18.3.2009 | 21:51
Trúarpólitík
Á menntaskólaárum mínum þótti fínt að vera sósíalisti. Ef þú varst það varst þú inni og engar spurningar voru settar fram. Ef einhverjir voru ekki sósíalistar þá voru þeir einfaldlega fífl. Sumir höfðu lesið Karl Max og aðrir sögðust hafa gert það. Gagnrýnin hugsun var ekki inni. Einn kennara okkar sjokkeraði hópinn með því að segja að við værum sósíalistar af því að við nenntum ekki að hugsa. Þessi kennari gaf sig aldrei upp í pólitík, en síðar átti ég gott spjall við hann og komst að því að hann var sennilega sá eini sem var sannur sósíalisti.
,, Sauðir gera aldrei gagn í pólitík" sagði hann.
Egill Helgason hefur af mörgum verið talinn Samfylkingarmaður. Það kom því mörgum á óvart að þegar hann ræddi við stjórnmálamenn s.l. sunnudag um leiðir til þess að hjálpa heimilunum í greiðsluerfiðleikum og Árni Páll Árnason byrjaði að ræða ESB. ,, Er það töfralausn ykkar í öllum málum" . Árni varð kjaftstopp, en Egill óx í áliti. Sigmundur kom fyrst með 25% afskrift lána, hugmynd sem mér finnst verið að ýta út af borðinu, án umræðna.
Konan í Vesturbænum kaus Sjálfstæðisflokkinn af því að hún var ópólitísk. Hún las tuggurnar sínar úr Morgunblaðinu, og lærði frasana utanað. Mér finnst vera talsvert af konum úr Austurbænum hér á blogginu. Þær eru á móti Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, og síðan Davíð og Hannesi Hólmsteini. Þær eru á móti ,,gróðraröflunum" og ,,nýfrjálshyggjunni". Þær býsnast yfir ástandinu sem var auðvitaði ,,hinu liðinu að kenna" en það koma aldrei lausnir. Kannski er konan úr Vesturbænum og hin úr Austurbænum systur, a.m.k. eru þær alveg eins. Aldrei dytti þeim að gagnrýna neinn úr sínu liði eða efast um þá stefnu eða málflutning sem eigið lið hefur.
Ég hef kallað þetta trúarpólitík, og held að hún sé einn vesti óvinur raunverulegs lýðræðis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 18. mars 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10