Ábyrgð

Þó formleg greining hafi ekki farið fram á bankahruninu, er ljóst að ríkisstjórnin var á vaktinni og hún ber því ábyrgð á því að skapa þann ramma sem hefði haldið við þessar aðstæður. Ábyrgðin er einnig hjá fyrri ríkisstjórn því að einnig á hennar vakt var þenslan aukin í þjóðfélaginu sem leiddi m.a. til vaxtamunar milli Íslands og annarra landa. Aðrir sem bera ábyrgð er Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið svo og bankastjórn, bankastjórar bankanna svo og hluti svokallaðra útrásarvíkinga. Nokkrir hafa stigið til hliðar og aðrir eru á leiðinni. 

Flokkarnir stokka upp. Ef Ingibjörg á að stíga til hliðar, þá á Jóhanna að gera það líka, munurinn á stöðu þeirra er ekki mikill. Þó Jón Baldvin Hannibalsson hafi átt ágætis spretti í pólitík þá held ég að framboð af honum til formanns sé mun meiri en eftirspurnin. 

Ingibjörg var sannarlega leiðtogi, og það er synd að við fengum ekki að njóta krafta hennar í þessari kreppu. Talsvert er þó til í gagnrýni Jóns Baldvins. Jóhanna er dugnaðarforkur, en veit ekki hvort hún myndi flokkast undir að vera leiðtogi. Sjálfsagt verða margir tilnefndir til formennsku í Samfylkingunni en nöfn eins og Dagur Eggertsson kemur strax fram, Robert Marchall eða Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri Árborgar. ..og Jón Baldvin...nei, það held ég ekki.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband