6.11.2009 | 19:18
Hin græna og umhverfisvæna stóriðja
Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Full ástæaða tiil þess að vekja athygli á henni.
ÞAÐ er stundum talað um að í þrengingum fari fólk að hugsa á annan hátt og ýmislegt sem áður þótti gamaldags og hallærislegt fær aftur nýtt vægi. Nú eftir hrunið er rætt á allt annan hátt um frumframleiðslugreinar þjóðarinnar, landbúnað og fiskveiðar og matvælaöryggi landsins og hve mikil verðmæti felast í því að þurfa ekki að nota rándýran erlendan gjaldeyri til þess að flytja inn matvæli.
Við getum verið stolt af matvælaframleiðsla okkar hvort heldur er hvað varðar landbúnaðar- eða sjávarafurðir. Hér í uppsveitum Árnessýslu er ein af stærstu matarkistum þjóðarinnar ef svo má að orði komast. Auk hefðbundinnar landbúnaðarframleiðslu er talið að um 80% af grænmetisframleiðslu landsins fari fram á svæðinu. Læknar og næringarfræðingar hvetja þjóðina til aukinnar grænmetisneyslu, ekki að ástæðulausu, því íslenskt grænmeti er í sérflokki bæði hvað gæði og hollustu varðar sem og reyndar flestar íslenskar landbúnaðarvörur.
Margir hafa efasemdir um stóriðju og telja að skynsamlegra sé að gera »eitthvað annað« eins og sagt er án mikilla útskýringa eða hugmynda. Hin græna stóriðja, þ.e. grænmetisframleiðslan, er svo sannarlega »eitthvað annað« og á í rauninni ekkert annað sameiginlegt með hefðbundinni stóriðju en það að garðyrkjubændur í ylrækt nota ótrúlega mikla raforku.
Sem dæmi má nefna að eitt af stærstu garðyrkjubýlunum á Flúðum notar meiri raforku en Eyrarbakki og Stokkseyri til samans. Gríðarleg hækkun hefur orðið á aðföngum til allrar landbúnaðarframleiðslu á síðustu misserum þ.m. talinn flutningur á raforku en flutningskostnaðurinn einn er talinn hafa hækkað um allt að 25%. Ríkisstjórnin sem nú situr vill kenna sig við náttúruvernd og jöfnuð á sem flestum sviðum. Nú er lag til þess að styrkja »eitthvað annað« sýna athafnasemi og stuðla að því að raforka og flutningur raforku til ylræktar- og blómabænda verði seld þeim á svipuðu verði og gert er til annarrar stóriðju. Einhvers staðar stendur í ljóði »það er munur á athöfn og orðum«. Nú er tækifæri til að standa við stóru orðin, bændum og neytendum til heilla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 6. nóvember 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10