18.4.2009 | 09:47
Sendum Norðmanninn heim
Í ESB er verið að ræða um 0 % vexti, í Bretlandi eru þeir 0,5% en á Íslandi eru stýrivextir 15,5%. Stýrivextir eru eitt af helstu stjórntækjum til þess að hafa almenn áhrif á spennu í efnahagslífinu. Ef spennan er of mikil eru vextir hækkaðir til þess að fá fyrirtæki og einstaklinga til þess að draga úr framkvæmdum eða eyðslu. Aðrar aðgerðir hins opinbera þurfa að vera samhljóma, t.d. fresta vegagerð ofl. Í miklum samdrætti eru vextir lækkaðir til þess að örva fyrirtækin og heimilin til þess að framkvæma og eyða.
Ísland er sennilega í versta niðursveiflutíma allra tíma, og þá rekum við peningamálastefnu með 15,5% stýrivöxtum. Sem þýðir að Seðlabankinn gefur þau skilaboð út í þjóðfélagið að við eigum að minnka eftirspurn og draga úr eftirspurn eftir fólki í vinnu. Ein af skýringunum sem gefnar eru fyrir þessari ákvörðun Seðlabanka er að verðbólga síðustu tólf mánuði séu um 16%. Þetta viðmið er út úr öllu korti í ljósi bankahrunsins og gengishrunsins. Gengishrun þýðir að allur innflutningur hækkar og öll erlend aðföng sem fyrirtækin þurfa í sína framleiðslu. Að sjálfsögðu hækkar þá vara og þjónusta í íslenskum krónum. Verðbólga innanlands mótast nú aðeins af tveimur þáttum, breytingum á gengi og þessum fáránlegu stýrivöxtum. Margir halda að verðbólgu þurfi að meta síðustu 12 mánuði, þetta er algjörlega rangt. Verðbólga er oftast metin sem prósentuhækkun yfir ákveðið tímabil, sem getur verið mánuður, tveir þrír eða fleiri, en í ljósi þeirra atburða sem hér hafa dunið á þjóðina má öllum vera ljós að mælikvarði á verðbólgu með að meta hana 12 mánuði aftur í tímann er ónothæfur. Það er nú þegar enginn undirliggjandi þrýstingur sem kallar á verðbólgu, og því ættu stýrivextir að vera hér eins og í öðrum ríkum nærri núllinu, til þess að örva efnahagslífið.
Þessar ákvarðanir eru í höndum Seðlabanka og ríkisstjórnar, með samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það að við höfum ekkert með málið að gera er einfaldlega rangt. Ef AGS krefst þess að okkur að keyra efnahagslífið niður, eigum við að henda AGS út og slíta samskiptunum við þá.
Síðasta ríkisstjórn var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi og að hluta til algjörlega með réttu. Ákvaðanir nú í vaxtamálum eru ekki slæmar, þær eru skemmdarverk gagnvart heimilunum og fyritækjunum í landinu. Skorturinn á kjarki til þess að lækka stýrivexti er blaut tuska í aldlit þeirra 18 þúsunda sem ganga um atvinnulausir. Með aðgerðarleysinu er verið að segja að atvinnuástandið eigi að verða mun verra. Gagnrýni Davíðs Oddsonar á núverandi Seðlabankastjóra var ósmekkleg að mínu mati. Í ljós hefur komið að sá hópur sem ríkistjórnin hefur valið til þess að fara með þessi mál hefur algjörlega brugðist. Nú er vetarfríinu lokið og kominn tími til þess að senda Seðlabankastjórann aftur heim til sín til Noregs.
![]() |
Evruvextir fara ekki í núllið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 18. apríl 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10