Leiðtogar óskast

Eftir bankahrunið komu þeir Geir Haarde og Björgvin Siguðsson reglulega fram á fréttamannafundum og fræðu þjóðinni fréttir. Verkefnin voru yfirgengileg, koma þurfti bönkunum á stað og gjaldeyrisflæði þannig að inn og útflutningur stöðvaðist ekki. Þetta tókst. Enginn sakaði Geir um leti, og hann hafði ímynd að vera traustur og heiðarlegur.  Síðan kom að næsta þætti, það er að leiða þjóðina í gegnum þrengingarnar og veita upplýsingar. Þá brást Geir sem leiðtogi. Jóhanna tók við með Steingrím sér við hlið. Enginn sakar þau um leti og hafa bæði þá ímynd að vera traust og heiðarleg, en rétt eins og hjá Geir og Björgvini, þá vantar leiðsögnina. Einhverjir stígi fram og gefi þjóðinni trú á framtíðinni. Á meðan það gerist ekki heldur atvinnulausum áfram að fjölga. Raunstýrivextir sem nú eru yfir 22% drepa allt frumkvæði. Er þjóðin viss um að við séum á réttri leið?  Þjóðin þarf á leiðtogum að halda!
mbl.is Geta setið fram að kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki boðið á næsta ball!

Framsóknarmaddaman hefur nú aðallega verið að punta sig síðan nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Af og til hrópar hún upp, annað hvort vegna þess að allir halda að hún sé sofnuð, eða til þess að vekja athygli á sjálfri sér. Öllum virðist hins vegar sama. Samfylking og VG vilja bara að hún sé þæg og geri eins og þeim þóknast. Samfylkingin er sýnu óþolinmóðari ef maddaman er ekki til í tuskið þegar á er kallað. Það skal vera strax. Þó að Framsóknarmaddaman sé búin að punta sig, ætlar enginn að bjóða henni upp. Kannski fær hún að koma með á þarnæsta balli. Til hvers var þá allur þessi undirbúningur.

Bloggfærslur 1. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband