Óþægilega þrengt að sumum styrkhöfum!

 

 Helgi Hjörvar frambjóðandi Samfylkignarinnar hefur fengið rausnarlega styrki á árinu 2006 segir í viðtali við Vísi að greinilegt að styrkjamál verði að koma upp á yfirborðið. „En ég ætla ekki að fjalla um styrki sumra fyrirtækja til sumra einstaklinga nokkrum dögum fyrir kosningar," 

Samfylkingin hefur í kosningabaráttunni komist upp með að komast hjá því að biðja þjóðina afsökunar á hennar þætti í bankahruninu. ,,Við vorum bara svo lítil og saklaus að við vissum ekkert hvað við vorum að gera" sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar og komst upp með það.

 Útrásrvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson ákveður að koma fram með styrkjamálið í fjölmiðlunum sínum rétt fyrir kosningar til þess að gera sín mál upp við Sjálfstæðisflokkinn.  Frambjóðendur og stuðningsmenn Samfylkingarinar hrópa spilling, spilling einum kór. Síðan fyrir kemur nú fram nú að frambjóðendur Samfylkingarinnar hefa sjálfir fengið afar ríflega styrki frá Baugi og þá ætlar frambjóðandinn bara ekki að fjalla um styrki sumra fyrirtækja til sumra einstaklinga. Þessir sumu einstaklingar eins og Helgi velur að kalla það er m.a. hann sjálfur. Eru þá ekki sumir orðnir jafnari en aðrir.

Einhvern tíma var sagt: ,,Ætli að það sé ekki kominn tími til þess að fara að biðja guð að hjálpa sér"!!

 


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingadýrkun

Íslendingar eru mikil söguþjóð, og víkingatíminn var okkar gullaldartími. Svo kom gullöldin aftur og þjóðin með forsetann í fararbroddi var að springa úr monti. Við vorum einfaldlega besta þjóð veraldar. Þá verðum við fyrir því óhappi að verða fyrir bankahruni. Fyrst urðum við reið útrásarvíkingunum, en síðan var sökinni skellt á einn Seðlabankastjóra og nokkra stjórnmálamenn. Útrásarvíkingarnir hurfu af sjónarsviðinu og enginn man lengur eftir óförum þeirra. Einn var þó ósáttur að hafa fengið kusk á hvítflibbann og keypti sér sjónvarpstöð og tvö dagblöð. Hann hafði upplýsingar sem gátu komið sér illa fyrir þá sem höfðu helst truflað útrásina hans.

 Þjóðin stendur frammi fyrir mjög erfiðum tímum, sem kosningarnar hefðu átt að snúast um. Hvaða leiðir skiluðu okkur bestum árangri. En tími Jóns Ágeirs Jóhannessonar var kominn. Tími hefndarinnar var kominn. Tímasetningin var fullkomin sprengjan var látin falla um páskana og síðan hefur fjölmiðlaveldi hans séð um að halda þjóðinni við efnið. Fyrir mistök lekur síðan út að einstakir þingmenn hafi fengið háar upphæðir í persónulega kosningabaráttu. Steinunn Valdís segir þetta hafi nú ekki verið neitt til þess að tala um. Þetta smáræði. Svo var þetta vegna tveggja kosninga.

Jón Ásgeir Jóhannesson kemur í fréttirnar og er alveg með styrkupphæðir til einstaklinga á hreinu. Það hefur sem sagt verið hann sem tók ákvarðanir um styrkina. Voða lítið, mátti skilja á honum. Þessi mál má taka fyrir eftir kosningarnar.

Sigurvegari kosninganna er útrásarvíkingur. Þjóðin elskar víkinga.  Skildi hann fá utanríkisráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Hann er alla veganna vel silgdur.


mbl.is Styrkirnir vegna tveggja prófkjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband