Tengifréttamaðurinn klikkar ekki

Nú tekur Þóra Kristín viðtal við Sigmund um greiðsluaðlögunina. Ég varð meira og meira undrandi eftir sem á viðtalið leið, hvort ekki kæmi nein tenging, sem kalla má tengiklípu. Jú, jú, í lokin spurði Þóra Kristín Sigmund Davíð um styrkinn frá FL Group og þá getur Þóra Kristín smogið heim sæl og hress. Það getur ritstjórn Morgunblaðsins líka gert.
mbl.is Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki og ríkisstjórn  þarf að rökstyðja þessa ákvörðun mjög rækilega. Hér hefur orðið alvarlegur samdráttur, sem þýðir mikla veltuminnkun hjá fyrirtækjum. Yfir 17 þúsund atvinnulausir, sem aftur þýðir meiri samdrátt. Engin undirliggjandi verðbólga er í kerfinu, einu verðhækkanir sem gætu komið milli mánaða starfar af hækkun á innlendri vöru, vegna lækkandi gengi.

Þessi stýrivaxtaákvörðun færir mikla fjármuni frá þeim sem skulda og til fjármagnseigenda. Ráðstöfun er algjörlega á skjön við áherslur í efnahagstjórn allra annarra ríkja. Þegar samdráttur verður, eru vextir lækkaðir. Skoðun verðbólgu 12 mánuði aftur í tímann er greiningarskekkja, vegna bakahrunsins. Himinhátt verðbólguskot, skekkir öll meðaltöl.

Háir stýrivextir á síðasta ári, voru hugsaðir til þess að draga úr þennslu, og minnka verðbólgu. Mörg rök eru fyrir því að það hafi alls ekki haft tilætluð áhrif. Ein af ástæðunum er að Íslendingar eru ónæmir fyrir stórum tölum í vaxtamálum. Vaxtahækkanir og vaxtalækkanir hafa ekki sambærileg áhrif í nágrannaríkjunum.

Vaxtalækkun nú er fyrst og fremst spurnig um kostnað fyrirtækja. Vaxtalækknun nú í 4-6% hefði hins vegar getað haft áhrif. Hún hefði sent skýr skilaboð.  Ég er komiðn á þá skoðnun sem ítrekað hefur komið fram um AGS að aðgerðir hans virki eins og skemmdarverk á efnahagskerfi.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband