5.4.2009 | 20:28
Vaxtastigið er aðför að íslensku efnahagslífi.
Það var óhæfuverk gagnvart Íslandi þegar Bretar beitti okkur hryðjuverkalögum, en núverandi vaxtaákvörðun er aðför að íslensku efnahagslífi. Þegar samdráttur er hjá þjóðum í opnu hagkerfi, þá er ráðið að lækka stýrivexti. Hjá þjóðum sem eru með 1% verðbólgu, er stýrivaxtastigið e.t.v. 1-2 %. Raunvextir því nálægt núllinu, í öllu falli mjög lágir. Það voru margir sem gagnrýndu Seðlabankann og það með réttu, á hávaxtastefnuna. Ofþensla í hagkerfinu var reyndar ekki til þess að bæta ástandið og ríkisstjórn og Seðlabanki spiluðu illa saman. Nú er mikill samdráttur, svo mikill að hér mældist verðhjöðnun. 17 % stýrivextir, þegar verðhjöðnun í síðasta mánuði mældist yfir 5% reiknað til eins árs. Þetta þýðir yfir 22% raunstýrivexti. Ég efast að slíkt þekkist í nokkru landi í heiminum og er reyndar alveg fullviss.
Margir höfðu efasemdir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og töldu að hann notaði gamaldags hugmyndafræði, þar á meðal hávaxtastefnu. Meðal gagnrýnanda voru Steingrímur Sigfússon núverandi fjármálaráðherra. Hann gagnrýndi reyndar réttilega hávaxtastefnu Seðlabankans. Nú þegar Steingrímur tekur við, sitjum við uppi með hæstu raunstýrivexti sem við nokkru sinni höfum búið við. .. en þá steinþegir Steingrímur.
Svo hátt vaxtastig mun keyra atvinnulífið niður. Þessi stefna mun þýða mun minni tekjur fyrirtækja og heimila. Þessi stefna mun þýða mun fleiri gjaldþrot, og að lokum mun þýða gífurlegt atvinnuleysi. Aðrar þjóðir hafa miklar áhyggjur af 1% samdrætti, vegna þess að slíkur samdráttur, getur haft margföldunaráhrif. Það er einmitt sem hættan er á hér í dag.
Rök Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að hér sé um 18% verðbólga. Þá miða þeir við verðbólgu reiknaða síðustu 12 mánuði . Þetta er alvarleg hugsunarvilla. Bankahrunið og gengishrunið, þýddi að sjálfsögðu tímabundna verðbólgu, en þegar áfall kemur inn í slíka útreikninga verður að aðlaga þá útreikninga. Öllum er ljóst að verðbólga innanlands er nánast engin.
Stjórnvöld verða að bregðast harkalega slíkum tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stýrivextir verða að lækka niður í 2-4% strax. Núverandi stefna er alvarleg altaga að íslensku efnahagslífi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 5. apríl 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10