Væri það ekki gott?

Það er fyllilega eðlileg krafa að ákveðin uppstokkun verði í kerfinu, þar sem það varði okkur ekki þegar hrunið kom. Það er líka eðlilegt að tekið verði á flokksræðinu, og að framkvæmdavaldið valti ekkí yfir löggjafarvaldið. Það er almenn krafa um að úr flokkspólitísku þvargi dragi á Alþingi. Hins vegar er það slæm krafa að allir Alþingismenn segi af sér, þannig að engin reynsla verði eftir þar. Það væri mikill fengur af manni eins og Tryggva Herbertssyni á þing, og væri mér nokk sama fyrir hvaða flokk hann færi fram. Ég sé ekki hvaða ábyrgð Tryggvi hafi átt í bankahruninu. Fram hefur komið að hann varaði við yfirtöku Glitnis, og ekki var hann lengi í starfi sem ráðgjafi Geirs. Tryggvi hefur hins vegar getið sér gott orð sem hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólans.

 


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband