Ef einhvern tíma var þörf þá nú.

Við setningu Alþingis er hefð fyrir því að fara í guðþjónustu í Dómkirkjunni fyrir setningu þingsins. Mikill meirihluti þjóðarinnar er kristinn, svo og mikill meirihluti þingmanna. Við byggjum okkar þjóðfélag á kristnum gildum og því fyllilega eðlilegt að viðhalda þessari hefð. Ég geri engar athugasemdir við það hvort Þór Saari eða einhverjir aðrir þingmenn kjósi ekki að taka þátt í guðþjónustunni, þeir mega þá fara á Hótel Borg eða á einhverja aðra staði. Mætt síðan til þingsetningar þegar hún hefst.   Væntanlega vill mikill meirihluti þingmanna viðhalda þessari hefð. Annars var það merkileg tilviljun að Siðmennt var einmitt að funda á Borginni á sama tíma. Eða var það ekki tilviljun. Ef áður var þörf á að byggja á kristnum gildum, þá er enn ríkari þörf til þess í náinni framtíð.


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband