Eru gengislán lán eða martröð?

Á árinu 2008 varð bæði bankahrun og gjaldeyrishrun. Einstaklingar sem höfðu fengið lán í erlendri mynt stóðu upp með lán sem höfðu tvöfaldast í íslenskum krónum. Fyrir marga þýddi þetta að lánin höfðu hækkað þannig að verðgildi eigna s.s. bifreiða og húseigna var orðið mun lægra. Flestir standa ekki undir þeim greiðslum afborgana og vaxta af þessum lánum.

Fyrir helgi var ég spurður um álit á lögum um verðtryggingu lána og þá vísað í lög frá 2001. Marínó G. Njálsson bloggar ágætlega um þetta mál: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/855575/

http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) og greinargerð um þessi lög, en þar segir m.a. 

 Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.
    Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.  

Ég sé ekki betur en að hækkun lána miðað við gengishækkanir séu ólöglegar. Ef það er rétt mat hjá mér, eiga skuldendur að borga afborganir af lánum á því gengi sem það er tekið, auk vaxta af þessum höfuðstól sem oftast er á bilinu 4-6%. Ef þetta er mat mitt er rétt þá gætu þeir aðilar sem ekki sofa af áhyggjum vegna þessarra lána, tekið geði sína að nýju. Lánin eru lán en ekki martröð.


Hækkun álaga, til að efla atvinnu

Vinstri Grænir hafa verið mikilvægir í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Steingrímur Sigfússon er hörkuræðumaður og hefur haldið uppi öflugu aðhaldi að stjórnvöldum. Eitt mikilvægasta framlag VG er gagnrýni á stundum gagnrýnislausa notkun náttúrunnar m.a. til stóriðju. Í aðdraganda bankahrunsins létu VG vel í sér heyra. Í eldhúsumræðum sem fram fóru á þessum tíma kom skýrt fram að aðeins VG væri nothæfur í þjóðstjórn úr minnihluta. Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir voru í rúst. Því miður var ekki sett á stofn Þjóðstjórn og VG tóku að sér harða stjórnarandstöðu og síðar að skipuleggja búsáhaldabyltinguna.

Þegar minnihlutastjórn hafði verið komið á, var gengið í það mál sem mikilvægast var talið að taka á, þ.e. skipta um Seðlabankastjóra. Ekki það að það skipti þjóðarbúið mestu máli, heldur það var aðalkrafan í búsáhaldabyltingunni. Fyrir þjóðina hefi það skipt mestu máli að jarðvegur yrði skapaður fyrir endurreisn, heimila og fyrirtækja. Það varð að bíða.

Páll Skúlason fyrrum háskólarektor nefndi þá hættu sem atvinnupólitíkusar skapa þjóðinni. Þeir fara inn í eigin heim, fjarri þeim umbjóðendum sem þeir ættu að vera að sinna. Minni á viðtöl við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þar sem þau gerðu lítið úr þeim vanda sem við var að etja með því að halda því fram að áfallið væri að þeirri stærðargráðu að kaupmáttur yrði sambærilegur og fyrir 2-3 árum. Fáránleikinn verður skýrari þegar ljóst er að nú þarf að skera niður í ríkisútgjöldum um 50-60 milljarða og svo aftur og aftur. Mikil spurning hvort núverandi valdhafar hafi miklu meiri jarðtengingu.

Tillögur VG til atvinnuuppbyggingar bera þess vott að VG hefur verið í stjórnarandstöðu. Oft óraunhæfar og ómarkvissar, aðrar eru áhugaverðar eins og þær að nýta raforkuna til grænmetisframleiðslu. Það er því afskaplega óheppilegt  að á sama tíma og verið er að leggja til atvinnuuppbyggingu á þessu sviði, sé verið að keyra í gegn 25% hækkun raforkuverðs til ylhúsaræktunar. Slíkt gæti keyrt greinina endanlega í þrot. Við það sköðuðust afar fá störf, nema í skilanefndir til að gera garðyrkjubændur upp.  

 


Bloggfærslur 20. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband