Ingibjörg komin í framboð!

Ingibjörg Sólrún er ótvírætt með öflugri leiðtogum sem komið hafa fram í íslenskri pólitík á undanförnum áratugum. Hún er skelegg og kann að koma fyrir sig orði. Rétt eins og slíkir leiðtogar er hún þá umdeild, virt og elskuð af samherjum en allt að því hötuð hjá mótherjum. Þegar hún loks komst í ríkisstjórn þá var margt sem benti til þess að hún yrði farsæll ráðherra. Síðan kemur að þeim tíma sem mest hefði reint á Ingibjörgu sem leiðtoga, þ.e. í hruninu þá var Ingibjörg frá vegna veikinda. Varaformaður Samfylkingarinnar var bara til á pappírunum, en Björgvin Sigurðsson tók í raun forystuna en hann hélt Samfylkingunni ekki saman. Afleiðingin var það sem þjóð í erfiðleikum þurfti síst á að halda, kosningar og pólitískur óróleiki.

Jóhanna Sigurðardóttir sem var á leið út úr pólitík er dubbuð upp í forsætisráðherra, stjórnmálamaður sem var á leið út úr pólitík í hvíldina. Hennar tími var liðinn, en var allt í einu komin. Jóhanna var hins vegar farin og er ekki komin enn. Jóhanna sem hafði verð notið virðingar fyrir sín störf. 65% sögðust ánægð með Jóhönnu í febrúar en nú segjast minna en 30% ánægðir með stöf Jóhönnu. Í skoðanakönnun hjá Viðskiptablaðinu töldu aðeins 20% þjóðarinnar hana best til þess fallna að leiða okkur út úr efnahagskreppunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk ekki atkvæði, sennilega var ekki spurt um hana, en Davíð Oddson fékk 25%.

Það er því flestum ljóst að það styttist í að skipt verður um forsætisráðherra. Steingrímur Sigfússon er oftast nefndur, en þá þarf Samfylkingin að gefa forsætisráðuneytið eftir. Það vill Samfylkingin ekki. Össur Skarphéðinsson kæmi til greina, en hann er umdeildur innan flokksins. Dagur B. Eggertsson þykir of reynslulítill og þá kemur útspilið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Veikleiki Ingibjargar er að hún missti stuðning, þar sem hún verður að teljast ábyrg sem annar forystumanna ríkisstjórnarinnar  í bankahruninu.

Með því að sækja um embætti gegn mansali hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE setur hún þrýsting á forystu Samfylkingarinnar. Þetta er ein leið til þess að gefa kost á sér, án þess að hjóla í Jóhönnu. Með því segir Ingibjörg flokknum að hún sé kominn til fullrar heilsu og sé til í slaginn. Nú reynir á hvort hún hefur nægjanlegan stuðning.


mbl.is Ingibjörg Sólrún til Vínar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband