Verða Steingrímur og Jóhanna dregin fyrir Landsdóm?

Styrmir Gunnarsson hugleiðir í bók sinni Umsátrið, hvort ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Haarde verði dregnir fyrir Landsdóm. Í bókinni segir m.a.

,,Hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er eftir þessum lögum, skal og þegar þess er krafist, jafnframt hegningunni dæma hann til að greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu hans fer eftir almennum reglum.“

Í ljósi þessa getur þá verið að þau Jóhanna og Steingrímur verði dregin fyrir Landsdóm þegar landsmönnum verða ljósar afleiðingar þess að þau Jóhanna og Steingrímur eru að reina að keyra Icesave samninginn í gegnum Alþingi. Það skyldi þá aldrei vera að Geir, Ingibjörg, Jóhanna og Steingrímur verði öll inni saman. Það gæti þá gagnast þeim að kunna bridge.


mbl.is Stenst Icesave stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttmáli ríkisstjórnarinnar

Þegar síðustu kosningum var lokið, bankaði Jóhanna uppá hjá Steingrími og spurði hvort hann vildi vera með sér. Steingrímur var til, og þá spurði Jóhanna hvort hann gengist undir sáttmálann. Steingrímur var í sigurvímu og játti því. Síðan deila VG og Samfylking um það hvort VG hafi gengist undir Lissabonsáttmálann eða ekki. Sumir þingmenn og jafnvel ráðherrar vilja ekkert af ESB vita, á sama tíma og ráðherrar Samfylkingarinnar eru þegar komnir inn í ESB. Þegar VG þingmenn malda í móinn þá segja þingmenn ,,þið lofaðuðu". Það líður að krossgötum.  
mbl.is Lissabonsáttmálinn tekur gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband