðin hefur enga trú á. Öll þessi framganga er síðan sögð vera í anda lýðræðis, jafnréttis og bræðralags. Að vísu hefur þetta með lýðræðið verið tekið út, því einhverjir fávísir þegnar heldur, að Icesave samningurinn yrði settur undir þjóðaratkvæði. Það var víst algjör misskilningur, fólkið hafði ekkert vit á svona stórum málum.

Nú veit ég ekki hvort ábending Evrópusambandins hafi verið send í tölvupósti, bréfi eða hvort að grímuklæddir menn með byssu komu þeim á framfæri.

 Þetta innlegg inn í umræðuna hér er afskaplega ósmekklegt. Það fjölgar ekki þeim sem vilja láta samþykkja ríkisábyrgð á Icesavesamningunum og það stuðningurinn við inngöngu í ESB mun ekki aukast. Það skelfilegasta við þetta mál er að það þarf ekki að snúa upp á hönd allra þingmanna til þess að fá þá til þess að samþykkja Icesave og vilja ganga í ESB. Það gerist af frjálsum og fúsum vilja.


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband