Tvískinnungur

Það hefur vakið athygli mína aukin lýðræðiskrafa m.a. á Alþingi. Að dregið verði úr ofurvaldi ráðherrana og meira samráð verði m.a.  haft við minnihluta. Um leið og Framsóknarflokkurinn dregur lappirnar og samþykkir ekki allt sem minnihlutastjórnin fer fram á  fara allir á límingunum. Þegar örlítill dráttur varð á myndun ríkisstjórnarinnar var  strax farið að tala um að Framsóknarflokkurinn væri að kúa Samfylkinguna og Vinstri Græna. Framsókn væri með yfirgang. Nú þegar einn þingmaður Framsóknar vill bíða með Seðlabankafrumvarpið í 2 daga þá kemur ásökunin aftur um kúgun á minnihlutastjórninni.

Nú er ég ekki að mæla leikritahöfunum á Alþingi bót, en lýðræðissinnar verða að getað sýnt ákveðið umburðarlyndi.

Hef reiknað með að við fáum vinstri stjórn næstu 4 árin, en verð að játa að mér finnst virðingin milli stjórnarflokkanna og Framsóknar vera afskaplega takmörkuð. Í bloggheimum hamast Samfylkingarfólk á formanni Framsóknarflokksins, það er nú vart gert til þess að laða menn til samstarfs. Ef fólk vill ekki vinstri stjórn þá er miklu hreinlegra að segja það beint út.


Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband