380 milljarðar fyrir það eitt að brosa

Að gefa sér forsendur um 3% vaxtalækkun við að ganga í ESB, er afar hæpið. Eyris Invest gerði slíka útreikninga fyrir Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins. Það þarf a.m.k. mun meiri rökstuðning fyrir þessari niðurstöðu. Það væri rétt eins hægt að gefa sér forsendur fyrir 5% vaxtalækkun ef við myndum brosa meira  það skilaði okkur þá 380 milljarða lækkun. Við eigum að skoða kosti og galla með inngöngu í ESB með opnum huga og taka síðan ákvörðun. Þetta innlegg inn í þá umræðu stenst enga skoðun.

15,5% stýrivextir er innlend ákvörðun, sem er með miklum ólíkindum. Þá ákvörðun verður að skýra mun betur fyrir almenningi og fyrirtækjum. Sú ákvörðun er í höndum Seðlabanka og peningamálanefndar, þessir aðilar hafa brugðist þjóðinni. Án mun nánari skýringa er sú ákvörðun skemmdarverk við íslenskt efnahagslíf.

 

 

 


mbl.is Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband