17% stýrivextir með 6% verðbólgu.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir að vaxtastefna Seðlabankans sé óskiljanleg. Hann segir að hátt vaxtastig verði ekki þolað öllu lengur. Þjóðinni blæði út á meðan eigendur jöklabréfa og aðrir fjármagnseigendur hagnist á hávaxtastefnunni.

Gagnrýni Ögmundar er harðorð en hann setur hana fram á heimasíðu sinni ogmundur.is. Undir yfirskriftinni Óskiljanleg vaxtastefna segir Ögmundur:

„Þessa dagana er mikið rætt um ráðstafanir til varnar skuldugu fólki. Ekki er vanþörf á: Lánaskuldbindingar verðtryggðar og óheyrilegt vaxtaálag þar ofan á. Því lengur sem drápsklyfjunum er hlaðið upp á fólk og fyrirtæki þeim mun óbærilegri verða þær. Í framhaldinu rísa kröfur um björgunaraðgerðir. Þess er krafist að skattgreiðendur hlaupi undir bagga. Hvernig væri nú að söðla um og hætta að bæta í byrðaranar? Þetta hafa orðið viðbrögð flestra þjóða heims í þeirri fjármálakreppu sem nú ríður yfir. Um þetta hafa Íslendingar fundið ágætt orðtak. Talað er um að byrgja bruninn áður en barnið dettur ofan í hann. Stjórn Seðlabankans virðist ekki þekkja til þessarar hugsunar og neitar að lækka vexti svo einhverju nemi. Hún segir að ekki megi veikja krónuna. Það er óskiljanlegur málflutningur í landi sem býr við gjaldeyrishöft. Eigendur jöklabréfanna og aðrir fjármagnseigendur sem hagnast á hávaxtastefnunni eru sælir með sitt. Á meðan blæðir þjóðinni. Það verður ekki þolað öllu lengur.“

Ég er hjartanlega sammála Ögmundi. 17% stýrivextir eru rökstuddir með því að verðbólgan sé 17,6% síðustu 12 mánuðina. Það er fáránlegt viðmið því að á þessum tíma var bankahrunið og gengishrun sem að sjálfsögðu kallaði á verðhækkanir, vegna þess að innflutt vara hækkaði í íslenskum krónum. Nær væri að líta á verðbólgu litið t.d. til síðustu 3 mánaða, svo og meta hana næstu 3 mánuðina. Þá erum við að tala um 6% verðbólgu. Ef þetta er nýi seðlabankastjórinn sem tekur þessar ákvarðanir á að senda hann með næsta bát strax heim til Noregs. Lækkun í 10% hefði verið algjört lágmark við þessar aðstæður. Þessi ákvörðun eykur fyrst og fremst á vanda okkar og er þó nægur fyrir. Steingrímur Sigfússon gagnrýndi réttilega vaxtaákvörðun Seðlabankinn, nú þegir hann þunnu hljóði. Við fáum e.t.v. Hörð Torfa aftur á Austurvöll, þar sem tónað verður Seðlabankasjórann burt, og vanhæf ríkisstjórn.


300 störf í heilsugæslu á Reykjanesi

Þegar hér ríkir atvinnuleysi ættum við að fagna hverri hugmynd sem skapar störf. Ef það nýtir ónýtt húsnæði er það ekki slæmt. Það skapar vel menntaðu fólki á þessu sviði, einsog læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum,  sjúkraþjálfarurum, og fleira fólki  vinnu. Það getur varla verið slæmt. Staðsetningin er á Keflavíkurflugvelli og í Reykjanesbæ sem hefur sérstaklega varið illa út úr samdrættinum. Það hlýtur að vera gott. Þessi starfsemi kallar ekki á því að umturna náttúrunni, sem varla getur verið slæmt. Ríkið þarf ekki að fara út í milljarða lántökur, eða ábyrgjast slíkar lántökur.  Samt mun þessi hugmynd kalla á mikla andstöðu. Með þessu er verið að fara inn á svið sem margir Íslendingar telji að eigi að vera á höndum hins opinbera, og hvað er þá ,,þessi" Róbert að ,,vesenast" á þeim vettvangi. Það verður gaman að fylgjast með umræðunni. Fyrir okkur hin er þetta bara frábært, og við skiljum ekki þær tær sem telja að á þeim sé traðkað.
mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband