Söguleg tíðindi

Það er auðvitað mjög freistandi fyrir VG og Samfylkingu að fara saman í ríkisstjórn nú. Vinstri stjórn hefur ekki verið upp á borðinu áður. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um áherslur þessarar ríkistjórnar hvað varðar þá sem minna mega sín.  Meiri efasemdir eru um það hvernig ríkisstjórninni skapa aðstæður til þess að koma atvinnulífinu í gang. Reynslan af vinstri stjórnum í t.d. Bretlandi er misjafn, þannig er núverandi ríkisstjórn  Gordons Brown mjög umdeild. Innan þessarar ríkisstjórnar er hins vegar talsverð reynsla. Atvinnumálaráðuneyti verður í höndum Össurar Skarphéðinssonar. Ef hann sýnir víðsýni í því ráðuneyti mun hann geta náð hátindi síns ferils.

Atli Gíslason verður eflaust dómsmálaráðherra, en hann nýtur talsverðar virðingar.  Atli lagði til þjóðstjórn nú, vegna ástandsins. Brýnt er að fá samstöðu um þær aðgerðir sem vinna þarf að á næstu vikum og mánuðum. Væntanlega verður stjórnarandstaða ekki óbilgjörn við þessar aðstæður. Árangurinn felst í því að upplýsa þjóðina um stöðuna og þær aðgerðir sem vinna þarf að. Takist það getur þessi ríkisstjórn haft áhrif á stjórnmál komandi ára, en mistakist það munum við ekki sjá aðra vinstri stjórn næstu áratugina.  


mbl.is Engin þörf fyrir aðra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útstrikanir

Nú veit ég ekki til þess að Össur hafi þegið óeðlilega háa styrki, en samt er hann strikaður út af fjölda samflokksmanna sinna. Ég skil útstrikanir á Guðlaugi, en ekki á Össuri. E.t.v. starfar það  af vanþekkingu minni, en í heildina finnst mér Össur hafa staðið sig vel. Oft líkar mér það sem hann skrifar og segir, en ég geri mér grein fyrir að hann er ekki allra. Þegar Össur kom fram í svartnættinu hjá okkur og sagði að við ættum möguleika m.a. á Drekasvæðinu þá stóð hann sig vel. Össur hefur verið einn af fáum stjórnmálamönnum á þessu ári sem hefur gefið þjóðinni von, bæði með verkum og framgöngu. Ef við gætum kosið menn af öllum listum og úr öllum kjördæmum, væri Össur sannarlega á listanum mínum.
mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband