Hluti af vandanum

Íslenskt atvinnulíf og almenningur þarf að búa við tvo erfiða þætti.

Hátt gengi og himinháa vexti. Hátt gengi stafar  af því að við skuldum nokkur hundruð milljarða í svokölluðum jöklabréfum og síðan að það er lítið traust á íslensku krónunni og íslenska efnahagslífinu. Jöklabréfin eru að mestu í eigu nokkurra aðila og hafa verið hugmyndir um að semja við þá  um uppgreiðslu, skuldbreytingu eða borgun í eignum. Að því loknu er líklegt að gengið lagist, þó að það geti tekið sinn tíma. Upptaka á erlendri mynt er að öllum líkindum sá kostur valdinn verður fyrr eða síðar. Í þetta mál þarf að ganga og er eflaust verið að vinna í. Upplýsingar vantar hins vegar frá stjórnvöldum um stöðu mála.

 Mjög furðuleg hávaxtastefna er rekin á Íslandi. Á sama tíma og vextir eru lækkaðir um allan heim eru stýrivextir hér 17% á sama tíma og hér mældist verðhjöðnun á milli mánaða. Ef sú verðhjöðnun er reiknuð upp til 12 mánaða er hún rúmlega 5% þannig að raunstýrivextir eru rúmlega 22%. Stýrivöxtum er haldið svona háum á grundvelli þess að verðbólga síðustu 12 mánuði hafi verði um 18%, en það er fáránlegt viðmið. Í lok síðasta árs verður hér bankahrun og gengishrun, en vaxtastjórnun verður að miða við þann tíma sem verið er að stjórna, en ekki sögulegu tímaskeiði. Gengishrunið kallaði á innlendar verðhækkanir, vegna innflutnings, sá tími er liðinn og nú er enginundirliggjandi verðbólga. Af þeim sökum hefði vaxtastigið átt að fara í 6-8% síðast og e.t.v. enn neðar næst. Vextir er eitt helsta stjórntæki til þess að hafa áhrif á atvinnulífið og með það atvinnuleysi sem við búum við er þetta skemmdarverkastarfsemi.

 


mbl.is Evran komin yfir 160 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband