Jóhanna treysir þjóðinni ekki!

Það þurfti ekki næma tilfinningu fyrir vilja þjóðarinnar til þess að skynja að þjóðin vildi völdin í sínar hendur. Völdin frá fulltrúunum sem hún hafði valið í kosningum og til grasrótarinnar. Bráðabirgðastjórn VG og Samfylkingar lagði til að aðeins 15% þjóðarinnar gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var nú eftir vill full vel í lagt. Annað var þjóðlagaþing. Hvorugt fór í gegn og nú kom að kosningum. Jóhanna treysti þjóðinni og þjóðin treysti Jóhönnu. Í kosningunum valdi þjóðin Jóhönnu og Steingrím, en síðan vildu þau  ekkert hafa með svona þjóðaratkvæðagreiðslur að gera. Þau voru valin sem fulltrúar þjóðarinnar og þau réðu. Jóhanna treysti þjóðinni ekki til þess að taka ákvarðanir í mikilvægum. Hún skreið inn í skjaldborgartjaldið sitt og bruddi ESB töflur. Jóhanna og Steingrímur tóku við af vanhæfri ríkisstjórn og ætla sér að fá að vinna sín óhæfuverk án samráðs við þjóðina. Jóhanna segir þjóðinni ekki treystandi. Á sama tíma hrynur stuðningurinn við Jóhönnu. Hún stefnir á að verða óvinsælasti forsætisráðherra allra tíma. Nú er komin gagnkvæmni í þetta. Jóhanna treystir ekki þjóðini og þjóðin treystir ekki Jóhönnu.


mbl.is Sýn forsjármanna brengluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband